Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 27

Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 27 Lausn á síðustu krossgátu Sudoku þrautir Þjónustuauglýsingar smáar Óska eftir bílskúr á eyrinni á Ísa- firði. Uppl. gefur Bjarni í síma 868 6243. Vestfirðingar skrópa ekki mik- ið við að koma bílum sínum í skoðun, en nýverið var eigendum ökutækja sem eru of seinir í skoð- un send tilkynning. Alls rötuðu 65 slíkar tilkynningar til eigenda á Vestfjörðum, þar af fimmtán á Ísafirði. „Þetta er alls ekki slæm staða, betri en maður átti von á. Það eru alltaf einhverjir sem eru í slæmri aðstöðu, og það getur alltaf eitt- hvað komið upp á, bilaðir bílar og þess háttar. En auðvitað eru einhverjir trassar inn á milli, eins og gengur og gerist. En heimt- urnar eru ekki slæmar hér,“ segir Karl Sigurðsson, sviðsstjóri öku- tækjasviðs hjá Frumherja, en hann er staddur á Ísafirði nú um mundir, en skoðunarstöð félags- ins var valin af handahófi til at- hugunar hjá ytri eftirlitsaðila. 65 seinir í skoð- un á Vestfjörðum Karlmaður á Ísafirði hefur ver- ið ákærður fyrir áfengislagabrot, en honum er gefið að sök að hafa framleitt áfengi á heimili sínu og selt án tilskilinna leyfa, en sam- kvæmt ákærunni er um að ræða yfir hundrað lítra af áfengi í mis- munandi styrkleika. Meirihluti áfengisins var yfir styrkleika létt- víns, og því ljóst að um styrkt áfengi hefur verið að ræða. Í ákærunni kemur einnig fram að við húsleit lögreglu hafi verið lagt hald á talsvert magn af ólög- lega tilbúnu áfengi, ásamt marg- víslegum tilheyrandi tækjabún- aði. Ekki er skýrt hve lengi at- hæfið varði, en það mun hafa náð að minnsta kosti yfir stóran hluta árs 2012. Krafa ákæruvaldsins er að maðurinn verði dæmdir til refs- ingar og greiðslu alls sakarkostn- aðar, en að auki er þess krafist að haldlagður tækjabúnaður og áfengi verði gerð upptæk. Kærður fyrir heimabrugg og sprúttsölu

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.