Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 „Við fengum Teiknistofuna Eik til þess að gera frumhönnun á því hvernig þetta gæti hugsanlega litið út,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri á Ísa- firði um fyrirhugað þjónustuhús við Ísafjarðarhöfn, en þá yrði byrjað á að koma upp aðstöðu fyrir skútufólk. „Hafnarstjórn leist vel á þær hugmyndir sem fram eru komnar. Niðurstaðan varð sú að þetta myndi koma á Olíumúlann gamla. Við áætlum að byrja á þessu að einhverju leyti á næsta ári. Bæjarstjórn er reyndar ekki búin að ganga frá fjárhagsáætlun en við gerum ráð fyrir því að höfnin kosti þetta, allavega er þetta framkvæmd sem ekki er styrkt af hálfu ríkisins. Það er fullur vilji bæði hafnar- stjórnar og bæjarbúa almennt, held ég mætti segja, að búa betur að þjónustu við bæði heimaskútur og aðkomuskútur. Þetta væri hugsanlega fyrsti hlutinn sem byrjað væri á þó að of snemmt sé að tala um hversu mikið það yrði,“ segir Guðmundur. „Það helsta sem knýr á þegar aðkomu skútur koma er að fólk vill komast í bað, vill geta þvegið af sér og þess háttar. Það yrði bara byrjað á þessu. Við sjáum fram á að þurfa að bjarga þessum stað frá hruni. Gamli Olíumúlinn er mannvirki sem er orðið ónýtt en það stendur til að byggja þetta ofan á honum. Þá þurfum við að gera einhverja bragarbót til að reyna að halda þar jarðvegi innan stálþils, sem er ónýtt. Það hefur ekki enn verið farið í neina hönn- unarvinnu hvað það varðar, en það er ýmislegt hægt að gera, svo sem að byggja tréverk utan um. Ein hugmyndin er að fá massífa rafmagnsstaura og reka þarna niður með, það er skemmtileg hugmynd. Við gerum ráð fyrir að geta á næsta ári byrjað að gera eitthvað, en auðvitað er of snemmt að lofa einhverju sem bæjarstjórn hefur ekki ennþá samþykkt,“ segir Guðmundur M. Kristjáns- son hafnarstjóri. Ráðgert að byggja þjón- ustuhús á Olíumúlanum getum innan skólanna til að tryggja að börnin séu orðin flug- læs í lok þriðja bekkjar, og eitt grundvallaratriði í því eru foreldr- arnir. Það er gott að sú umræða verður háværari að skólinn geti ekki einn og sér leyst það mál, heldur verða foreldrarnir að taka þátt í því. Börnin þurfa líka að fá Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur, seg- ist ánægð með að umræða hafi vaknað í kjölfar niðurstaðna PISA-rannsóknarinnar um það hvað sé verið að mæla og hvernig, en eftir sem áður sé greinilegt að auka þurfi áhersluna á læsi. „Við þurfum að gera allt það sem við þau skilaboð að heiman að það sé frábært að vera vel læs, og upplifi ekki sem kvöð að þurfa að setjast niður og lesa. Það á að reyna að gera þetta að skemmti- legum tíma þegar börn lesa fyrir foreldrana, í gegnum grunnskól- ann. Þetta er samstarf foreldra og skóla, og ég vona að okkur takist að fá foreldrana með okkur í að gera átak, sérstaklega í lestri, þar sem allt hefst.“ Soffía segir að erfitt sé að festa fingur á einhverja ákveðna orsök þeirrar þróunar sem orðið hefur á frammistöðu vestfirskra barna í PISA, en þau voru yfir meðaltali í stærðfræði og náttúrufræði þeg- ar þau próf hófust, en undir með- altali í prófinu á síðasta ári. Hún segir þó að ekki verði dregið úr því að áhugi á efninu skipti sköpum. Hún segist þó ekki hafa neinar áhyggjur af þessum niður- stöðum. „Mér finnast íslenskir skólar almennt vera góðir. Það eru ótrúlega margar hliðar á þessu máli, og ég fæ ekkert kast þó svona niðurstöður komi. Það væri vissulega betra að sjá meiri áhuga, og ég dreg enga dul á áhyggjur mínar yfir því að ef barn er ekki vel læst, þá mun það lenda í vandræðum í námi. Þar koma foreldrar og heimilið inn. Það þarf að vekja áhuga barnanna á náminu, og það gerir skólinn ekki einn.“ – herbert@bb.is Áhugi en ekki kvöð Mikilvægt að skoða hvað liggur að baki niðurstöðunum „Við erum eins og allt skóla- fólk að skoða þetta, sérstaklega með lesskilninginn, hvernig hægt er að leggja meiri áherslu á hann,“ segir Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vestur- byggðar, um niðurstöður PISA- rannsóknarinnar, en hún bendir jafnframt á að landsbyggðin komi verr út en höfuðborgarsvæðið í niðurstöðum rannsóknarinnar, sem falli saman við það sem nið- urstöður samræmdra könnunar- prófa bendi til. Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri Grunn- skólans á Ísafirði, segir að unnið sé að því að skoða þessa stöðu í samstarfi við skólayfirvöld en hún hafi ekki svör við því hvað valdi. Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri Skóla- og tómstunda- sviðs Ísafjarðarbæjar, tekur í svipaðan streng. „Við höfum ekki séð neinar niðurstöður fyrir sveitarfélagið en þetta eru niðurstöður fyrir svæðið í heild. Landið allt kemur auðvitað illa út. Við höfum lítið annað að segja en það sem hefur komið fram í fréttum. Ég hef ekki haft tíma til að kafa í niður- stöðurnar. Ráðherra hefur lýst því yfir að þetta verði skoðað. Þættirnir sem þarf að skoða eru ótrúlega margir.“ Sú niðurstaða sem hefur hvað helst valdið vangaveltum á lands- vísu er slök staða drengja í sam- anburði við stúlkur og Margrét segir að mikilvægt sé að komast að því hvernig á því stendur. „Mikilvægt er að komast að því af hverju ekki tekst að virkja strákana. Erum við ekki að hvetja þá nóg, er námsefnið ekki við hæfi? Þetta birtist mjög víða og þó að miklar breytingar hafi verið gerðar á námsfyrirkomulaginu með það í huga að bæta stöðu strákanna er eins og það hafi ekki haft áhrif.“ – herbert@bb.isGrunnskólinn á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.