Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620 Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560 Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.is Ábyrgðarmenn: Halldór Sveinbjörnsson, Sigurjón J. Sigurðsson. Blaðamenn: Harpa Oddbjörnsdóttir, 846 7487, harpa@bb.is Herbert Snorrason, 846-3971, herbert@bb.is Auglýsingar: Halldór Sveinbjörnsson, 894 6125, halldor@bb.is Prentvinnsla: Litróf ehf. Upplag: 2.200 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði ISSN 1670-021X Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Ritstjórnargrein Misheppnuð einkavæðing Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Alls svöruðu 519. Vel sögðu 283 eða 55% Illa sögðu 236 eða 45% Hvernig líst þér á skuldalækkunaraðgerðir ríkistjórnarinnar? Spurning vikunnar Albertína F. Elíasdóttir forseti bæjarstjórnar og Eiríkur Örn Norðdahl. Bæjarlistamaðurinn þekktastur fyrir Illsku Rithöfundurinn og ljóðskáldið Eiríkur Örn Norðdahl var á föstu- dag útnefndur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar við athöfn í Safna- húsinu á Ísafirði. Óskað var eftir tilnefningum til bæjarlistamanns í byrjun október, en að því loknu valdi bæjarráð úr tilnefningun- um. Meðal þess sem bæjarlista- maður þarf til að bera er að hafa búið í Ísafjarðarbæ hið minnsta í tvö ár. Eiríkur uppfyllir það með glæsibrag, en hann er uppalinn á Ísafirði. Eiríkur hefur gefið út fjórar skáldsögur og ófáar ljóðabækur. Meðal ljóða hans má finna svo- nefnd hljóðaljóð þar sem það eru ekki aðeins orðin sjálf, heldur ekki síður flutningurinn sem skiptir máli. Skáldsögur Eiríks hafa fallið í góðan jarðveg, en fyrir þá nýjustu, Illsku, hlaut Ei- ríkur Íslensku bókmenntaverð- launin 2012. Nýlega var einnig tilkynnt að Eiríkur hefði verið tilnefndur til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs fyrir Ill- sku. „Það er von bæjaryfirvalda í Ísafjarðarbæ að þessi viðurkenn- ing verði Eiríki hvatning til að vinna áfram að list sinni, sjálfum sér og samborgurum hans til heilla,“ sagði Albertína F. Elías- dóttir, forseti bæjarstjórnar, við útnefninguna sem fram fór í Safnahúsinu á Ísafirði. – herbert@bb.is Eiríkur Örn ásamt foreldrum sínum, Hrafni Norðdahl og Herdísi Hübner. Kirkjugarðar Ísafjarðar eru farnir að lýsast upp, en algengt er að upplýstir krossar séu settir upp á leiðum á aðventunni. Raf- magnstenglar fyrir krossana voru settir upp í síðustu viku, og að sögn kirkjugarðsvarðar eru nú þegar fjölmargir komnir upp. Ekki er við öðru að búast en að þeim fjölgi. Þrír kirkjugarðar eru tengdir Ísafjarðarkirkju, en það eru Eyrarkirkjugarður, Hnífs- dalskirkjugarður og Réttarholts- kirkjugarður. Mikil umferð er í kirkjugarð- ana um jólin, en algengt er að fjöl- skyldur geri sér ferð í garðana til að minnast látinna ástvina, og bæti þá lifandi ljósum við þau rafrænu. Þessar heimsóknir eru fyrir mörgum mikilvægur hluti jólahefðanna, og skiptir þá oft litlu máli hvernig viðrar – þó vissu- lega hafi það áhrif á fjölda heimsókna Ljósakrossar komnir upp Einkavæðing póstþjónustunnar á Íslandi voru mistök. Póstdreifi- kerfinu á landsbyggðinni er vel lýst í einni af vísum Jónasar Hallgríms- sonar um veðrið, þar sem hann eftir nokkrar vangaveltur kemst að nið- urstöðu: ,,það er svo sem ekki neitt.“ Segja má að frá því einkavæðing póstþjónustunnar var innleidd hafi leiðin verið á einn veg: linnulaus samdráttur. Hist og her um landið hefur póstafgreiðslum verið lokað; rekstrinum sumstaðar holað niður, eins og hverjum öðrum hreppsómaga, hjá öðrum fyrirtækjum, svo sem bankaútibúum og sparisjóðum, þar sem svo vildi til, að voru enn til staðar. Um þá fyrri tíma harðsnúnu stétt, landpóstana, sem lögðu líf og limi í hættu við að koma sendibréfum, og þá ekki síst skjölum embættis- manna, landshorna á milli, má víða lesa, enda svaðilfarir þeirra orðið rithöfundum yrkisefni. Nú mun ætlunin að endurvekja landpóstinn, ef svo má orða, þótt með öðrum hætti sé þar sem fararskjótinn verður ekki ferfætlingur af holdi og blóði, heldur fjórhjóla blikkdós: póstbíll mun snattast húsa á milli í dreifbýlinu eftir bréfum sem síðan verða send til Reykjavíkur til sorteringar, áður en þau verða borin út, hvar svo sem heimavöllurinn kann að vera. Nútíma tækni hefur dregið stórlega úr bréfasendinum. SMS-ið hefur tekið yfir, sem kunngert hefur verið með eftirminnilegum hætti. Það breytir því ekki að póstþjónusta þarf að vera til staðar. Stjórnvöld, sem státa sig af því að vilja viðhalda byggð sem víðast á landinu, verða að átta sig á að til að slíkt gangi eftir verða ýmsar grunnstoðir nútíma sam- félaga að vera til staðar. Rök Íslandspósts fyrir því að ekki séu við- skiptalegar forsendur fyrir því að starfrækja póstafgreiðslur á tilteknum stöðum, með öðrum orðum að atvinnureksturinn sé ekki gróðavænlegur og því verði að skella í lás, ganga ekki upp. Fólkið þarf á póstinum að halda, hvað sem afkomu Íslandspósts líður. Það er yfirstjórnar samfé- lagsins, ríkisvaldsins, að tryggja að það gangi eftir. Póstur og sími voru lengst af eitt og sama hugtakið, sami grautur í sömu skál. Sú skilgreining er ekki lengur fyrir hendi. Símafyrirtækjunum virðast lítil takmörk sett, enda síminn orðinn helsta leikfang fólks, að segja má frá vöggu til grafar. Annað gildir um póstinn. Einkavæðing póstsins átti ekki rétt á sér. Pósturinn er ein af þeim stofnunum sem ekki verður komist hjá að verði ríkisrekin að meira eða minna leyti. Afstaða Íslandspósts er skiljanleg. Dæmið gengur bara ekki upp gagnvart íbúum dreifbýlisins. Ríkisvaldið verður að gera það upp við sig hvort halda á uppi póst- þjónustu við íbúa landsbyggðarinnar. Ævintýrið um einkavæðingu póstsins er komið út í mýri líkt og kötturinn forðum með uppsett stýri. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.