Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 2
„Þeir sögðust ekki geta samþykkt ljósrit af vegabréfinu hennar því myndin væri allt of svört. En hvern- ig er það, vildu þeir fá hvíta mynd af svartri konu?“ spyr Jón Halldórsson sem giftist konu frá Haítí um síðustu áramót. Eiginkona hans, Nadege Francois, hefur þó ekki fengið land- vistarleyfi hér á landi og er Jón ósátt- ur við viðmót Útlendingastofnunar í máli sínu. „Heiðvirð kona og vammlaus“ Jón kynntist Nadege upphaf- lega í gegn um netsamskipti. Síðar fór hann út til Dóminíska lýðveld- isins, þar sem hún býr og starfar, og þau giftu sig nokkru síðar. Giftingin fór fram hjá ígildi sýslumanns þar í landi. Útlendingastofnun gerir eng- ar athugasemdir við giftinguna en samþykkir hins vegar ekki þá papp- íra sem þau hjónin hafa skilað inn til að hún fái landvistarleyfi hér á landi. Meðal þeirra skjala sem skila þarf inn í þessu skyni er sakavott- orð. „Í hennar landi er ekki gefið út sakavottorð nema fólk hafi brotið af sér,“ segir Jón. „Í vottorðinu sem hún fékk segir að hún sé heiðvirð kona og vammlaus. En það er ekki nóg.“ Ragnheiður Böðvarsdóttir, stað- gengill forstjóra Útlendingastofnun- ar, segist ekki geta tjáð sig um ein- stök mál. Hún kannast ekki við að algengt sé að erfiðlega gangi fyrir þá sem sækja um landvistarleyfi að fá sakavottorð: „Í tilvikum sem þessum hefði ég talið að yfirvöld í viðkom- andi landi gætu gefið út pappíra þar sem þau staðfesta að ekki séu gefin út sakavottorð ef fólk hefur ekki brot- ið af sér,“ segir hún. Bera hag barnanna fyrir brjósti Eiginkona Jóns á tveggja ára dótt- ur, Biöncku, sem hún hefur forræði yfir. „Lögmaður á hennar vegum fór með forræðismálið fyrir héraðsdóm og hún var úrskurðuð með forræð- ið. Í bréfi sem staðfestir það er barn- ið sagt fætt árið 2006. Í vegabréfinu segir hins vegar réttilega að barnið sé fætt 2005. Útlendingastofnun neitar því einnig að samþykkja þessi gögn,“ segir Jón. Misræmi á milli gagna getur allt- af komið upp á, að sögn Ragnheiðar. „Þegar þannig er athugum við gögn- in sérstaklega vel. Sér í lagi þegar um börn er að ræða því við erum auðvit- að að hugsa um öryggi þeirra,“ segir hún. Ragnheiður ítrekar að hún tjái sig ekki um einstök mál en segir það vissulega stórt atriði ef misræmi er á milli gagna. Ragnheiður segir stjórnsýslu vissulega vera mismunandi eftir ríkj- um og tekið sé tillit til þess við af- greiðslu umsókna ef það veldur erf- iðleikum varðandi öflun gagna. Hún bendir hins vegar á að nokk- ur fjöldi fólks frá Haíti hafi landvist- arleyfi hér á landi og kannast ekki við að erfitt hafi verið að fá göng þaðan. Auðsótt mál að fá frest „Ég fór margsinnis niður í Útlend- ingastofnun til að athuga hvort þeir væru búnir að fara yfir gögnin. Þá var mér einfaldlega tilkynnt að við fengj- um enga flýtimeðferð,“ segir Jón. Nú hefur hann innan við þrjátíu daga til að afla nýrra gagna: „Þeir telja sinn lágmarkstíma til að fara yfir gögnin vera mun lengri en gefa mér aðeins þrjátíu daga frá dagsetn- ingu bréfsins til að afla gagna hinum megin af hnettinum,“ segir hann. Að sögn Ragheiðar er almennt viðmið að fólk fái þrjátíu daga frest ef gögn reynast ekki fullnægjandi. „Það er hins vegar auðsótt mál að fá lengri frest ef fólk er sannanlega að vinna í því afla gagnanna,“ segir hún. Eftir þessi samskipti við Útlend- ingastofnun segir Jón að vel komi til greina að hann flytji einfaldlega út til að vera hjá konu sinni. „Það er alveg til í stöðunni. Ég ætla hins vegar að sjá til hvort Björn Bjarnason [dóms- málaráðherra ] sé virkilega búinn að loka landinu svona kirfilega fyrir út- lendingum,“ segir Jón. miðvikudagur 25. júní 20082 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Hlynur Jónsson stefnir lögreglunni fyrir ólöglega handtöku: Sonur dómara í mál við ríkið „Ég er búinn að stefna ríkinu,“ segir Hlynur Jónsson, félagi í Frjáls- hyggjufélaginu. Hann vill meina að lögreglan hafi ekki haft rétt á að handtaka hann síðasta sumar þegar hann, ásamt félögum, seldi áfengi á Lækjartorgi. Hlynur er ekki ókunn- ugur heimi réttvísinnar en hann er