Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 18

Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Auglýsing um styrki Þeir sem vilja vera vissir um að jólapósturinn skili sér í tæka tíð ættu að fara að merkja við dagsetningar hjá sér, en Íslands- póstur hefur nú gefið út síðustu skiladaga á jólasendingum, en ekki er ábyrgst að pósturinn kom- ist til skila í tæka tíð ef póstlagt er síðar. Stysti fresturinn er fyrir jólapakka sem sendir eru sjóleiðis innan Evrópu, en þeir þurfa að vera komnir í póst á föstudaginn, þann 22. nóvember. Ramminn þrengist svo jafnt og þétt eftir því sem líður á, en þann 10. desember verða almenn- ar sendingar út fyrir Evrópu að vera komnar á pósthús, og allar sendingar út fyrir landið þann 16. desember. Þá verður einnig síðasti frestur til að senda jóla- póstinn með TNT út fyrir álfuna, en tveimur dögum síðar er of seint að koma sendingum út fyrir landsteinana með nokkrum hætti. Þá er síðasti skiladagur fyrir jóla- sendingar innanlands þann 19. desember – en eftir það er alls óvíst að pakkinn skili sér fyrir jól. – herbert@bb.is Síðustu skiladagar póstsins Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mótmælir áformum Íslandspósts um lokun á póstafgreiðslum á Suðureyri og Þingeyri, en um- sóknir félagsins til Póst- og fjar- skiptastofnunar voru sendar til sveitarfélagsins til umsagnar. „Póstþjónusta er hluti af grunn- þjónustu samfélagsins sem standa ber vörð um og tillaga Íslands- pósts mun fela í sér takmarkanir á þjónustu sem veldur óhagræði fyrir íbúana. Einnig er hætt við því að lokun þessara útibúa muni verða til þess að grafa undan öðr- um þjónustustofnunum á svæð- unum,“ segir í bókuninni. Íslandspóstur stefnir að lokun afgreiðslnanna frá og með 1. maí 2014, en frá þeim tíma er ætlunin að veita lögboðna póstþjónustu með póstbílum. Í umsókn Ís- landspósts til Póst- og fjarskipta- stofnunar er tekið fram að þjón- ustan sé sambærileg við þá sem veitt er í sveitum og minni bæjar- félögum, en fyrirhugað fyrir- komulag er nú til staðar á 14 þéttbýlisstöðum á landinu. Ákvörðun um þetta fyrir- komulag var tekin á stjórnarfundi Íslandspósts í byrjun október. Í fundargerð eru taldir upp þeir fjórtán staðir þar sem þessi háttur er hafður á, en á listanum eru meðal annars Bíldudalur og Flat- eyri. „Ekki er annað vitað en að almenn ánægja sé með þessa þjónustu þó að á sumum stöðum hafi íbúar verið mjög ósáttir í byrjun,“ segir einig í fundargerð- inni. Þar segir einnig að ekki hafi fengist lækkun þjónustugjalda sem Íslandspóstur greiðir fyrir rekstur afgreiðslanna, en þær eru reknar í samstarfi við banka- stofnanir á báðum stöðum. Í stað þjónustunnar sem nú er veitt á Suðureyri og Þingeyri verður póstdreifingu á þessum stöðum bætt við þá sem þegar annast þjónustu annars staðar, en póstbíll sem annast þjónustu á Flateyri mun einnig sinna henni á Suðureyri. Þá verður almennri póstþjónustu á Þingeyri bætt við landpóst. – herbert@bb.is Mótmæla lokun póstafgreiðslna „Við getum verið ágætlega sátt við þróunina í rekstri sveitarfé- lagsins. Við gerum ráð fyrir mjög viðunandi afkomu og góðri fram- legð til að standa straum af fjár- magnskostnaði þrátt fyrir að auknum fjármunum sé veitt til að styrkja menningar-, félags- og íþróttastarf,“ segir Elías Jóna- tansson, bæjarstjóri í Bolungar- vík, aðspurður um ganginn í gerð fjárhagsáætlunar fyrir bæjarfé- lagið. „Þá er ánægjulegt að reiknað er með að opna nýtt hjúkrunar- heimili á árinu, en í fjárhagsáætl- un er gert ráð fyrir 159 milljónum króna í þá framkvæmd. Auk þess er reiknað með að setja ríflega 20 milljónir í meiri háttar við- haldsverkefni. