Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 25

Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 25 ðurinn skrifar bækur sem jálfum þykja áhugaverðar les hljóðaljóð og performansljóð og hef farið víða, ekki bara í Evrópu heldur var ég til dæmis nýlega í Brasilíu. Sums staðar hef ég verið í „lengri“ verkefnum, það er þá vika hér og vika þar, til dæmis kenndi ég ritlist í Biskops Arnö í Svíþjóð og vann með leik- hóp að sýningu á ljóðum mínum í Bonn í Þýskalandi. Ég var líka viku í Wales en þá þvældumst við um á milli smábæja og gistum á ólíkum stöðum. Ég veit ekki hvað er um það að segja svo sem – þetta er hark og ég geri þetta ekki síst vegna þess að ég er alltaf blankur. En svo er þetta líka skemmtilegt og þreyt- andi, ég sveiflast alltaf á milli þess að finnast þetta æðislegt og vera bara ægilega þreyttur á flakkinu. Mér finnst þetta ein- hvern veginn alltaf jafn óraun- verulegt þegar ég er að skipu- leggja þessar ferðir, finnst ein- hvern veginn alltaf eins og ég muni mæta á flugvöllinn og í ljós komi að það hafði ekki verið bókaður neinn flugmiði, eða þá ég sofi yfir mig og missi af einu flugi og þá er ég náttúrulega strand á öll hin flugin líka. Ég hef bara einu sinni lent í smá- vægilegum vandræðum og það var á síðasta leggnum áður en ég kom heim.“ Stóð þarna eins og bjáni drukkinn um miðja nótt „Þá var ég í Svíþjóð og byrjaði á því að taka strætó út á lestarstöð. Rétt missti af fyrsta strætó, náði næsta sem flutti mig á lestar- stöðina akkúrat á því augnabliki sem lestin var að fara. Ég bein- línis kom hlaupandi út úr strætón- um og náði 40 metra af 60 áður en hún tók af stað. Þá varð ég að bíða í sex tíma eftir næstu lest, sem var svo þremur tímum lengur til Osló en ráðgert hafði verið. Þar var ég að sýna ljóðateikni- myndir og þurfti að stökkva beint upp í leigubíl og keyra í leikhúsið til að ná sýningunni – með bak- pokann og allt draslið með mér, tveggja mánaða skammt af far- angri. Eftir sýninguna hékk ég svo á barnum með fólkinu þarna og kom ekki heim á hótel fyrr en klukkan var að verða þrjú. Þá kom í ljós að gleymst hafði að bóka hótelherbergið mitt. Ég stóð þarna eins og bjáni, drukkinn um miðja nótt eitthvað röflandi „but I am with the festival ...“ – það reddaðist svo þegar ég lét nætur- vörðinn hafa kreditkortið mitt í pant. Ég þekki náttúrulega þennan bransa, ég var næturvörður í tvö ár á Hótel Ísafirði – það er erfitt að ætla að hleypa ókunnugum, drukknum manni upp á herbergi um miðja nótt án þess að á bak við það séu neinir pappírar. Mað- ur verður dálítið uppleystur af því að vera aldrei heima hjá sér. Ég flutti aftur heim í Ölduna í nóvember í fyrra en síðan í júlí hef ég bara verið hérna tíu daga. Það stendur reyndar til bóta. Nú eru engin svona ferðalög bókuð fyrr en í maí, og þótt það geti breyst, þá eru þessir mánuðir, desember fram í mars, yfirleitt frekar dauðir í þessum bransa. Hátíðavertíðarnar eru mest á vorin og haustin.