Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 8. aprfl 2010 13 ;a upplifun: í hóp útvalinna þetta tækifæri aðstæður en keyra varð mjög ró- lega. Tók ferðin um klukkutíma en þá voru þeir komnir að öðrum skálanum og þaðan gengu þau um klukkutíma að gosstöðvunum. „Það var alveg stórfenglegt að koma þarna að gosinu og sló mann hvað drunumar eru miklar. Við byrjuðum á að koma okkur fyrir og mynda þetta og löbbuðum með hraunkantinum, alveg að því þar sem hraunið rennur niður í Hmna- gil. Sáum hrauná renna niður eftir hrauninu sem rann nokkuð hratt yfir. A einum stað sáum við hvar hraunkanturinn opnaðist allt í einu og byrjaði að hrynja mikið úr honum. Þama notuðum við tæki- færið til að skipuleggja tökur fyrir kvöldið." Veðrið var stillt og bjart en kalt, frostið um tíu stig. Þama var margt fólk og endalaust flug rétt yfir hausunum á fólkinu. „Lá við að maður gæti teygt sig í þyrlumar þegar þær renndu sér yfir svæðið. Þetta minnti okkur að öllu leyti á Heimaeyjargosið og fellið sem þama er risið er alveg eins og Eldfellið okkar. Það kom mér samt mest á óvart hvað mikill massi var kominn upp á þessum tíu dögum frá því gosið hafði staðið. Fólk var líka að upplifa þetta mjög sterkt og þetta er eitthvað sem ég hefði aldrei í lífinu viljað missa af,“ sagði Oskar sem nú beið myrkurs ásamt félögum sínum. „Við sátum utan í hól suðaustur af nýja fellinu þar sem við fengum okkur nesti og biðum eftir því að sólin settist og færi að dimma. Þá sest þyrla um 20 m frá okkur uppi á hólnum. Fólk úr henni fór að mynda gosið þegar þyrluflug- maðurinn kemur til okkar og segir að það sé eitthvað að gerast hinunt megin við fellið. Allan daginn hafði ég verið með verk í nára og átti ekki auðvelt með gang en þama hvarf hann og hlutirnir tóku að gerast hratt. Við fórum af stað og komum okkur fyrir uppi á hraun- kantinum sem var mjög heitur. Fyrstu myndina tek ég tólf mínútur yfir sjö og við fórum koma því áleiðis hvað var að gerast. Hringdi ég í Fréttablaðið og Eyjafréttir og náði að senda mynd úr símanum mínum og var hún komin inn á HJÓLREIÐAKAPPAR á Morrisheiði. Visir.is 15 mínútur yfir sjö þar sem sést hvar sprungan er að opnast. Þá voru gossúlumar um tveir og hálfur metri. Þetta byrjaði eins og hver og varð eins og fæðing þegar gos- strókamir byrjuðu að koma upp hver af öðrum. Sprungan gæti hafa verið 150 til 200 metra löng. Ég var ; mjög upptekinn við að mynda, var á fullu og ætlaði að reyna að komast nær. Var þá stoppaður af björgunarsveitarmönnum en komst þá upp á annan hól þar sem sást vel yfir gosið. Þama sáum ekki alveg upphafíð að nýja gosinu en gátum fylgst með hvar reykjarbólstrar urðu að fullburða gosi. Og það sem kom manni á óvart var að gosið í nýja fellinu bætti í frekar en hitt. Þvert á það sem maður hélt að myndi gerast með nýju sprungunni. Ég hélt áfram að mynda og tók á fimmta hundrað myndir á þeim tveimur tfmum sem ég stoppaði þama. Var maður alveg bergnuminn að fylgjast með þessu í ljósaskipt- unum þar sem gufan spilaði líka stórt hlutverk. A þessum tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar byrjuð t að tína fólk upp af Morrisheiðinni og koma því í burtu. Við fengum að vera töluvert lengur af því að við vorum blaðamenn og vorum með þeim síðustu sem var keyrt í burtu.“ i Gerðuð þið ykkur grein fyrir hvað var að gerast? „Já. Við gerðum okkur grein fyrir því að þarna hafði maður upplifað eitthvað sem ekki f margir hafa gert í veraldarsögunni. Ég veit ekki hvort þama hafi ég komist í hóp útvalinna en frammi fyrir þessu sjónarspili náttúrunnar á færðist yfir mann ró og gleði yfir því að fá þetta tækifæri." Óskar Pétur segir að það hafi ekki verið alveg án trega sem þau fóru en þeim var gert að yfirgefa svæðið. „Við ætluðum að vera lengur og það var sárgrætilegt að þurfa að fara burtu því eftir því sem leið á kvöldið varð krafturinn meiri og sjónarspilið stórkostlegra. En við urðum að hlýða eins og aðrir en svona tækifæri fær maður held ég bara einu sinni í lífinu. Fyrir það er ég mjög þakklátur. Ferðin gekk vel enda við vel búin til að mæta hverju sem var,“ sagði Óskar að endingu en ljósmyndir úr ferðinni má sjá hér á síðunni. GÍSLI, Guðjón og Sandra við