Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 12.12.2013, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Auglýsing eftir framboðum til prófkjörs Sjálfstæðis- flokksins í Ísafjarðabæ Samkvæmt ákvörðun fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ fer fram prófkjör um val frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins i Ísa- fjarðarbæ við bæjarstjórnarkosningar 31. maí 2014. Prófkjörið verður haldið 8. febrúar 2014. Frambjóðendur í prófkjörinu skulu valdir þannig: A. Gerð er tillaga til kjörnefndar fyrir 27. desember n.k. kl. 19.00. Til- lagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri en fimm tillögum. B. Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar frambjóðendum samkvæmt A – lið. Hér með auglýsir kjörnefnd fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísaf- jarðarbæ eftir frambjóðendum til prófkjörs sbr. A lið hér að ofan. Skal framboðið bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til framboð í prófkjörinu. Fram- bjóðendur skulu vera kjörgengir í bæjarstjórnarkosningum í Ísafjarðar- bæ 31. maí 2014. Tillögum að framboðum ber að skila til kjörnefndar fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ, sem veitir þeim viðtöku á skrifstofu full- trúaráðsins Hafnarstræti 12, Ísafirði milli kl 17.00 og 19.00 föstudaginn 27. des. n.k. eða til formanns kjörnefndar Jens Kristmannssonar, Engja- vegi 31, Ísafirði. Allar nánari upplýsingar um prófkjörið veitir formaður kjörnefndar. Framboðsfrestur er til 27. desember 2013 kl. 19.00. Jóhannesar Þorsteinssonar Hlíðarvegi 4, Ísafirði Magnús Jóhannesson Ragnheiður Hermannsdóttir Þorsteinn Jóhannesson Margrét K. Hreinsdóttir Þórir Jóhannesson Helga Gunnarsdóttir Hanna Jóhannesdóttir Andrés Kristjánsson Laufey Jóhannesdóttir Ari Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, Torgsala og tendrað á jólatré Kveikt var á jólatrénu á Silfur- torgi á Ísafirði með viðhöfn á laug- ardag, en samhliða fór fram árleg torgsala tengd Tónlistarskóla Ísa- fjarðar. Lúðrasveit Tónlistarskól- ans spilaði áður en kveikt var á trénu, en bæjarfulltrúinn Arna Lára Jónsdóttir flutti jólahug- vekju við það tilefni. Að henni lokinni tók við sönghópur á torg- inu. Synir þeirra Grýlu og Leppa- lúða létu sig ekki vanta, frekar en fyrri daginn, og gengu um svæð- ið, en þeir Hurðaskellir, Stúfur og Kertasníkir gengu um svæðið og skemmtu viðstöddum, ungum sem öldnum. Um helgina var einnig kveikt á jólatrénu á Flateyri, en við það tilefni flutti bæjarstjóri, Daníel Jakobsson, hugvekjuna. Kór Grunnskóla Önundarfjarðar söng svo fyrir viðstadda. „Jólatrés- skemmtunin er alltaf vel sótt, og veðrið var gott,“ segir Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsinga- fulltrúi Ísafjarðarbæjar, sem segir að þetta árið hafi því ekki verið nein undantekning frá vananum. Jólatréð á Silfurtorgi er gjöf frá Húsasmiðjunni, líkt og verið hef- ur undanfarin ár.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.