Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 4
Sektuð fyrir að velta bíl Kona í Vestmannaeyjum var í gær dæmd til að greiða 200 þús- und krónur í sekt fyrir að hafa tekið bíl í heimildarleysi undir lok apríl og velt honum. Konan var ölvuð þegar hún tók bílinn ófrjálsri hendi, ók honum of hratt og missti stjórn á bílnum þannig að hann valt á hliðina. Konan játaði brot sitt frammi fyrir dómara 11. júní síðastliðinn. Auk sektargreiðslunnar var kon- an svipt ökuréttindum í eitt ár og dæmd til að greiða 57 þúsund krónur í málskostnað. Nafn kon- unnar kom ekki fram í dómnum. Hálfkák við Breiðafjörð „Þetta hálfkák við Breiða- fjörðinn er auðvitað til skammar. Vegurinn frá Patr- eksfirði til Reykjavíkur ætti að vera í algjörum forgangi. Ef gangagerð í Dýrafirði tefur vegagerð á Barðaströnd er ljóst að forgangsröðunin er kolröng,“ segir Grímur Atla- son, fyrrverandi bæjarstjóri í Bolungarvík, á vefsvæði sínu. Hann gagnrýnir áherslumál samgönguráðherra og krefst þess að vegaframkvæmd- ir á suðurfjörðum Vestfjarða verði settar á oddinn. Aðeins þannig sýni ríkisstjórnin vilja til að halda byggð á fjörðun- um með öruggum vegum. Ljósþolið folaldakjöt Folaldakjöt verður sífellt vinsælla á matardiskum lands- manna og kjósa það margir á grillið í sumar. Gunnar Svav- arsson, fram- leiðslustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, segir í samtali við Skessuhorn að það hafi verið vandkvæðum bundið að selja hrossakjöt í neytendapakkning- um vegna þess hversu illa það þolir ljós, en hrossakjöt gránar mun fyrr en annað kjöt. Nýjar aðferðir við maríneringu kjötsins hafa hins vegar leitt til þess að það er betur varið fyrir ljósi og gránar síður. Þannig lítur folalda- kjötið oft betur út í neytendaum- búðunum en áður. „Ef þetta er svona mikið magn og kostar jafnmikið og lagt er upp með er eðlilegt að þetta fari í útboð,“ segir Dofri Hermannsson, varaborgarfull- trúi Samfylkingarinnar. Hann vísar þar til nýgerðs samkomulags um að Reykjavíkurborg greiði Skógræktar- félagi Reykjavíkur tæpar sextíu millj- ónir fyrir gróðursetningu 460 þúsund trjáa á höfuðborgarsvæðinu. Málið var tekið upp af Samfylk- ingunni í innkauparáði Reykjavíkur- borgar og þaðan var lögð fyrirspurn til borgarlögmanns um hvort það væri eðlilegt að verkið hefði ekki verið boðið út. Samkvæmt lögum og reglum um útboðsskyldur er skylda að bjóða út verk sem fara yfir tíu milljónir. Verkefnið, sem er hluti af verkefninu Græn skref, fer fimmtíu milljónir yfir það sé tekið mið af kostnaðaráætlun verkefnisins. Hugsanlegt uppnám Það var fyrir tæpum tveimur vik- um sem Gísli Marteinn Baldursson undirritaði samkomulag við Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur um að planta 460 þúsund plöntum á höfuðborgar- svæðinu. Þá stefnir Reykjavíkurborg einnig á að borga þeim tuttugu millj- ónir í upphafi verks núna strax í sum- ar. Verkefnið Græn skref er hluti af umhverfisstefnu meirihluta Reykja- víkurborgar. „Nú er tími til að hefja nýja sókn í gróðursetningu trjáa,“ sagði Gísli Marteinn við sama tækifæri og hann skrifaði undir samkomulag- ið en núna er verkefnið hugsan- lega komið í uppnám. Gróð- ursetningin er þegar hafin að sögn garðyrkjustjóra. Ekki hefð fyrir reglum „Mér sýnist í fyrstu að þarna hafi sjálfstæðismenn hlaupið á sig,“ segir Dofri um samkomulagið sem Gísli Marteinn skrifaði undir. Sjálf- ur telur Dofri eðlilegra að leita til út- boðsaðila varðandi svona stór verk- efni. Hann segir lögin skýr varðandi útboð en bíði að sjálfsögðu eftir nið- urstöðu borgarlögmanns. Aðspurður sagði Dofri að sjálf- stæðismönnum væri margt betur gef- ið en að fara að reglum um útboð og innkaup og að skýringin væri líklega sú að síðast þegar þeir voru við völd, fyrir tíð R-listans, ríkti aldrei hjá þeim neitt sérstaklega sterk hefð fyrir reglum af þessu tagi. Uppnám of sterkt „Það er sjálfsagt að skoða þessa hlið en það er sterkt til orða tekið að þetta sé