Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Síða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 8. apríl 2010 Oskar Pétur, ljósmyndari, sá nýtt gos verða til á Fimmvörðuhálsi og segir það einsta Eg veit ekki hvort þarna hafi ég komist -Frammi fyrir þessu sjónarspili náttúrunnar færðist yfir mann ró og gleði yfir því að i Það var í síðustu viku að Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari, hélt að gosstöðvunum á Fimmvörðu- hálsi. Hann fór báðum megin að gosinu. Gekk á þriðjudeginum á Morrisheiði úr Þórsmörk og sá hraunfossana sem renna í átt að Mörkinni. En ævintýrið átti eftir að verða meira því hann var aftur mættur að gosstöðvunum daginn eftir og hafði farið Fimmvörðuháls frá Skógum. Þá varð hann einn þeirra sem sáu nýja gossprungu opnast sem Óskar Pétur segir ógleymanlega stund. „A þriðjudeginum fór ég inn í Þórsmörk með Grétari syni mínum sem beið meðan ég gekk á Morris- heiðina sem var í allt fimm klukku- stunda ganga, þrír upp og tveir niður. Ansi glannaleg ganga, ekki síst Kattarhryggimir og upp á Utgönguhöfða en veðrið var ynd- islegt. Þegar upp á Morrisheiðina var komið blasti við hvar hraunið hefur runnið niður gilin tvö, Hvannárgil þar sem hraunið var á fullu en í Hrunagili hafði það stoppað. Maður sá gríðarlega mikið hraun og kom manni á óvart hvað óhemjumikið magnið var. Skyggni mjög gott og margt um manninn og sumir m.a.s. á reiðhjólum, einir sex eða sjö. Ég talaði við fólk sem var gjörsamlega bergnumið og margt að sjá eldgos í fyrsta skipti. Ég var þama þar til sólin var að hverfa við sjóndeildarhringinn og þá var þetta mikið sjónarspil. Á leiðinni niður sást roðinn frá gosinu í gegnum gufuna sem gerði þetta ótrúlega magnað.“ Óskar segir að á leiðinni niður hafi hann náð að fylgjast með gos- inu en þá var ennþá stanslaus straumur fólks upp á Morrisheiðina og allir vildu fá að vita hvemig þetta væri. Á miðvikudeginum hélt Óskar Pétur upp frá Skógum með frænd- um sínum, Gísla Jóhannesi Óskarssyni, Guðjóni syni hans og Söndru Vatnsdal, unnustu Guðjóns. Þau fóm upp á Pajerojeppa, lítið breyttum, og gekk vel miðað við GUÐJÓN og Sandra við eldstöðvarnar. Nýa fellið til hægri og sprungan sem þau sáu opnast til vinstri. niður Hvannárgil, séð frá Morrisheiði. NÝ ELDSTÖÐ verður til. Þarna er gossprungan að byrja að opnast og fyrstu strókarnir að rísa. ÚTSÝNI frá Morrisheiði.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.