Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 8. aprfl 2010 7 Golfklúbbur Vestmannaeyja - Styttist í að golfvertíðin hefjist í athugun að opna allan völlinn fyrr en venjulega að þessu sinni - segir Elsa Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri GV Óhætt er að segja að talsverður vorhugur sé kominn í kylfinga í Vestmannaeyjum enda styttist í að golftímabilið hefjist fyrir alvöru. Raunar eru þeir hörðustu búnir að spila í allan vetur, ef frá er talinn stuttur snjóakafli fyrr í vetur. Elsa Valgeirsdóttir, framkvæmda- stjóri Golfklúbbsins, segir að ætl- unin hafi verið að hafa golfmót á dagskrá um páskana en vegna slæmrar veðurspár fyrir laugar- daginn hafi verið horfið frá því. „Við vomm líka með á dagskránni að hafa mót á laugardaginn kemur en það er eins með það, veðurspáin er ekki sérlega hagstæð fyrir þann dag svo óvíst er að verði af því.“ Vallarstarfsmenn em byrjaðir að vinna að undirbúningi þess að opna allan völlinn en yfir vetrartímann em aðeins tólf brautir af átján opnar fyrir spilamennsku. Brautunum sex, sem liggja næst sjónum, er hlíft enda eru þær viðkvæmastar. Hingað til hefur verið miðað við að opna allan völlinn í maíbyrjun en Elsa segir í athugun að opna fyrr að þessu sinni, þar sem tíðarfar hafi verið fremur hagstætt í vetur og völlurinn virðist í góðu ásigkomulagi. „Fyrstu alvörumótin verða þó ekki fyrr en í maí. Það er mikið búið að hringja og bóka rástíma bæði í apríl og maí af fólki ofan af landi, bæði einstaklingar og sérstaklega þó hópar. Fólk á fastalandinu veit að völlurinn hér er alltaf með fyrstu völlum á landinu til að verða klár í spilamennsku og nýtir sér það meðan enn er lokað á öðmm völl- um.“ Elsa segir að þann 15. maí verði farið af stað með nokkuð sérstakt mót sem ber hið undarlega nafn Karlremba. „Jú, þetta er karlamót, eins og nafnið gefur til kynna, svona eins konar mótvægi við Hatta- og kjólamótið sem haldið hefur verið á hverju sumri og er kvennamót. Þarna verða spilaðar 27 holur í liðakeppni þar sem tveir em saman í liði, fyrst níu holur í Texas Scramble, þá níu holur í foursome og svo níu holur í tvímenningi. Það verður gaman að sjá hvemig þetta kemur út, þetta var hugsað sem innanfélagsmót en menn eru þegar byrjaðir að hringja ofan af landi og spyrja hvort þeir megi vera með, þannig að áhuginn virðist vera til staðar," sagði Elsa að lokum Gamall draumur að verða að veruleika -segir Hólmgeir Austfjörð í Topppizzum, sem ásamt eiginkonu sinni hyggst opna nýjan grillstað við Vestmannabrautina í sumar Gamla skóbúðin, að Vestmanna- braut 23, fær brátt nýtt hlutverk því að þau hjón, Hólmgeir Austfjörð og Jóhanna Inga Jónsdóttir, sem rekið hafa pizzustaðinn Topppizzur að Heiðarvegi 10, hafa keypt húsnæðið og ætla að opna þar grillhús í sumar. „Við eram að vinna á fullu í að koma húsnæðinu í stand, fjórir smiðir í vinnu eins og er og væntan- lega bætast svo fleiri iðnaðarmenn í hópinn þegar á líður" sagði Hólm- geir. „Reyndar áttum við von á að þurfa að lagfæra mun meira en raunin hefur verið. Það vora einhverjir sem reyndu að telja okkur ofan af því að kaupa húsið, sögðu þetta ónýtan fúahjall, en annað hefur komið í ljós, húsið er í mjög góðu standi og ekki ein einasta fúaspýta í því. Þetta hefur greinilega verið vel byggt í upphafí." Hólmgeir segir að fyrstu áætlanir hafi miðað að því að opna nýja stað- inn fyrir sjómannadag. „En það er engin pressa á okkur með þá dag- setningu, það hefur allt sinn tíma og við viljum vanda til verka frekar en að fara að opna á einhverjum ákveðnum degi með hlutina hálf- karaða. Það getur því allt eins verið að við opnum eitthvað seinna og við höfum engar áhyggjur af því. Við eram með hinn staðinn, á Heiðar- veginum, í fullum rekstri og verðum alveg þar til við