Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 15
Frcttir / Fimmtudagur 8. apríl 2010 15 Úrslitakeppni 2. deildar kvenna Stefnum á Islandsmeistaratitil - Teflum fram leynivopni, segir Unnur Sigmarsdóttir þjálfari ÍBV ÚRSLITAKEPPNIN HEFST í KVÖLD. Kvcnnalið ÍBV hefur leik í kvöid gegn Víkingi í undanúrslitum 2. deildar Islandsmótsins í handbolta. Úrslitakeppnin fer fram á Seltjarnanesi.. Kvennalið ÍBV tekur þátt í úr- slitakeppni 2. deildar Islandsmóts kvenna í handbolta en úrslita- keppnin fer fram á Seltjarnanesi og hefst í dag, flmmtudag með undanúrslitum. Úrslitakeppnin í 2. deild er með öðru sniði en aðrar úrslitakeppnir í handboltanum því aðeins er ein umferð í undan- úrslitum og síðan úrslitaleikir um fyrsta og þriðja sætið. IBV endaði í þriðja sæti 2. deildar og mætir því Víkingum í undanúrslitum en Víkingur endaði í öðru sæti. I hinni viðurcigninni eru það Grótta, sem endaði í 1. sæti í deildarkeppninni og FH, sem endaði í því fjórða. Ef litið er á lokastöðu liðanna í 2. deild ætti að vera spennandi úrslita- keppni framundan. Grótta hafði reyndar nokkra yfirburði í deildar- keppninni og endaði með 28 stig eða sex stiga forskot á Víking. Víkingar voru svo með 22 stig og ÍBV og FH bæði með 21 stig. Leikir IBV og Víkings í vetur voru æði kaflaskiptir. 7. nóvember léku liðin í Víkinni. Höfðu Víkingar mikla yfirburði í leiknum og unnu 37:23 eftir að staðan var 15:6 í hálfleik. f síðari viðureign liðanna í deildarkeppninni, sem fór fram í Eyjum, snerist dæmið hins vegar við, IBV hafði mikla yfirburði og vann 33:24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 18:13. Hefði viljað enda ofar Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari ÍBV sagði í samtali við Fréttir að hún hefði viljað sjá ÍBV enda ofar. „Ég er bæði ánægð með lokastöðuna í deildinni og ekki. Við áttum mikið inni fyrri hluta móts en höfum svo spilað mun betur eftir áramót. Þetta er bara það sem við búum svo oft við héma í Eyjum, það tekur okkur lengri tíma að slfpa saman liðið enda spilum við ekki nálægt því eins marga æfingaleiki og liðin á höfuðborgarsvæðinu." Grótta endaði með 28 stig og sex stiga forskot á liðið í öðru sœti. Er Grótta með besta liðið? „Grótta hefur klárlega verið með heilsteyptasta liðið í vetur enda eru þær með breiðan og góðan hóp. Aftur á móti unnum við þær með átta mörkum hér heima en töpuðum fyrir þeim á útivelli með fjórum. Mfn skoðun er sú að þessi fjögur lið sem eru í úrslitakeppninni séu mjög áþekk að getu. FH er t.d. með fínt lið. Við áttum að vinna þær þegar við spiluðum við þær á útivelli en misstum unninn leik niður í jafn- tefli, kannski ekki síst fyrir til- stuðlan dómaranna. Svo gáfu þær leikinn hér heima en við vitum vel hverjir þeirra styrkleikar eru. Við spilum gegn Víkingum í undanúr- slitum og þær eru, eins og FH, með reynslumikla leikmenn. Við skít- töpuðum fyrir þeim í Reykjavík, sem er líklega einhver lélegasti leikur sem lið hefur spilað undir minni stjórn. Þá vantaði okkur Guðbjörgu Guðmannsdóttur en við unnum þær svo heima og þá vantaði þær nokkra sterka leikmenn." Hvernig meturðu möguleika IBV í undanúrslitum gegn Víkingum? „Ég tel að við eigum góða mögu- leika gegn þeim svo lengi sem vömin er í lagi. Okkar sterkasta vopn eru hraðaupphlaup en til að fá þau, þurfum við að spila góða vöm. Ingibjörg tekur fram skóna Unnur segir alla sína leikmenn heila fyrir utan að Þórsteina Sigur- bjömsdóttir kemur ekki til með að spilameðlBV. „En við teflum fram leynivopni í úrslitunum því Ingi- björg Jónsdóttir, fyrrum fyrirliði IBV, ætlar að taka fram skóna enn á ný og spila með okkur. Það styrkir liðið gríðarlega, sérstaklega varnar- lega en hún spilaði með okkur æf- ingaleik um síðustu helgi, skoraði sex mörk og sýndi að hún hefur engu gleymt. Svo erum við lfka með Vigdfsi í markinu og Guð- björgu og mjög gott að hafa svona reynslumikla leikmenn. Okkur hefur í vetur skort stöðugleika í vamarleiknum en vonandi kemur það þegar við stillum upp reynslu- miklu og sterku liði.