Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Harður árekstur varð á milli tveggja bíla á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á mánudagskvöld og voru bílstjórar beggja bílanna fluttir á Heilbrigðisstofnun Vest- fjarða til aðhlynningar en hvor- ugur þeirra reyndist þó alvarlega slasaður. Skemmdust bílarnir mikið og voru fjarlægðir af vett- vangi með kranabíl. Áreksturinn er rakinn til töluverðar hálku. Sama dag hafnaði bíll úti í sjó í Súgandafirði þegar bílstjóri missti stjórn á bílnum. Var öku- maðurinn fluttur á sjúkrahús en meiðsli hans eru ekki talin al- varleg. Hann var einn í bifreiðinni sem er mikið skemmd eftir óhappið. – harpa@bb.is Harður árekstur á Skutulsfjarðarbraut Oddvitar framboðanna þriggja sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafa ekki ákveðið hvort þeir gefi kost á sér áfram í kosningunum í vor eða eru ekki reiðubúnir að greina frá því opin- berlega að svo stöddu. Þetta kom fram þegar rætt var við þau Al- bertínu Friðbjörgu Elíasdóttur (Framsóknarflokki), Sigurð Pét- ursson (Í-lista) og Gísla Halldór Halldórsson (Sjálfstæðisflokki) þegar rætt var við þau fyrir síð- ustu helgi. „Ég er ekki tilbúinn að gefa yfirlýsingu um þetta mál strax en geri það mjög fljótlega. Það verð- ur aðalfundur í Samfylkingarfé- laginu hér í næstu viku. Mér þykir rétt að láta félaga mína vita af þessu fyrst,“ sagði Sigurður. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það. Tel mjög líklegt að ég muni endurmeta stöðu mína,“ sagði Gísli Halldór. „Ég verð að viðurkenna að ég er hreinlega ekki alveg búin að gera upp við mig hvað ég vil gera í vor. Þetta hefur verið ákaflega skemmtilegur og lærdómsríkur tími, en hann hefur líka verið erfiður og mörg erfið mál sem við höfum þurft að fara í gegnum, mikill niðurskurður sem hefur þurft að fara í og miklar breyt- ingar, sem er alltaf erfitt. Ég hef metnað fyrir að starfa fyrir sveitarfélagið mitt, sem og Vest- firði, en þetta er auðvitað ákvörð- un sem maður tekur ekki einn,“ sagði Albertína Friðbjörg. Meirihlutann í bæjarstjórn Ísa- fjarðarbæjar skipa Framsóknar- flokkur með einn bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur með fjóra. Í minnihlutanum er Í-listinn með fjóra bæjarfulltrúa. – hlynur@bb.is Óvissa um framhald hjá oddvitunum Ekki amalegt að vera spámaður í eigin föðurlandi „Ég er auðvitað afskaplega glaður,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur og nýskipaður bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar, en hann var útnefndur sem slíkur á föstu- dag. Hann segist varla gera annað en svara hamingjuósk- um þessa dagana, en nýverið var tilkynnt að Eiríkur hefði verið tilnefndur til bók- menntaverðlauna Norður- landaráðs fyrir skáldsöguna Illsku. Hann hafði áður hlotið Íslensku bókmenntaverð- launin 2012 fyrir söguna, auk þess sem hún var valin besta íslenska skáldsaga ársins 2012 af starfsfólki bóka- verslana. „Ég hafði orð á því við einhvern að þetta væri orðin svo mikil upphefð að ég væri farinn að fylgjast sér- staklega vel með til að geta síðar meir svarað spurning- unni ‚hvenær fór að halla undan fæti?‘ Það er auðvitað ekki amalegt að fá að vera spámaður í eigin föðurlandi, en það er svolítið skrítið hvernig þetta gerist allt í einu, öll þessi verðlaunahríð síðasta árið. Þetta var ekki alltaf svona mikill glamúr, og ég reikna ekki með að það verði það alltaf áfram.“ Eiríkur hefur gefið út fjór- ar skáldsögur, en Illska er nýjust þeirra. Eiríkur hefur einnig gefið út ljóðabækur. Auk verðlaunanna hefur Eiríkur haft tilefni til að fagna þýðingarsamningum, en Illska hefur verið þýdd á þýsku, sænsku og frönsku. Einnig hefur verið unnin þýðing á dönsku fyrir Norðurlandaráð, en ekki hefur verið gengið frá útgáfu hennar. „Norðurlandaráð lét gera þýðinguna svo dóm- nefndin geti ákveðið sig. Síðan er bara eftir að koma henni á gott heimili.“ Eiríkur Örn Norðdahl, bæjarlistamaður, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar, takast í hendur við útnefningu Eiríks.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.