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að fjárfestingar í öðru en hjúkrunarheimilinu verði 50 milljónir króna,“ segir bæjar- stjóri. Fjárhagsáætlun ásamt gjald- skrám fyrir Bolungarvíkurkaup- stað fjárhagsárið 2014 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjar- stjórn á síðasta fundi. Þar flutti bæjarstjóri jafnframt ítarlega stefnuræðu með fjárhagsáætlun- inni þar sem gerð er grein fyrir einstökum málaflokkum. „Auðvitað byggir afkoma bæj- arfélagsins samt alltaf á því til lengri tíma litið, að vel gangi í atvinnulífinu og næg atvinna sé fyrir íbúana. Við vonum að sú jákvæða þróun í formi nýrra at- vinnutækifæra sem hér hafa verið að líta dagsins ljós, bæði í sjáv- arútvegi og öðrum greinum, haldi áfram,“ segir Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaup- staðar. – hlynur@bb.is Aukið fé til félagsstarfs Bókin Þjóðlegar hnallþórur eftir þær Guðfinnu Hreiðasdóttur og Jónu Símoníu Bjarnadóttur á Ísafirði er komin út. Upphaflega stóð til að bókin kæmi út eftir áramót en ákveðið var að flýta útgáfunni. „Við ákváðum að reyna að drífa þetta af fyrir jólin og svona rétt höfðum það því bókin er væntanleg seinna í vik- unni. Þetta eru uppskriftir af tólf tertum, allar klassískar og vel- þekktar á veisluborðum Íslend- inga undanfarna áratugi,“ segja þær. Aðspurðar hvernig þær hafi valið úr öllum þeim fjölmörgu hnallþórum sem komu til greina segjast þær hafa listað upp allar þær tertur sem þær hafi munað eftir og valið síðan úr þær sem tiltölulega einfalt er að gera. „Það sýnir sig líka að einföld- ustu terturnar eru yfirleitt bestar. Bakstrinum skiptum við á milli okkar og svo var nánast bakað á hverjum degi. Starfsfólkið á Gamla sjúkrahúsinu fékk það hlutverk að borða terturnar og óhætt að segja að undir það síð- asta hafi sumir verið búnir að fá nóg af tertuáti.“ Eins og margir vita gáfu þær stöllur út fyrstu bók sína fyrir um ári en hún ber heitið Þjóðlegt með kaffinu. Bók- in hefur selst afar vel og verið þýdd yfir á fjögur tungumál. Þær eru með fésbókarsíðu sem ber saman nafn og fyrsta bókin og þar má sjá myndir af nokkrum þeirra hnallþóra sem eru í næstu bók. Þar er einnig að finna upp- skriftir og myndir af ýmsu öðru þjóðlegu bakkelsi og myndir og upplýsingar um antík postulín. – harpa@bb.is Þjóðlegar hnallþórur Konfektkökuna er algengt að sjá á veisluborðum Íslendinga. Mynd: GMH. Margir sem vilja engan annan ilm Hugrún Kristinsdóttir, sem stendur að framleiðslu True Viking kölnarvatns og rakspíra ásamt manni sínum, Gunnari Gauki Magnússyni, segir að salan hafi verið sambærileg við síðasta ár, þar sem af er. Búast má við að salan taki kipp nú fyrir jól. „Þetta er náttúrulega mest gjafavara, fyrir jólagjafir og afmælisgjafir, en það eru líka ýmsir sem vilja bara þenn- an ilm, svona eins og gengur og gerist þegar menn hafa fund- ið sér eitthvað ákveðið sem hentar.“ Hugrún segir að hluti af ástæðunni fyrir því að ýmsir kjósi True Viking fram yfir annan ilm sé að ekki sé notaður iðnaðarspíri við framleiðslu True Viking, sem hafi meðal annars þau áhrif að draga úr hættu á ofnæmisviðbrögðum. Snyrtivörur True Viking eru fáanlegar í ýmsum verslunum hér á svæðinu, en auk þess er hægt að panta þær í gegnum vefverslun þar sem meðal ann- ars er boðið upp á sérstök jóla- tilboð. – herbert@bb.is Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um mál- efni fatlaðs fólks, með síðari breytingum. Byggðasamlaginu er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greidd- ur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endur- hæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri, styrk til verkfæra og tækja- kaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálf- stæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðum að skapa sér atvinnu. Umsóknarfrestur er til 3. janúar 2014 og skulu umsóknir berast til félagsþjónustu lögheimil- issveitarfélags.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.