Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 „Hún fer ekki mjög mikið af stað fyrr en alveg á síðustu dög- unum,“ segir Snorri Grímsson, útsölustjóri í Vínbúðinni á Ísa- firði, aðspurður um jólasöluna, en undanfarin ár hefur jólabjórinn verið stækkandi þáttur í sölunni í aðdraganda jóla. Salan á honum byrjaði um leið og hann kom í verslanirnar 15. nóvember. Teg- undirnar af jólabjór sem fást í búðinni á Ísafirði eru rétt um tuginn en sumar af þeim eru í fleiri en einni útgáfu. Tegundafjöldi hvort heldur er af bjór eða öðru er mismunandi eftir stærð vínbúðanna. Mest er úrvalið í Reykjavík, í næsta flokki er verslunin á Akureyri en búðin á Ísafirði er kannski í fjórða eða fimmta flokki varðandi stærð og úrval. Áfengissalan breytist þeg- ar líður að áramótunum. „Fyrir jólin sjálf er mikið keypt af mat- arvínum en fyrir áramótin er meira keypt af einhverju sterkara og síðan talsvert af freyðivínum til að skjóta töppunum,“ segir Snorri Grímsson. Smekkur- inn misjafn „Það er ekkert í höfn ennþá,“ segir Daníel Jakobsson, bæjar- stjóri, um málefni sjúkraflutninga á norðanverðum Vestfjörðum, en slökkvilið Ísafjarðarbæjar hefur séð um rekstur sjúkraflutninga fyrir Heilbrigðisstofnun Vest- fjarða á svæðinu. Samningur bæj- arins og heilbrigðisstofnunarinn- ar rennur út um áramót, en bæj- aryfirvöld hafa óskað eftir að hann verði endurskoðaður. Því hafa heilbrigðisyfirvöld hafnað, líkt og víðar. Þannig má nefna óvissu um fyrirkomulag sjúkra- flutninga á höfuðborgarsvæðinu, en Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins hefur nú þegar byrjað að draga úr starfsemi sinni á þessu sviði og að óbreyttu verður sjúkra- flutningamönnum þess sagt upp störfum fljótlega á næsta ári. Fulltrúar Ísafjarðarbæjar, Heil- brigðisstofnunar Vestfjarða og Velferðarráðuneytis funduðu í Reykjavík á föstudag. Daníel segir að þar hafi forsendur bæj- arins verið kynntar fyrir ráðu- neytinu, sem muni taka afstöðu til þess á næstu dögum. Rétt um þrjár vikur eru þar til samningur- inn rennur út. Aðspurður hvort hann telji að unnt verði að ganga frá samningum á þessum tíma segist Daníel standa við það sem hann hefur áður sagt, að hann trúi því að málið klárist. „Það hefur engum verið sagt upp störf- um hjá slökkviliðinu, og þó það sé auðvitað óvissa um áfram- haldið hjá þessum starfsmönnum högum við okkur eins og allt sé óbreytt.“ Þorbjörn Sveinsson, slökkvi- liðsstjóri, tekur í sama streng. „Við erum ekkert að spá í þetta hérna, við bara sinnum þessu. Þegar kemur að þessu verðum við að kyngja því, en við vonum hjartanlega að þetta verði óbreytt ástand. Það er mín skoðun að þetta eigi hvergi heima annars staðar en hér, en það eru aðrir sem ráða því. Hérna verður óbreytt ástand þangað til annað kemur í ljós.“ – herbert@bb.is Óbreytt ástand þangað til annað kemur í ljós Þrjár vikur eru þar til samningur um rekstur sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða rennur út. Enn er óvíst hvað tekur við á nýju ári.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.