komið í uppnám,“ svarar Þór- ólfur Jóns- son, garð- yrkjustjóri Reykjavíkur- borgar, að- spurður hvort það breyti ein- hverju fyrir verkefnið að það sé komið inn á borð til borgarlögfræð- ings. Hann segir verkefnið gott en það er gert til þess að bæta kolefnisbind- ingu í borginni og auka skjól. Hann segir verkefnið ná til alls höfuðborg- arsvæðisins enda hefur Skógræktar- félagið umsjón með fleiri grænum svæðum eins og Heiðmörk. Hann segir að honum hafi borist fregnir af fyrirspurn innkauparáðs í gærdag en hafi ekki kannað hvaða afleiðingar það gæti haft fyr- ir verk- efnið. Helmingur gróðursettur „Það er búið að skrifa undir sam- komulag og verkefnið hófst fyr- ir nokkru,“ segir Þórólfur um stöðu verkefnisins núna. Aðspurður seg- ir hann markmið sumarsins vera að planta helmingi þeirra 460 þúsund trjáa sem er fyrirhugað að stinga ofan í jörðu. Þegar hann er spurður hvort fyrir- spurnin muni seinka verkefninu seg- ist hann ekki búast við því. Niðurstaða borgarlögmanns verð- ur tilbúin innan fárra vikna. Ekki náðist í Gísla Martein við vinnslu fréttarinnar. Hann er er- lendis. miðvikudagur 25. júní 20084 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is græna Skrefið tiL rannSóknar Gróðursetningu 460 þúsund plantna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vísað til borgar- lögmanns þar sem deilt er um hvort bjóða hefði átt verkið út. Varaborgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar, Dofri Hermannsson, segir sjálfstæðismenn hafa hlaupið á sig þegar Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði undir sam- komulag um 60 milljóna króna gróðursetningu. „Mér sýnist í fyrstu að þarna hafi sjálfstæðis- menn hlaupið á sig.“ valUr GrEttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Gísli Marteinn Baldurs- son Er gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið út gróður- setningu 460 þúsund trjáa. Orðaskak nágranna leiddi til málaferla og fjárútláta: 290 þúsund króna rifrildi Rifrildi tveggja manna kvöldið fyr- ir þjóðhátíðardag í fyrra kostaði ann- an manninn að lokum 290 þúsund krónur. Þá var hann búinn að stefna hinum manninum og krefja hann um hálfa milljón króna í skaðabætur fyrir að kalla hann gluggagægi. Þar að auki krafðist hann þess að maðurinn yrði dæmdur til fangelsisvistar. Þeir Ívar Pétur Guðnason og Hin- rik Líndal Skarphéðinsson lentu í rifr- ildi fyrir framan heimili þeirra 16. júní á síðasta ári. Viðskiptum þeirra lauk með því að Ívar Pétur stefndi Hinriki fyrir meiðyrði. Ívar Pétur sagði Hin- rik hafa kallað sig gluggagægi. Fyrir dómara sakaði Hinrik Ívar um að hafa sagt: „Þú lást á eldhúsglugganum og varst að horfa svona inn um hann á okkur inni í stofu [...] þrisvar sinnum.“ Mun hann svo hafa lýst því með lát- bragði að Ívar hafi verið hokinn og með hægri hönd fyrir ofan augna- brúnir. Ummælin sagði Ívar Pétur vera ósönn með öllu og hafa skaðað orðspor sitt. Hinrik sagði að kona hans hefði séð Ívar Pétur á hækjum sínum þeg- ar hún vaknaði. Því hefði hann spurt Ívar hvort hann hefði verið að gægjast inn um gluggann. Ívar Pétur segir það hins vegar af og frá að hann hafi ver- ið að gægjast inn um gluggann. Hins vegar gæti hugsast að hann hafi ver- ið á hækjum sér meðan hann var að hreinsa innkeyrsluna. Allan V. Magnússon, héraðsdóm- ari í Reykjavík, sagði ljóst að menn- irnir hefðu lent í rifrildi þar sem ásak- anirnar gengu á milli. Meðal annars sagðist Ívar Pétur hafa kallað Hinrik dóna þegar sá síðarnefndi tók ekki undir kveðju hans. Upp úr því hófst umræðan um gluggagægjur. Þótti All- an dómara ekki hægt að líta svo á að ummæli Hinriks um Ívar Pétur gætu talist meiðyrði. Hann sýknaði Hin- rik því af stefnunni og gerði Ívari að greiða þessum fyrrverandi nágranna sínum 290 þúsund krónur í máls- kostnað. Deildu um gægjur mennirnir höfðu áður deilt sín á milli, ekki síst um reykingar í og við hús þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.