“ Berst fyrir rétt- indum rithöfunda Eiríkur hefur undanfarin miss- eri verið hávær hvað varðar rétt- indamál rithöfunda. Til dæmis einn af fáum sem þorðu að mót- mæla nýjum og lækkuðum samn- ingum útgefenda. Hvernig hafa viðbrögðin við því verið? „Viðbrögðin hafa verið bæði góð og slæm. Það er verið að lækka prósentuna sem við fáum fyrir kiljuna og sá samningur var einfaldlega samþykktur af félags- fundi í Rithöfundasambandinu. Reyndar frekar fámennum, en samt, það gildir víst. Ég skil samt ekki hvers vegna stéttarfélag gengur að kröfu útgefanda um lækkuð laun – ég átta mig ekki á því hvernig það gerist þótt það hafi margoft verið útskýrt fyrir mér. Að útgefendur hafi bara bor- ið sig svona illa. En ég á bágt með að trúa því að þeir hafi það verra en höfundarnir sem oft ná varla að kreista nema ein mánað- arlaun út úr hverri bók – sem tekur kannski fjögur ár að skrifa. Auk þess var prósentan hækkuð á þá sem hafa hæstu launin, þá sem fara yfir 7000 seld eintök, sem er margföld metsala. Ég held að margir sjái eftir því að hafa samþykkt og enn fleiri sjái eftir því að hafa ekki mætt – það er samt oft talað um að við eigum bara að bíða og sjá, bíða eftir að það sé komin „reynsla“ af einhverju, eins og kiljuútgáfa sé eitthvað glænýtt og ófyrirsjá- anlegt fyrirbæri. Það er talsverður ótti í sambandinu við klofning – það hefur einu sinni klofnað og þá voru víst mikil illindi. Og æ síðan fær maður á tilfinninguna að það vilji bara allir hafa alla góða og fólk byrji að súpa hveljur strax og einhver gerir sig líklegan til að rugga bátnum hið minnsta. Ungu höfundarnir sem lenda mest í þessari lækkun – þeir sem frumútgefa í kilju – eru skiljan- lega tilbúnir að taka slaginn. En mér finnst eins og margir hinna eldri séu reiðubúnir að gera það í orði en ekki í borði – reiðubúnir að skilja kröfurnar og hrópa slag- orð um samstöðu en skilji alltaf bakdyrnar eftir opnar ef þeir skyldu þurfa að flýja úr slagnum. Og það er líka alveg skiljanlegt, það nennir enginn að ómaka sig mikið fyrir hagsmuni annarra. En vonandi er það samt misskiln- ingur. Ég held að margir þeirra sem hafa ekki verið virkir í sam- bandinu ætli að verða virkari og vonandi ganga líka yngri höf- undarnir í sambandið við fyrsta tækifæri.“ – Hvað tekur við hjá þér núna? „Ég er með alltof margar bæk- ur í smíðum og kominn alltof stutt inn í þær allar. Ég þarf eigin- lega helst að fara að henda ein- hverju af þeim svo ég geti einbeitt mér að hinum. Ég er til dæmis að skrifa bók um plokkfisk – ein- hvers konar framúrstefnulega matreiðslubók.“ Hvernig er að vera bæjarlistamaður? „Ég er enn að venjast tilhugs- uninni. Ég er auðvitað mikill Ís- firðingur, svo mikill að ég skammast mín oft niður í tær fyrir rembuna sem getur gripið mig, og gaman að fá að vera spámaður í eigin heimabyggð og það allt saman – kannski engin viðurkenning sætari, þegar öllu er á botninn hvolft. En ég er líka viðkvæmastur fyrir minni eigin heimabyggð, feimnastur og mest inn í mig. Ég hef sem dæmi ekki oft lesið upp hérna og þegar það hefur gerst er ég hvergi meira nervus. Ég veit ekki alveg hvað það hefur með að gera, kannski er maður eitthvað berskjaldaðri hérna. Hégómagjarnari því það sést alls staðar til manns. En þetta er auðvitað mikill heiður, peningarnir skipta mig svo sannarlega máli, ég skamm- ast mín ekkert fyrir það – og umfram allt annað gott að bæjar- félagið skuli sjá sér fært að halda þessu til streitu og vonandi verður svo áfram. Án menningar er ekk- ert nema strit og slor í samfélag- inu. Og ekki misskilja mig, strit og slor eru ágæt, sérstaklega strit, en maður verður samt að fá frið fyrir þeim annað veifið. Maður þarf líka hugarró og maður þarf fegurð og heila heima af brjálæði sem eru ekki manns eigið brjá- læði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.