sonur Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara. Það var síðasta sumar sem Frjáls- hyggjufélagið tók sig til og setti upp sölubás á miðju Lækjartorginu. Til- gangurinn var að selja bjór á spott- prís til gangandi vegfarenda. Athæfið er ólöglegt en Hlynur og félagar vildu mótmæla einokun ríkisins á áfeng- issölu hér á landi. Eftir að þeir voru búnir að senda tilkynningar til allra fjölmiðla komu þeir sér fyrir og gerðu sig tilbúna til þess að selja fyrsta bjórinn. Álengdar stóð lögreglan og beið þess sama. Um leið og fyrstu viðskiptin höfðu farið fram var salan stöðvuð. Aftur á móti var Hlynur handtekinn og í kjölfarið fang- elsaður. „Ég er að sækja málið á þeirri forsendu að það megi ekki handtaka mann nema til þess að stöðva áframhaldandi brot en í mínu tilviki var málið upplýst og því engin forsenda fyrir handtökunni,“ segir Hlynur. Málið var þingfest fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur í lok maí síðastliðinn. Hann segir máls- sóknina spurn- ingu um prinsipp enda telur hann að lög- reglan hafi brotið á sér. Hlynur krefst ekki hárra miska- bóta, eða hundrað og fimmtíu þúsund króna. Aðspurður, að því gefnu að hann vinni mál- ið, hvort hann kaupi bjór fyrir peningana, seg- ir Hlynur hlæj- andi: „Maður veit aldrei.“ valur@dv.is Jón Steinar Gunnlaugsson Sonur hæstaréttar- dómarans er farinn í mál við ríkið. Síminn sýknaður Síminn var í gær sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. For- svarsmenn Loftmynda höfðu stefnt Símanum til greiðslu skuldar, þeir töldu Símann skulda sér um 60 milljónir króna vegna ljósmyndasamnings sem gerður var árið 1999 til 5 ára. Síminn taldi sig ekki vera skuld- ugan þar sem samningur- inn var útrunnin og greitt hafði verið reglulega fyrir not af mynd- um á samningstímanum. Dóm- ari tók undir orð Símans og var hann sýknaður. Loftmyndir voru dæmdar til að greiða 500 þúsund krónur í málskostnað. Væntingar minni Væntingavísitala Gallup hefur lækkað um tæp átján prósent frá því í síðasta mán- uði og mældist nú um það bil sextíu og átta stig. Vísital- an mælir hvernig íslenskir neytendur meta stöðuna og horfurnar í efnahags- og at- vinnulífinu um þessar mund- ir. Væntingavísitalan er ríflega helmingi lægri nú en á sama tíma í fyrra og hefur aðeins tvisvar áður mælst lægri. Klósettdóni handtekinn Tveir karlmenn voru hand- teknir á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi um síðustu helgi eftir að þeir veittust að lögreglumönnum sem þar voru óeinkennisklæddir við eftirlits- störf. Lögreglumennirnir höfðu haft afskipti af öðrum mannin- um þar sem hann var að ónáða konur inni á kvennasnyrtingu. Þá ræddu þeir við hann og gerðu honum grein fyrir með skilríkj- um að þeir væru lögreglumenn að störfum. Skömmu síðar á öðrum stað í húsinu hitti maður- inn á lögreglumennina og ógnaði þeim með ýmsum tilburðum og öskrum. Enn síðar veittist mað- urinn aftur að lögreglumönnun- um og naut við það aðstoðar fé- laga síns. Báðir voru handteknir í kjölfarið. FÆR KONUNA EKKI HEIM TIL SÍN Jón Halldórsson er ósáttur við vinnubrögð Útlendingastofnunar. Hann giftist konu frá Haítí um áramótin. Hún hefur þó ekki fengið landvistarleyfi hér. Misræmi er í gögnum sem yfirvöld á Haítí létu Jóni í té um fæðingardag dóttur eiginkonunnar. Jón segir yfir- völd þar í landi spillt og erfitt sé að eiga við þau. Hann gagnrýnir þann skamma tíma sem hann fær til að afla nýrra gagna. „Hvernig er það, vildu þeir fá hvíta mynd af svartri konu?“ ErlA HlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Hjónin geta ekki verið saman jón Halldórsson og nadege Francois giftu sig um áramótin á Haíti. Hún hefur þó ekki getað flust til íslands þar sem hún fær ekki landvistarleyfi. tengdapabbinn vúdúprestur Haíti er að mörgu leyti ólíkt íslandi og til að mynda starfar faðir nadege sem vúdúprestur. jón er í góðum samskipt- um við tengdaföður sinn. Fær ekki að koma til Íslands misræmi er í þeim gögnum sem fengust frá yfirvöldum á Haíti um fæðingarár Biöncku, dóttur nadege. Erfiðlega gengur að fá samræmd gögn og því koma þær mæðgur ekki til jóns í bráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.