Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 8. apríl 2010 GÖNGUGARPAR á Heimaklctti Már Jónsson, Svavar Steingrímsson og Haildór Halldórsson. Eyjamenn nýttu góða veðrið til útivistar og gönguferða: Alls fóru 114 á Heimaklett á páskadag Eyjamar skörtuðu sínu fegursta um páskahelgina og margir notuðu tækifærið til útivistar og göngu- ferða. Á páskadag mátti sjá fólk á göngu um nær alla eyju, hvort sem var á götum bæjarins eða á hæstu fjallatindum. Það má því segja að Vestmannaeyingar hafi nýtt bæði tímann og veðrið til að efla líkama og sál. Fjöldi manns gekk á Heimaklett, þar var fólk á ferðinni alla helgina. Svavar Steingrímsson, göngu- garpur, tók saman hversu margir skráðu sig í gestabókina á toppnum og það vom hvorki fleiri né færri en 180 manns sem lögðu leið sína á Heimaklett þessa daga. Straumurinn var mestur á páska- dag en þá skráðu 114 manns sig í bókina. Til gamans má einnig geta þess að frá miðjum marsmánuði 2008 til byrjun aprílmánaðar 2010 skráðu tæplega fimm þúsund manns sig í gestabókina, eða 4989 á tveggja ára tímabili. Fólk ætti engu að síður að gæta þess að fara varlega hvort sem lagt er á Heima- klett eða í aðrar göngu- og fjalla- ferðir. Gott ráð er að hafa kunnuga með til leiðsagnar og stuðnings ÁÐ á leiðinni upp Stórkostlegt útsýni. Hluti leiðarinnar er farinn i þegar leiðin liggur á nýjar og áður ókunnar slóðir. I góðu skyggni er útsýnið frá Heimakletti yfir eyjamar og upp til landsins engu líkt. Eyjan iðaði af lífi og sjá mátti fólk á göngu um Eggjarnar, upp Hána og stór göngu- hópur lagði á Klifið. Auk þess gekk fólk á Helgafell og Eldfell enda stendur valið eingöngu um fjöl- breyttar og skemmtilegar göngu- leiðir um eyjuna. Kristján Egilsson leiddi páskagöngu að Páskahelli eins og undanfarin ár. Á milli þrjátíu og fjörutíu manns mættu og nutu þess að ganga undir leiðsögn að hellinum og svo til baka að krossinum norðan við stigum eins og sjá má á myndinni til hægri. gíginn í Eldfelli. Þar var boðið upp á Svala og hraunbakað rúgbrauð sem Rut Zohlen bakar af alkunnri snilld. Göngufólki var einnig boðið að taka þátt í getraun um hvenær gosinu á Fimmvörðuhálsi lýkur og sá eða sú sem kemst næst því fær uppstoppaðan lunda í verðlaun. FJÖLMENNI á toppnum, fólk á öllum aldri lét sig hafa það að ganga á Heimaklett um páskana.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.