eldstöðvarnar. Dýpkun Landeyjahafnar hófst um helgina Framkvæmdir í Landeyjahöfn ganga vel en um páskana var byrjað að dýpka höfnina. Það er dýpkunarskipið Perla, sem er í eigu fyrirtækisins Björgunar hf., sem vinnur verkið en bæði þarf að dýpka innsiglingarrennuna og sjálft hafnarsvæðið. Heimahöfn Perlu er í Vestmannaeyjum en þar er samhliða unnið að dýpkun Vestmannaeyjahafnar. Myndina tók Óskar Pétur Landeyj ahöfn sem flutningaleiðir til og frá Aust- fjörðum og allt vestur á Reykjanes gætu styst verulega. Auknir vöru- flutningar með Herjólfi og aukin útskipun í Eyjum gætu leitt af sér aukna ferðatíðni og aukin umsvif í Vestmannaeyjahöfn og þar með treyst samgöngur til Eyja og aukið atvinnu. Aftur gætu Rangæingar notið góðs af, t.d. með vöru- geymslum og annarri umsýslu, þar sem nægt landrými er til staðar. En á þessum tímamótum þurfum við að hugsa stórt. Við þurfum að kanna til hlítar alla möguleika í nýtingu hinnar nýju hafnar og þeirra tækifæra sem hún býður upp á. I síðustu viku lögðu þingmenn Fram- sóknarflokksins fram tillögu til þingsályktunar um að kannaðir verði möguleikar á ferjusiglingum milli Vestmannaeyja og Bretlands. Ætlunin er að kanna forsendur þess að flytja vörur og ferðamenn beint milli Eyja og Evrópu á svipaðan hátt og gert er með Norrænu milli Seyð- isfjarðar og Danmerkur. Með slfkum ferjusiglingum væri hægt að stórauka straum ferðamanna, inn- lendra sem erlendra, um Vest- mannaeyjar og Suðurland, auk þess sem nýir möguleikar opnast í út- flutningi frá Eyjum og Suðurlandinu öllu. Fyrirkomulag slíkra siglinga má hugsa sér á margan hátt. Þannig gætu útgerðarfyrirtæki í Eyjum átt samstarf við ferðaþjónustuaðila í Eyjum og á Suðurlandi öllu um rekstur slíkrar ferju, eða samið við skipafélög, innlend eða erlend um reksturinn. Hægt væri að leggja áherslu á flutning ferðamanna yfir sumarið, en aukinn hlut frakt- flutninga yfir vetrartímann. Afangastaðir á Bretlandseyjum gætu þannig ráðist af árstíma og áherslu á ferðamenn eða frakt. Itarleg hagkvæmniathugun á borð við þá sem Framsóknarmenn leggja til er forsenda þess að farið verði af stað í slfkt verkefni. Mikil vinna er framundan, en ávinningurinn getur verið gríðarlegur í sköpun starfa, aukinni hagkvæmni í flutningum og stóraukinni ferðaþjónustu. Nauðsynlegt er að allir þeir sem hagsmuna eiga að gæta, út- og inn- flytjendur, ferðaþjónustuaðilar og sveitarfélög komi að þessari vinnu, sem og skipafélög og aðrir hugsan- legir rekstraraðilar. Ríkið getur leik- ið stórt hlutverk við að koma þessari vinnu af stað, en skipulag og framkvæmd verður að vera í höndum heimamanna. Mikilvægi samvinnu einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga í Vest- ntannaeyjum, Rangárþingi og á Suðurlandi öllu hefur aldrei verið meira en einmitt nú, því santvinnan er afl hinna smáu og með sam- vinnunni eru okkur allar leiðir færar. Sigurður E. Vilhelmsson formaður Framsóknarfélags Vestmannaeyja Með opnun Landeyjahafnar í sumar verður bylting í sam- göngumálum Éyjamanna. Til þessa hafa menn einkum einblínt á þær breytingar sem hin nýja siglingaleið hef- ur á þá sem þegar ferðast milli lands og Eyja. Breytingarnar sem verða með hinni nýju höfn eru hins vegar miklu víðtækari. Nýir möguleikar opnast í flutningum á fólki og farmi og ef við höldum rétt á spilunum geta Vest- mannaeyjar öðlast nýtt hlutverk sem hlið Islands að umheiminum. Með höfn í Bakkafjöru getum við reynt að breyta ferðamynstri farþega skemmtiferðaskipa. Nú eru Eyjamar aðeins viðkomustaður á leið til Reykjavíkur, þaðan sem farið er í útsýnisferðir um Suðurland. Ný höfn á miðju Suðurlandi getur gert Vestmannaeyjar að upphafsstað slfkra ferða, þar sem farþegar koma í land í Eyjum, fara með Herjólfi upp í Bakkafjöru og áfram að Gull- fossi og Geysi, austur á Skóga eða í Skaftafell, á meðan skipin sigla til Reykjavíkur. Slfkt yrði ekki aðeins til mikilla hagsbóta fyrir ferða- þjónustuna í Vestmannaeyjum, held- ur munu Rangæingar njóta góðs af aukinni umferð ferðamanna um svæðið. Vöruflutningar um Vestmanna- eyjahöfn geta einnig stóraukist, þar Sigurður E. Vilhelmsson, formaður Framsóknarfélags Vm: Nýir tímar með

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.