Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 8. apríl 2010 11 $ Skólahornið - Spennandi dagur hjá fimm ára deildinni: Þáðu matarboð í Höllina Börnunum á 5 ára deildinni í Hamarsskóla var boðið í matarboð í Höllina. Einsi kaldi, sem eldar fyrir okkur hádegismatinn okkar, bauð okkur að koma og hjálpa sér að matbúa og síðan myndum við borða í Höllinni. Börnin urðu nrjög spennt. Þessi spennandi dagur var sl. mánudag. Það var frekar vont veður þennan dag þannig að við fengum bfl lánaðan hjá Vest- mannaeyjabæ og ferjuðum börnin upp í Höll. Það fannst þeim mjög spennandi. Einsi kaldi tók á móti okkur og við byrjuðum öll á að þvo hend- urnar okkar og fórum í beina og fallega röð. Við fengum öll að setja krydd á kjúklinginn og bömunum fannst það alveg frábært. Síðan setti Einsi kaldi kjúklinginn inn í stóran ofn og við fórum fram og teiknuðum myndir handa Einsa kalda og síðan fómm við í fullt af leikjum í stóra salnum í Höllinni. Okkur fannst svolítið gaman að fá góða útrás á stóra dansgólfmu. Þegar maturinn var tilbúinn var hann borinn á borð fyrir okkur og allir borðuðu vel af kjúklingi, frönskum, sósu og svo fengum við sprite að drekka. Eftir matinn hjálpuðum við Einsa kalda að ganga frá og svo þökkuðum við vel fyrir okkur og brunuðum heim á 5 ára deildina. Þetta var góð tilbreyting að fara í svona góða ferð og viljum við þakka Einsa kalda innilega fyrir okkur. MYNDIR frá starfinu okkar á 5 ára deildinni. Sandra Jóhannsdóttir viðskiptalögfræðingur skrifar: Leiðum síðasta þorskastríðið til lykta Við íslendingar stöndum í stríði. Við stöndum frammi fyrir að missa margar af okkar verðmætustu auðlindum. Sem þjóð ber okkur öllum að standa vörð um sameigin- lega hagsmuni okkar. Sú vá sem við stöndum frammi fyrir er þó ekki vegna ágangs erlendra ríkja sem ásælast auðlindir okkar og verðmæti, heldur stöndum við frammi fyrir skefjalausri græðgi einstaklinga og fyrirtækja sem vilja að auðlindum okkar verði afsalað úr höndum þjóðarinnar í þeirra hendur til frambúðar. Við stöndum frammi fyrir því að allar sameiginlegar auðlindir okkar geti í framtíðinni lent í einkaeigu. Nú hafa ungir sjálfstæðismenn tekið af skarið og krefjast þess að íslenska þjóðin afsali sér endanlega yfirráðum yfir sameiginlegri auðlind landsmanna, nytjastofn- unum á íslandsmiðum. í ályktun sem SUS hefur nú sent frá sér kemur fram að hagsmunum þjóð- arinnar sé best borgið með því að útvegsmönnum verði afhentar auðlindir sjávar og að einstaklings- eignarréttur þeirra yfír auðlindinni verði viðurkenndur sem fyrst! Nú er svo komið að þjóðin getur ekki látið bjóða sér þessa ógeð- felldu ránsherferð lengur. Herferð þar sem greipar hafa verið látnar sópa um stærstu sameiginlegu verðmæti þjóðarinnar. Herferð sem ekki sér fyrir endann á fyrr en þjóðin rís upp og krefst þess að fá úrskurðarvaldið yfir örlögum sínum og hagsmunum, enda hefur Alþingi sannað að það er óhæft til þess að fara með málefni sameiginlegra auðlinda landsmanna fyrir þjóðina alla. Við íslendingar þurftum að heyja hatramma baráttu fyrir sjálfstæði og valdi yftr auðlindum okkar. Stór hluti af sjálfstæði okkar felst í valdi yfir auðlindum okkar. Látum engan svipta okkur þessum sameiginlegu áunnu forréttindum baráttulaust. Tökum afstöðu með framtíð og frelsi íslensku