opnum á nýja staðnum. Nýi staðurinn við Vestmanna- brautina verður meira en bara pizzu- staður að sögn Hólmgeirs. „Þetta verður grillhús og allt þar að hafa sem hugurinn gimist. Auðvitað verða pizzumar áfram í boði, í sama gæðaflokki og þær hafa verið hjá okkur hingað til og áfram undir sama nafni, Topppizzur. En sjálfur staðurinn fær nýtt nafn. Reyndar eram við búin að ákveða það en það HÓLMGEIR: Þetta verður grillhús og allt þar að hafa sem hugurinn girnist. Auðvitað verða pizzurnar áfram í boði, í sama gæðaflokki og þær hafa verið hjá okkur hingað til og áfram undir sama nafni, Topppizzur. verður ekki gefið upp fyrr en við opnum, fólk verður bara að bíða í smáspennu eftir því,“ segir Hólm- geir og bætir við að fólk virðist vera spennt fyrir þessu framtaki þeirra. „Ég hef alla vega ekki fengið annað en jákvæð viðbrögð við þessu og við ætlum að sjálfsögðu að reyna að standa undir væntingum. Raunar þarf margt að ganga upp í þessu dæmi og þessa dagana erum við að leita okkur að tækjum og tólum sem þarf fyrir rekstur eins og þennan. Þetta er eitthvað sem ég er búinn að ganga með í maganum, ég held frá því að ég var átta ára gutti, að opna mitt eigið grillhús, og nú má kannski segja að gamall draumur sé að verða að veruleika,“ sagði Hólmgeir að lokum. Lyf og heilsa í Baldurshaga Lyf og heilsa flytja í nýtt versl- unarhúsnæði í Baldurshaga í sumar. Hildur Steingríms- dóttir, lyfjafræðingur, sagði miklu skipta að verslunar- rýmið er tæplcga helmingi stærra en húsnæðið við Strandveg. „Það er meginástæðan fyrir því að við flytjum því það hefur verið heldur þröngt um okkur enda mikið að gera.Við verðum með betra vöruúrval, afgreiðslan stærri og allt rýmra. Eg vonast til þess að við getum flutt í júlí en þori ekki að nefna dagsetningu,“ sagði Hildur en sjö starfsmenn, sumir í hlutastörfum, starfa hjá Lyfjum og heilsu í Vestmannaeyjum. í mörg horn að líta hjá lögreglu í síðustu viku: Tvær lík- amsárásir Það var í mörg horn að líta hjá lögreglu í sl. viku og um páska- helgina, enda töluvert um skemmtanir á skemmtistöðum bæjarins. Nokkuð var um pústra á og við skemmtistaði og vora tvær lík- amsárásir kærðar til lögreglu. Þá var eitthvað um kvartanir vegna hávaða í heimahúsum auk þess sem aðstoða þurfti fólk vegna hinna ýmsu atvika sem upp komu og tengdust ölvunarástandi þess. Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu eftir páskahelgina og var í báðum tilvikum urn minni háttar áverka að ræða. Báðar árásimar áttu sér stað aðfaranótt 3. aprfl sl., önnur í Höllinni þar sem dyravörður var sleginn af gesti staðarins. Hin átti sér stað við heimahús í Áshamri og var árásarmaðurinn handtekinn og fékk gistingu í fangageymslu lögreglustöðvar- innar þar til hann var hæfur til skýrslutöku. Sami aðili mun hafa skemmt bíla fyrir utan sama hús. Verkfærum, bjór og sterku stolið Á miðvikudaginn í síðustu viku var lögreglu tilkynnt um þjófnað á verkfærum og smáhlutum frá Gisithúsinu Hamri. Sama dag var tilkynnt um innbrot á Pizza 67 en þaðan var stolið bjór, sterku áfengi og peningum. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna vora að verki en granur leikur á að einn og hinn sami hafí verið að verki. Biður lögreglan þá sem ein- hverjar upplýsingar hafa um hugsanlega gerendur í þessum tveimur tilvikum að hafa sam- band. Fjórtán brot í umferðinni Alls liggja fyrir 14 kærar vegna brota á umferðarlögum eftir síðustu viku. Þar af voru fjórir stöðvaðir vegna hraðaksturs, fimm fyrir að tala í farsíma í akstri án hand- frjáls búnaðar og einn fyrir að aka án þess að hafa öryggisbeltið spennt. Þá vora tveir drengir stöðvaðir á torfæruhjólum á Fellavegi en báðir voru þeir réttindalausir auk þess sem hjólin vora óskráð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.