Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Markaðs- og einka- leyfi í Bandaríkjunum Líftæknifyrirtækið Kerecis á Ísafirði er komið með bæði mark- aðsleyfi og einkaleyfi í Banda- ríkjunum á þorskroði sem notað er til að græða þrálát sár. Guð- mundur Sigurjónsson framkvæm- dastjóri fyrirtækisins, segir í sam- tali við RÚV, leyfin skapa mikla möguleika. „Þetta þýðir að við getum hafið viðræður við mögu- lega dreifingaraðila í Bandaríkj- unum, og staða okkar er sterkari í viðræðunum við þá vegna þess að það er engin önnur vara sem getur komið beint í staðinn fyrir okkar, út af einkaleyfunum,” Guðmundur. Kerecis finnur fyrir áhuga vest- anhafs en fyrirtækið hyggst þó stíga varlega til jarðar og finna réttu fyrirtækin til að vinna með. Fjármögnun til næstu ára er að ljúka og framleiðslan á eftir að auk- ast á næstu árum að sögn Guð- mundar. „Því miður er staðan sú í Bandaríkjunum að þar er sykur- sýki gríðarlega algeng, það er 20 prósent algengni á sykursýki, það eru 100.000 manns sem eru af- limuð á hverju ári út af sykursýki, þannig að það er skortur á betri úrræðum fyrir þrálát sár sem sykursjúkir fá á fæturna.” Kerecis hefur varið hundruð- um milljóna síðustu ár til að þróa lækningavöruna sem nú þegar er seld á Íslandi, í Evrópu og í Mið- austurlöndum, og nú næst í Bandaríkjunum þar sem fyrirtæk- ið er komið með markaðsleyfi og einkaleyfi næstu 18 til 20 árin. – harpa@bb.is Vilja upplýsingar um auðar íbúðir Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur óskað eftir upplýsingum um fjölda eigna bankanna í sveitarfélaginu, og hversu margar þeirra séu í útleigu. Einnig spyr bæjarráð hvort bankarnir hafi mótað stefnu um leigu- og söluverð, og hver hún þá sé. Spurningarnar koma fram í fundarbókun bæjarráðs, en þeim er beint til Íbúðalána- sjóðs, Landsbankans, Íslands- banka, Arion banka, og Spari- sjóðs Bolungarvíkur. „Bæjarráði Ísafjarðarbæjar hafa borist ábendingar frá íbúum sveitarfélagsins um að íbúðir í eigu fjármálastofnana í sveitarfé- laginu standi auðar og séu ekki boðnar til leigu, þrátt fyrir skort á leiguhúsnæði. Í einhverjum til- fellum hefur verið samþykkt leiga en þá sett upp leiga sem ekki er í neinu samræmi við leigu- verð á svæðinu. Það sama virðist vera uppi á borðinu þegar kemur að sölu þessara sömu íbúða, of hátt söluverð sett á húsnæði sem svo verður til þess að eignirnar standa auðar og jafnvel í ein- hverjum tilfellum óhitaðar og liggja þannig undir skemmdum,“ segir í bókuninni. Sendiherra Finnlands á Íslandi, Irma Ertman, heimsótti Bolung- arvík á dögunum til að afhenda Einari Jónatanssyni ræðismanni Finnlands orðu, The Order of The Lion, 1. Class“, sem forseti Finn- lands veitti Einari en hann hefur verið ræðismaður fyrir Vestfirði frá 2002. Hann var sæmdur orð- unni í maí þegar forseti Finnland kom í opinbera heimsókn til Ís- lands. Einari voru færðar árnað- aróskir og þakkir frá finnska sendiráðinu og er það von þeirra að hann haldi áfram sem ræðis- maður þeirra um ókomin ár. Í heimsókn sendiherrans var farið í nokkur fyrirtæki og stofn- anir í Bolungarvík og á Ísafirði, t.d. bæjarskrifstofuna í Bolungar- vík, Einarshúsið, nýsköpunarfyr- irtækið Kerecis og Edinborgar- húsið. – harpa@bb.is Sendiherra Finn- lands í Bolungarvík

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.