Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 22

Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Sælkerar vikunnar eru Hrund Sæmundsdóttir og Ólafur S. Kristjánsson á Ísafirði Kjúklingabringur í sinnepssósu Ég ætla að bjóða upp á ein- falda og góðan kjúklingarétt og dýrindis desertskál sem svíkur engan. Njótið. Kjúklingabringur í sinnepssósu (fyrir 4) 2 msk ólífuolía 4 kjúklingabringur 250 gr. sveppir, sneiddir 2 skallottulaukar, fínsaxaðir 2 hvítlauksrif, marin 3,5 dl vatn 1 teningur kjúklingakraftur 1.5 dl rjómi 2 msk Dijon sinnep 1 1/2 tsk Estragon, þurrkað Salt og pipar Hitið ein msk af ólífuolíu á pönnu og steikið bringurnar við meðalhita þar til þær hafa brúnast í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Setjið þær síðan til hliðar. Ein matskeið af olíu sett á pönnuna og svepp- irnir steiktir þar til þeir hafa brún- ast. Þá er skallottulauknum og hvítlauknum bætt út í og þeir steiktir saman. Vatni og kjúkl- ingakrafti hellt út í. Þegar suðan kemur upp er hitinn undir pönn- unni lækkaður og rjóma bætt við. Suðunni er leyft að koma hægt upp og látið malla þar til vökvinn hefur soðið niður um helming. Estragonog sinnepi bætt saman við, smakkað til með salti og pipar. Kjúklingabringurnar látnar út í pönnuna og látið malla í sósunni í 4-5 mínútur. Borið fram með salati og hrísgrjónum. Í eftirrétt er desertskál sem er alltaf vinsæl Dýrindis desertskál ½ líter rjómi 1 dós perur 1 stk Rís-marengsbotn 3 stk snickers Jarðaber Nóakropp Marengsbotn mulin, perur stappaðar og Snickers brytjað, öllu blandað saman í skál. Rjóm- inn þeyttur og blandaður saman við. Skálin sett í frysti. Tekin út c.a einum tíma áður en hún verður borin fram. Skreytt með jarða- berjum og Nóakroppi. Við skorum á Lindu Mar- gréti Sigurðardóttur og Andra Rafn að vera næstu sælkerar. Elín Sveinsdóttir frá Ísafirði leggur stund á nám í leiklist við Lista- háskólann í Wor- cester. Hún á eitt ár eftir af þremur. Heima að heiman Minn miðbær... Eftir tuttugu mínútna göngu frá húsinu mínu og yfir ána er miðbærinn minn. Hérna er hægt að finna allt mögulegt. Til dæmis hina víðfrægu fatabúð Primark á tveimur hæðum ásamt fleirum góðum. Á góðum degi er ekkert betra en að rölta í bæinn með vinkonunum, kíkja í búðir, út að borða, í bíó - já eða út á lífið. Regnhlífin er oft á lofti hins vegar þar sem að rigningin lætur oft sjá sig á veturna í Englandi. Minn Edinborgarsalur... Skólinn minn er mjög heppilega í göngufjarlægð frá göt- unni sem ég bý við, svo nálægt að ég get rúllað mér fram úr rúminu, burstað tennur og verið mætt á innan við tíu mín- útum. Hérna má sjá stúdíóið í skólanum mínum þar sem flest allar kennslustundirnar, leikæfingar og sýningar fara fram. Þarna inni hef ég eytt ansi mörgum strembnum klukkutímum við æfingar fyrir ýmis verkefni, verkleg próf á sviði og fleira til. Minn bumbuhringur... Það tekur mig um tíu mínútur að komast í bumbuhringinn minn í Englandi. Ef að ekki rignir og ég er í stuði á ég til að skottast niður á veðhlaupabraut og skokka hringinn rétt eins og hross. Skokkið tekur mig um það bil klukkutíma og getur verið ansi hressandi bæting við daginn. Þarna með- fram er stór og mikil á og mörg tré - þannig ekki skemmir útsýnið fyrir í brokkinu. Mitt Gamla sjúkrahús (bæjarbókasafnið)... Mörgum Worcester-búum til mikillar undrunar var þessari gullnu byggingu skellt innan um múrsteina-þemað í mið- bænum. Þetta er mitt bæjar- og skólabókasafn. Það getur verið ansi strembið að finna bækur sem maður leitar að enda bókasafnið sjálft ansi stórt. Einnig hefur verið sett upp aðstaða fyrir nemendur í leiklist til að undirbúa sín verk og annað. Þess má til gamans geta að áður fyrr stóð þarna bygging sem að var sjúkrahús á seinni heimstyrjöldinni. Þannig í raun get ég kallað þetta Gamla sjúkrahúsið, rétt eins og heima. Mitt Sundstræti... Eins og margir vita er múrsteinninn ansi vinsæll í Englandi. Hérna má sjá götuna sem að ég bý í, Oldbury Road. Við leigjum saman fimm stelpur þannig að það er alltaf fjör á okkur. Hérna hafa verið ófáar leikæfingarnar í bakgarðinum.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.