Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Af leka og lánum Stakkur hefur ritað viku- lega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoð- anir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vak- ið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrif- um Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Auglýsingasími Bæjarins besta og bb.is er 456 4560 Frumvörpin um jöfnun húshitunarkostnaðar sofna Húshitunarkostnaður á Vest- fjarðakjálkanum er hár eins og oft er kvartað yfir. Kristján Har- aldsson orkubússtjóri var spurður um ástæðurnar fyrir þessu. „Orkureikningar heimila á Vest- fjörðum eru vissulega háir. Það stafar af því að Vestfirðir eru svo illa búnir að náttúrugæðum að við verðum að nota dýran orku- gjafa að stærstum hluta, rafmagn til að hita heimilin okkar. Í sam- anburði við jarðhitavatnið er raf- magnið mjög dýr orkugjafi. Þetta veldur því að húshitunarkostn- aður er sirka tvöfaldur hér á Vest- fjörðum ef við miðum okkur til dæmis við Stór-Reykjavíkur- svæðið. En ef við horfum ein- vörðungu á rafmagnið, sem er Ef við horfum til Vestfjarða, þá eru þeir eitt erfiðasta svæði lands- ins til dreifingar á rafmagni. Við erum bara um sjö þúsund hérna á þessum kjálka og þurfum að fara yfir fjöll og firnindi með línur, við þurfum að hafa dísilvél í hverju þéttbýli. Veður geta verið mjög slæm og línur slitnað og þá er því velt yfir á varaafl þar sem eitthvert fjölmenni er. En þrátt fyrir þetta tekst okkur að halda rafmagnskostnaðinum svipuðum og hann er annars staðar. Það eru aðstæðurnar sem valda háum hitunarkostnaði hér. Orku- búið hefur síðan reynt að beita sér gagnvart ríkisvaldinu með það fyrir augum að fá auknar nið- urgreiðslur til þess að húshitunar- kostnaður landsmanna geti orðið sambærilegur, sama við hvaða aðstæður þeir búa. Orkubúið eitt og sér megnar ekki að jafna þetta en þarna getur og þarna á ríkis- valdið að koma inn með auknum niðurgreiðslum“, segir Kristján. „Það hafa verið flutt frumvörp um auknar niðurgreiðslur sem öll hafa sofnað í nefndum,“ segir Kristján þegar hann er spurður hvernig glíman við ríkisvaldið hafi gengið. „Hins vegar bind ég ennþá vonir við að það verði end- urvakið frumvarp sem sofnaði í fyrra. Ég sé þess þó engin merki í fjárlagafrumvarpinu nýja að það eigi að gera eitthvað meira,“ segir Kristján Haraldsson orkubús- stjóri. – hlynur@bb.is dýr orkugjafi eins og ég sagði, þá erum við þar í samkeppni við önnur fyrirtæki sem eru að afla sér og selja og dreifa rafmagni til heimila. Í þeim samanburði, það er að segja varðandi rafmagnið sjálft, þá er Orkubúið að koma giska vel út,“ segir Kristján. „Í samkeppninni þar sem við erum að selja vöruna sjálfa, raf- magnið, sem hægt er að kaupa af hvaða orkusala sem er á landinu, þar bjóðum við lægsta verð sem auglýst er. Í hinum hlutanum, sem er flutningur og dreifing á rafmagni, erum við fyllilega sam- anburðarhæfir við aðra. Við erum örlítið lægri en Rarik og við erum vel lægri en til dæmis Orkuveita Reykjavíkur þegar um eitthvert verulegt magn er að ræða. Þannig er hægt að segja að hvað raf- magnið varðar hafi Orkubúið náð nokkuð góðum árangri. Það breytir hins vegar ekki þeirri stað- reynd að heildar orkureikningur- inn er hár. Mér finnst mikilvægt að þessar upplýsingar komist til viðskipta- vina okkar. Menn horfa alltaf fyrst á upphæðina, hversu mikið er ég að borga, og eru svo ekkert að greina í sundur hvort þetta eru epli eða appelsínur, eins og sagt er. Bera einfaldlega saman verðið á rafmagninu sem þeir verða að kaupa til að hita húsið sitt og bera síðan saman við hitaveitu- vatnið í Reykjavík. Erfiðleikarnir hjá okkur í hnotskurn eru kannski að reyna að koma þessari vitn- eskju til viðskiptavinanna. Kristján Haraldsson, orkubússtjóri. Mörgum var brugðið þegar upplýst var að svokölluðum síma- skilaboðum eða sms hafði verið lekið á netið eftir innbrot á síður símafyrirtækisins Vodafones, sem nú nefnist Voðafónn með vísan til lekans. Því má velta fyrir sér hver hafi hug á kynferðis- legum skilaboðum milli gifts fólks, jafnvel þótt það sé ekki gift hvort öðru, nú eða milli annarra. Þarna mun ráða mannlegt eðli, enda selur kynlíf jafn vel betur en ofbeldi, sem þó er óhemju vin- sælt. Einhver skilaboðin og vonandi mestur hlutinn hafa verið saklausari, eitthvað um að sækja börn í leikskóla eða kaupa í matinn. Þeim er vorkunn sem hafa unun af því að liggja á gægj- um og þeir hinir sömu liggja undir grun um að hafa ekkert þarfara að gera og eiga því engin ævintýri eða þurfa ekki að kaupa í mat- inn fyrir sjálfa sig eða aðra. Svona í framhjáhlaupi, ekki framhjá- haldi, en það mun hafa verið hluti af lekanum, birtist ný skýring í Fréttablaðinu um daginn á því að kaupa í matinn. Hún var fólgin í því að kaupa ekki mat tilbúinn til neyslu heldur elda sjálfur heima hjá sér. Ekki er að spyrja að blaðamönnum Fréttablaðsins. Vonandi er þetta misskilningur. Lekinn mun hafa verið hvað eftirsóttastur þegar hann snerist um framhjáhald, er fylgt hefur mannkyni lengi og mun gera um ókomna tíð hvað sem trúar- brögðum líður. Lekinn hjá Voðafóni er mikið vandræðamál. Hann dregur athygli að mörgu sem betur má fara hjá símafyrirtækjum og öðrum sem sjá um miðlun og einnig að því að fólk ætti almennt að fara varlega með það er frá því fer á þeim vettvangi. Aðalatrið er lítið og sjald- an. Betra er að nota símann. Meira þarf að hafa fyrir því að hlera en að fletta upp í geymdum skilaboðum, sem reyndar voru geymd of lengi. Ef til vill er pósturinn upp á gamla lagið að koma sterkur inn og þá verða það ekki bara jólakort og rusl sem hann flytur. Talsvert þarf að hafa fyrir því að opna póst þannig að ekki sjáist og lesa hann, þótt enn séu lifandi sérfræðingar í þeirri list austan gamla járntjaldsins. Símafyrirtæki eiga mikið verk fyrir höndum að end- urvekja traust. Það sem vekur mesta athygli er að Voðafóns lekinn hvarf í skugga ráðstafana ríkisstjórnar til að leiðrétta verðtryggð húsnæðis- lán. Hvar voru fjölmiðlar? Þeir hefðu betur varið kröftum í að kanna lekann betur. Varla eiga þeir hagsmuna að gæta. Segja má að lánin hafi bjargað Vodafone frá enn stærra óláni eða stendur okkur Íslendingum á sama um flesta hluti aðra en peninga? Er einkalíf fólks minna virði en peningar? Sé svo er illa fyrir Íslendingum komið.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.