“ Þú hefur ekki œtlað að taka fram skóna líka? „Nei takk. Þrátt fyrir áskoranir frá dætmnum þá ætla ég ekki að eyða sumrinu á hækjum, takk fyrir,“ sagði Unnur. Ekki tilbúnar í úrvalsdeild Unnur segir að stefnan sé auðvitað sett á að verða Islandsmeistari í 2. deild. Hún segir þó að IBV sé, þrátt fyrir allt, ekki tilbúið að tefla fram liði í úrvalsdeild. „Ég met stöðuna þannig að við þurfum í það minnsta eitt ár í viðbót í 2. deild til að gefa stelpunum nægilega mikla reynslu til að fara upp í úrvalsdeild. Margar af þessurh stelpum em að ganga upp úr unglingaflokki og geta einbeitt sér frekar að meistaraflokki næsta vetur. Ég myndi vilja gefa þessu eitt, jafnvel tvö ár í viðbót áður en við förum upp í úrvalsdeild. Ekki nema að við styrkjum liðið með tveimur góðum spilurum en ég held að það sé ekki á stefnuskránni. Ég neita því hins vegar ekki að það er þrýst á okkur að fara upp í úrvals- deild enda æfum við mun betur en flest liðin í 2. deild og tökum þessa keppni af meiri alvöru en þau. En mitt mat er að eitt til tvö ár í viðbót geri stelpunum bara gott.“ |íBV og Sjóvá halda áfram samstarfi Sjóvá styrkir barna- og unglingastarf ÍBV ÍBV-íþróttafélag og trygginga- félagið Sjóvá skrifuðu um helgina undir samning þess efnis að Sjóvá kemur myndarlega að barna- og unglingastarfi IBV næstu þrjú árin. IBV-íþróttafélag er mjög ánægt með að ná samningum við Sjóvá með áherslu á yngri flokka félagsins. Sigurjón Andrésson, markaðstjóri Sjóvá og Sigurður Bragason, þjónustustjóri Sjóvá í Vestmannaeyjum, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd Sjóvá og Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri IBV-íþrótta- félags, skrifaði undir fyrir hönd ÍBV. Sjóvá hefur undanfarin átta ár stutt vel við bakið á félaginu og með þessum samningi er sá stuðningur framlengdur um þrjú ár. Sjóvá er stolt af því að taka þátt í þessu frábæra starfi sem IBV íþróttafélag vinnur ár hvert. Félagið sé að aðstoða ungt fólk að þroskast og dafna á heilbrigðan hátt, það er eitthvað sem Sjóvá vill taka þátt í. SAMSTARFIÐ HANDSALAÐ. Frá vinstri: Sigurður Bragason, þjónustustjóri Sjóvá í Eyjum, Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvá og Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags. íþróttir Kári til Þýskalands Eyjamaðurinn öflugi, Kári Kristján Kristjánsson, hefur ákveðið að halda á önnur mið, en hann hefur í vetur leikið með svissneska liðinu Amicita Zúrich. Kári mun hins vegar leika með þýska úrvalsdeild- arliðinu Wetzlar næsta vetur en eins og flestir vita er þýska deildin ein sú sterkasta í heiminum. Wetzlar var ekki eina félagið sem var inni í myndinni, lleiri félög höfðu kann- að áhuga kappans en helst var það gamla íslendingaliðið Magdeburg sem kom til greina. Eyjamenn mæta UMFA I gærkvöldi kom í ljós að IBV mætir Aftureldingu í undanúrslit- um umspils um laust sæti í úrvals- deild næsta vetur. Afturelding tapaði fyrir Selfossi í hreinum úrslitaleik um efsta sætið en leikurinn fór fram á Selfossi. Selfyssingar enduðu þar með í efsta sæti 1. deildar og fara beint upp. 1 hinni viðureigninni mætast Víkingur og svo eitt af úrvals- deildarliðunum þremur sem er í botnbaráttunni, Stjarnan, Fram og Grótta. Umspilið hefst 23. apríl. Vel heppnuð æfingaferð Karlalið ÍBV dvaldi á Spáni í vikutíma og æfði við bestu hugsanlegu aðstæður. í ferðinni voru tveir suður-afrískir leikmenn til skoðunar en Heimir Hallgríms- son, þjálfari ÍBV, segir ekki víst hvort þeir verði hjá IBV í sumar. „Þessir strákar komu algjörlega á eigin vegum til okkar og við erum að skoða þetta mál. Þeir heita Thato Mokeke og Keagan Buchanan, og eru báðir sóknar- miðjumenn. Þeir eru báðir ungir, annar þeirra gæti spilað með 2. flokki.“ Eyjamenn léku einn leik í ferð- inni, gegn spænska 3. deildar- liðinu Ontenyente og unnu stórt, 16:0. „Við fengum ekki mikið út úr þessum leik. Mörkin gerðu þeir Eyþór Helgi sex, Tryggvi þrjú, Yngvi, Eiður, Keagan, Kjartan, Ásgeir, Anton eitt og Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri, setti eitt en hann skoraði eftir laglegan undirbúning búninga- stjórans, Jóhanns Sveinssonar. Trausti fagnaði markinu með því að fara úr búningnum og hlaupa að stúkunni. Búningastjórinn elti hann enda var hann smeykur um að framkvæmdastjórinn myndi henda búningnum upp í stúku,“ sagði Heimir. Framundan Fimmtudagur 8. apríl Kl. 19.30 Víkingur-ÍBV Úrslit kvenna, handbolti. Laugardagur 10. aprfl Kl. 12.00 IBV-Grótta 2. flokkur karla, handbolti. Kl. 13.00 HK-ÍBV FM-mót, 5. flokkur kvenna, ABC, fótbolti. Kl. 14.00 ÍBV-Grótta2 3. flokkur karla, handbolti. Sunnudagur 11. aprfl Kl. 13.00 ÍBV-FH Úrslit 4. fl. kvenna B, handbolti. Kl. 14.00 Afturelding-ÍBV FM-mót, 2. flokkur karla, fótbolti. Kl. 14.30 ÍBV-HK Úrslit 4. flokkur kvenna A, hand- bolti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.