Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Stjórnir Byggðasafns Vest- fjarða og Sjálfseignarstofnunar Vélsmiðju Guðmundar J. Sig- urðssonar telja að ástæða sé til að fela Byggðasafninu umsjón með smiðjunni. Byggðasafn Vestfjarða hefur því lagt til við eigendur safnsins, en það eru sveitarfélögin á norðanverðum Vestfjörðum, að þetta fyrirkomu- lag verði tekið upp. „Það kom ósk um þetta frá sjálfseignarstofnuninni. Í sjálfu sér er smiðjan safngripur eins og hún er, og einstök hvað það varð- ar, og segja má að hún sé í nær upprunalegu ástandi. Meiningin er að láta þetta svo þróast, að byggðasafnið komi að sýningar- hluta vélsmiðjunnar og tryggi að hún verði í sýningarhæfu ástandi og hafi daglega opnun yfir sum- artímann. Henni yrði þá haldið við, líkt og öðrum safnkosti.Það á eftir að útfæra þessa hluti nán- ar,“ segir Jón Sigurpálsson, for- stöðumaður Byggðasafns Vest- fjarða. – herbert@bb.is Smiðjan í umsjá Byggðasafnsins Piparkökuhúsin eru afskaplega misjöfn, en þau eru sennilega fæst jafn glæsileg og smiðsverk þeirra Finnbjörns Birgissonar og Lindu Bjarkar Harðardóttur í Bolungarvík, en undanfarin ár hafa þau fært vestfirskar bygg- ingar í bragðgott form. Í ár bök- uðu þau Bjarnabúð í Bolungar- vík, en áður hafa Ísafjarðarkirkja, Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði og Félagsheimili Bolungarvíkur verið klædd í þennan búning. Linda Björk segir að piparköku- húsin séu gömul hefð í fjölskyld- unni. „Ég er búin að gera piparköku- hús með börnunum frá því sá elsti var tveggja ára. Hann er orð- inn 28 ára. Svo datt okkur í hug fyrir fjórum árum að gera Félags- heimilið. Það var áskorun fyrir okkur hjónin. Þó börnin séu öll farin að heiman höfum við enn gaman af þessu. Við höfum verið að svipast um eftir áhugaverðum byggingum síðan, en núna erum við eiginlega strand. Það er ekkert hús hérna fyrir vesta sem kemur upp í hugann fyrir næsta ár.“ „Reyndar eru bæði Safnahúsið og kirkjan ennþá til,“ segir Linda, en hún segir að varðveislan hafi orðið óvart. „Ef einhver hefði áhuga á að fá þetta væri alveg hægt að kíkja á hvernig ástandið er.“ Bjarnabúð í piparkökumynd Bjarnabúð tekur sig ágætlega út í piparkökuformi. Mynd: Finnbjörn Birgisson og Linda Björk Harðardóttir. Fordæma lokun póstafgreiðslna sem grundvallarþjónustu í samfé- laginu. Ekki sé líðandi að grafið sé undir slíku, en færa megi rök fyrir því að Vestfirðingar búi eftir lokunina við verri póstsamgöng- ur en hafi verið um aldamótin 1900. „Það er krafa stjórnar Verk Vest að póstsamgöngum innan fjórðungs verði komið í betra horf enda eru góðar póstsamgöngur ein af mikilvægari undirstöðum hvers samfélags.“ „Stjórn Verkalýðsfélags Vest- firðinga fordæmir harðlega þá ákvörðun Íslandspósts að loka póstafgreiðslum á Suðureyri og Þingeyri. Slík ákvörðun hafi ekki eingöngu áhrif á þjónustu við íbúa, heldur skerði enn frekar möguleika fyrirtækja á Suðureyri og Þingeyri til að nýta póstsam- göngur í eigin atvinnurekstri. Þá skal einnig bent á það ófremdar- ástand sem ríkir í póstsamgöng- um innan Vestfjarða, ákvörðun um lokun og fækkun póstafgreið- slustöðva með uppsögn starfs- fólks bæti þá stöðu ekki,“ segir í ályktun sem stjórn félagsins hefur sent frá sér. Umsókn Íslandspósts um að loka póstafgreiðslum á stöðunum er til meðferðar hjá Póst- og fjar- skiptastofnun, en óskað var eftir umsögn Ísafjarðarbæjar. Bæjar- stjórn hefur mótmælt áformun- um, en komi þau til framkvæmda verður póstafgreiðslum sem eru í samvinnu við bankaútibú á Suðureyri og Þingeyri lokað í maí á næsta ári. Í þeirra stað verður póstþjónusta veitt með póstbíl, en sami háttur er nú á Flateyri. Í ályktun stjórnar Verk Vest er tekið undir bókun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, en þar er lögð áhersla á hlutverk póstþjónustu Verði af lokun afgreiðslnanna verður pósthúsið á Ísafirði eina póstaf- greiðslan í Ísafjarðarbæ, en pósthús var í hverju byggðarlaganna fjögurra áður.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.