Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 AUGLÝSING UM DEILISKIPULAG - INGJALDSSANDR ÍSAFJARÐARBÆ Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur þann 17. október 2013, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag í landi Álfadals og Hrauns á Ingjaldssandi, Ísafjarðarbæ. Um er að ræða 4 svæði fyrir frístunda- byggð, í landi Álfadals og Hrauns, svæðin eru staðsett á Ingjaldssandi í Ísafjarðarbæ. Í landi Hrauns, (svæði merkt F29 og F30). Á hvoru svæði fyrir sig er heimilt að byggja fjögur frístundahús, samanlagt byggingarmagn á lóð má vera að hámarki 150 m². Hámarksstærð gestahúss eða geymslu er 35 m². Í landi Álfadals, (svæði merkt F31 og F32). Á hvoru svæði fyrir sig er heimilt að byggja fjögur frístundahús, samanlagt byggingarmagn á lóð má vera að hámarki 150 m². Hámarksstærð gestahúss eða geymslu er 35 m². Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði og á heimasíðu Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is frá og með 12. desember 2013 til og með 23. janúar 2013. Þeim sem telja sig eiga hags- muna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulags- tillöguna. Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Stjórn- sýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði eigi síðar en 23. janúar 2013. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Ísafirði 5. desember 2013. Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og eignasviðs. Margrétar Hjartardóttur Litlaholti Flateyri, áður búsett að Ytri Veðrará í Önundarfirði Börn, tengdabörn, ömmu og langömmubörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur auðsýnda sam- úð og virðingu vegna andláts og útfarar móður okkar Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlíf, FSÍ og vina hennar á Flateyri Guð blessi ykkur öll. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt til við bæjarstjórn að útsvar í sveitarfélaginu á næsta ári verði 14,52%, en það er 0,4 prósentu- stiga hækkun frá því sem nú er leyfilegt hámarksútsvar. Þetta er mögulegt vegna samkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins, en fyrir liggur að markmiðið er að hækka hámarks- hlutfallið sem þessu nemur. Í tilkynningu frá SÍS kemur fram að gert sé ráð fyrir að tekju- skattur lækki sem þessu nemur, þannig að ekki verði um hækkun heildarálagningar að ræða. Þessi breyting er gerð vegna tilfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga, en henni er ætlað að koma í stað beingreiðslna rík- isins á síðustu árum. Sveitarfé- lögin, sem hafa mörg hver þegar tekið ákvörðun um útsvarshlut- fall, geta ákveðið að nýta þetta svigrúm í desember. „Skiljanlega finnst öllum þetta mjög seint fram komið,“ segir í bréfi SÍS til sveitarstjóra þar sem gerð er grein fyrir þessari breyt- ingu, en þar segir að ástæðan sé að hægt hafi gengið að formbinda samkomulagið. Ekki hefur end- anlega verið gengið frá lagabreyt- ingum vegna þessa, en búist er við að það verði gert fyrir lok árs- ins. – herbert@bb.is Seinbúnar breyting- ar á útsvarshlutfalli Frammistaða nemenda á Vest- fjörðum í PISA prófunum hefur snarversnað á próftímanum, sam- kvæmt því sem fram kemur í skýrslu Námsmatsstofnunar um niðurstöður prófanna 2012. PISA prófin hafa verið haldin á þriggja ára fresti frá árinu 2000. Frá upp- hafi hefur verið kannaður les- skilningur nemenda, en 2003 bættist við stærðfræðikunnátta og 2006 skilningur á náttúrufræðum. Frammistaða íslenskra nemenda hefur heldur hnignað á tímabil- inu. Þannig hefur til dæmis með- alstigafjöldi í lesskilningsþætti prófsins lækkað verulega, eða úr 507 stigum árið 2000 í 483 stig árið 2012. Þróunin á Vestfjörðum hefur haldist í hendur við þetta, en vest- firskir nemendur höfðu bæði 2000 og 2012 nítján stigum færri að meðaltali, eða 488 árið 2000 og 464 árið 2012. Lesskilningur er eina greinin þar sem vestfirskir nemendur hafa verið undir með- altali frá upphafi, en þeir voru átta stigum yfir landsmeðaltali í stærðfræði árið 2003 og tíu stig- um yfir landsmeðaltali í náttúru- fræði árið 2006. Þetta breyttist rækilega yfir tímabilið, en árið 2012 voru vestfirskir nemendur sautján stigum undir meðaltali í stærðfræði. – herbert@bb.is Vestfirðir hríðfalla í PISA Verulega bætt afkoma milli ára Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæj- ar var tekin til fyrri umræðu í bæj- arstjórn Ísafjarðarbæjar á fimmtu- dag en síðari umræða fer fram í dag. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir því að rekstarafgangur verði rétt ríflega 100 milljónir króna en áætlun fyrir árið 2013 gerði ráð fyrir um 50 milljóna króna afgangi. Meginskýringarn- ar á bættri afkomu á milli áætlana eru lægri verðbólguhorfur og minni vaxtakostnaður samhliða lækkun skulda, að sögn Daníels Jakobssonar bæjarstjóra. Rekstr- arhagnaðurinn, þ.e. tekjur að frá- dregnum rekstrargjöldum öðrum en afskriftum og fjármagnsliðum, er svipaður á milli ára eða um 450 milljónir. „Þetta árið var nokkuð erfitt að koma saman áætlun. Við höf- um reynt eftir fremsta megni að halda aftur af gjaldskrárhækk- unum, sem gerir það að verkum að útgjöld aukast meira en tekjur. Til dæmis munu leikskólagjöld og kostnaður í mötuneytum skól- anna ekki hækka, gangi þessi áætlun eftir. Niðurstaðan ætti þó að vera vel viðunandi ef áætlunin gengur eftir“, segir bæjarstjóri. Af helstu framkvæmdum má nefna að bygging hjúkrunarheim- ilis heldur áfram en gert er ráð fyrir að það verið tekið í notkun í byrjun ársins 2015. Áætluð fjár- festing vegna þessa er um 500 milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir að halda áfram með of- anflóðamannvirki neðan Gleið- arhjalla. Að öðru leyti verður rekstur bæjarins með svipuðu sniði og á þessu ári, segir Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðar- bæjar. – hlynur@bb.is Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.