Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 16
(FRÉTTIRjl piús !M ™ Mi yMBOÐlSYJUM Frétta- og auglýsingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 i3j‘]i)jlfJLfJJlr' iíLrJJJÍiDxjJElDJJ Við bjóðum upp á alls kyns góðgæti, segir Aldís sem hér er með starfsstúlkunum, dætrum sínum, Sigurdísi Ösp og Elínu Björk. Alveg frábærar viðtökur -segir Aldís Atladóttir á Café Varmó, sem opnaði 1. apríl Um páskahelgina, nánar tiltekið þann 1. apríl, opnuðu þau Aldís Atladóttir og Kristinn Andersen nýtt kaffihús, Café Varmó, að Kirkjuvegi 10. „Já, við ákváðum að opna 1. aprfl og það var sko ekkert aprílgabb," segir Aldís sem lengi er búin að eiga sér þann draum að opna kaffi- hús í Eyjum. Hefur raunar komið að slíkum rekstri áður, fyrst í veit- ingatjaldi á Skansinum og síðar í Vatnsveituhúsinu á sama stað. „Helgin var alveg frábær, viðtök- urnar framar björtustu vonum þar sem ég var lítið búin að auglýsa þetta. Ég vona bara að fólk láti sjá sig í miðri viku líka, læri á kaffi- húsamenninguna." I Café Varmó verður opið daglega frá kl. 13 til 18 og svo frá 20 til 22 fram til 1. júní en eftir það á Aldís von á að opið verði lengur á hverj- um degi. „Við bjóðum upp á alls kyns góð- gæti. Virka daga eru m.a. flat- kökur, beyglur og bakkelsi af ýmsu tagi. Um helgar eru svo rjóma- tertur, brauðtertur og pönnukökur og rétt að taka fram að hinar marg- rómuðu vöfflur eru á matseðlinum alla daga. Um næstu helgi ætla ég svo að prófa að bjóða upp á tarta- lettur sem ég held að sé nýmæli á kaffihúsi.“ Þá segir Aldís að drykkjavalið sé eins og gerist á kaffihúsum al- mennt. „Auðvitað kaffi af öllum gerðum, venjulegt kaffi, expressó, cappuchino og latte og auk þess te og súkkulaði og gosdrykkir. Svo er ég með léttvínsleyfi sem þýðir að hægt er að fá létt vín og bjór fyrir þá sem það vilja. Auk þess er hægt að bragðbæta kaffið enn frekar fyrir þá sem þess óska.“ Aldís segist ákaflega sátt við byrj- unina sem lofi góðu um fram- haldið. Það voru nær eingöngu Vestmannaeyingar sem litu við hjá okkur þessa fyrstu helgi, ég held að ég hafi þekkt hvert einasta andlit. Og ég hlakka til að fá fleiri, bæði þá sem ég þekki og þekki ekki. Hér eru allir velkomnir og ég hvet fó'lk til að kíkja til okkar og njóta góðra veitinga við rólega tónlist og kertaljós,“ sagði Aldís Atladóttir að lokum. Silja Elsabet tekur þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna: Var með lagið í rassvasanum SÖNGKONAN unga hefur ekki haft mikinn tíma til að undirbúa sig því hún hafði ekki ráðgert að taka þátt í keppninni í ár. Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á laugardaginn og verður í íþróttahöllinni á Akureyri eins og undanfarin ár. Landsmenn þurfa ekki að örvænta því keppnin verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 og það sem meira er, útsendingin er í opinni dagskrá. Fulltrúi Fram- haldsskólans í Vestmannaeyjum er söngkonan Silja Elsabet Brynjars- dóttir en þetta er í annað sinn sem hún tekur þátt í keppninni. Silja tók síðast þátt í keppninni 2007 og söng þá lagið Dear Mr. President sem söngkonan Pink gerði frægt en lagið var með ís- lenskum texta. Silja tekur allt annan pól í hæðina í ár. „Já það er óhætt að segja það þvf ég ætla að syngja lagið Valur og jarðarberja- maukið sem Grýlurnar gerðu frægt á sínum tíma. Hvað er að ske- lagið,“ útskýrir Silja en hún hefur hingað til meira verið í rólegum og fallegum ballöðum. „Þetta lag gefur mér tækifæri á að sýna aðeins aðra hlið á mér sem söngkonu en samt sem áður ætla ég að syngja lagið en ekki öskra það, eins og Grýlurnar gerðu meira á sínum tíma.“ Lagið þekkir Silja vel því hún hefur nokkrum sinnum flutt það opinberlega. „Ég fékk frábært tækifæri á Húkkaraballinu 2007 þegar mér bauðst að hita upp fyrir A móti Sól. Vinir mínir í hljóm- sveitinni Hugarástandi voru með mér og leyfðu mér að heyra lagið. Mér leist ekkert allt of vel á það í fyrstu en núna fmnst mér lagið smellpassa við mig og minn söng. Það kom þess vegna ekkert annáð lag til greina. Svo er þetta íslenskt lag en í keppninni þarf að syngja á íslensku þannig að það þarf ekkert að snara textanum frá ensku yfir í íslensku," sagði Silja. Söngkonan unga hefur ekki haft mikinn tíma til að undirbúa sig því hún hafði ekki ráðgert að taka þátt í ár. „Mér fannst asnalegt að fara aftur í keppnina, vildi ekki vera sú sem væri alltaf þama en svo.þegar upp var staðið þá vildi enginn taka þátt í keppninni fyrir Framhalds- skólann sem var auðvitað ekki nógu gott. Aðstandendur keppn- innar hringdu í Kristínu Jóhanns- dóttur og spurðu hvort það væri virkilega enginn sem gæti tekið þátt fyrir hönd skólans. Hún hugsaði til mín og stuttu síðar var ég komin á æfingu í Reykjavík fyrir keppnina. Undirbúningurinn er kannski ekkert rosalega góður en þetta lag hefur alltaf verið í hægri rassvasanum hjá mér og því auðvelt að rifja það upp. Ég tek þetta í upprunalegri útgáfu, undirspilið er reyndar aðeins öðmvísi og eins og ég sagði áðan, þá ætla ég að syngja lagið," sagði Silja, eiturhress að lokum. VIKUTILBOÐ 6. -14. apríl Neutral þvottaefni i,86 k9 verð nú kr 798,- verð óður kr 998,- Bugles snnkk verð nú kr 498,- verð áður kr 598,- SS súpukjöt verð nú kr/kg 698,- verð áður kr/kg 828,- SS reykt folaldakjöt verð nú kr/kg 688,- verð áður kr/kg 808,- 0PNUNARTIMI: Mán. - Föst. kl. 7.30 - 19.00 Laugardaga kl.10.00 -19.00 Sunnudaga kl.11.00-19.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.