þjóðarinnar. Ég skora á alla þjóðholla íslendinga, hvar í flokki sem þeir standa, til að krefjast þess að kvótakerfið verði sett í dóm þjóðarinnar í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu. Stofnuð hafa verið samtök sem standa fyrir víðtækri undirskriftasöfnun á net- inu, sem heita Þjóðareign - Samtök um auðlindir í almannaþágu. Ég hvet alla Islendinga til þess að fara inn á síðu þeirra og skrifa undir áskorun um að framtíð kvótakerfisins verði sett í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Slóðin er www.þjóðareign.is Sandra Björk Jóhannsdóttir viðskiptalögfrœðingur PÁSKAGANGA Klukkan 14.00 á páskadag héldu um 20 til 30 manns í árlega páskagöngu í mjög fallegu veðri. Gengið var suður fyrir feli undir leiðsögn Kristjáns Egilssonar, fyrrum safnvarðar, og var komið við í Páskahelli og síðan að krossinum í gíg Eldfelis. Þar tók Ruth Zohlen á móti hópnum og bauð upp á svaladrykk og hraunbakað rúgbrauð. Þar gat fólk tekið þátt í getraun þar sem spurt var hvenær gosinu á Fimmvörðuhálsi muni Ijúka. Er uppstoppaður lundi í verðlaun. Framsóknarkonur fagna breyttum lögum: Nektar- dans er til óheilla Stjóm Félags framsóknarkvenna í Reykjavik hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er lögum um allsherjarbann við nektar- dansi á fslandi sem samþykkt voru á Alþingi 23. mars sl. Lögin taka gildi 1. júlí næstkom- andi og segja framsóknarkonur að þau séu mikilvægur þáttur í því að stemma stigu við niður- lægingu kvenna, mansali og kyn- bundnu ofbeldi en alþjóðlegar rannsóknir sýna að nektarstaðir eru gróðrarstía mansals, fíkni- efnaneyslu og ofbeldis. Þær fagna einnig breytingu á lögum um hlutafélög, sem fela í sér ákvæði um kynjakvóta og samþykkt voru á Alþingi nýlega. í stjómum hlutafélaga, þar sem starfa að jafnaði fleiri en 50 ein- staklingar og fleiri en 3 sitja í stjórn, skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. „Við viljum stuðla að samfélagi sem tekur mið af mismunandi hagsmunum og sjónarmiðum karla og kvenna. Þar fyrir utan hafa rannsóknir sýnt að arðsemi fyrirtækja með blandaðar stjómir er mun meiri en hjá fyrirtækjum þar sem einungis annað kynið situr í stjórn. Lögin taka gildi 1. september 2013 en þangað til skorar stjórn FFKR á hlutafélög að jafna hlutfall kynja í stjómum sínum sem fyrst. FFKR þakkar öllum þeim sem barist hafa fyrir þessum lagabreytingum og munu færa okkur nær jafnréttissamfélagi," segir í ályktuninni sem var samþykkt á stjórnarfundi FFKR í Reykjavík þann 24. mars 2010. Engin hætta þegar land- festar slitnuðu - Vindhraði upp í 37 m aðfaranótt þriðjudags Mikið rok var á þriðjudaginn í Eyjum og klukkan 7.00 um morguninn mældist meðalvind- hraði 30 metrar á sekúndu og um nóttina fóm mestu hviðurnar upp í 37 metra á sekúndu. Landfestar uppsjávarskipsins Álseyjar VE slitnuðu um morg- uninn en Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá ísfélaginu sem á og rekur skipið, segir enga hættu hafa verið á ferðinni. „Þetta var bara einn spotti sem slitnaði og menn voru fljótir til og festu skipið aftur. Það var í raun engin hætta á ferðum, bara dæmigerður rokdagur á bryggj- unni,“ sagði Eyþór. Vind lægði þegar leið á daginn og í gær, miðvikudag, var gott veður í Eyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.