Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Qupperneq 36
miðvikudagur 25. júní 200836 FERÐIR DV xxxxxxxxxxx xxxxxxxxxx „Það eru engir tveir fótboltaleik- ir eins. Þegar leikurinn byrjar veistu svona nokkurn veginn að hverju þú gengur. En hann getur farið á allt ann- an veg en þú bjóst við. Norður-Sigling hefur farið rúmlega sex þúsund og þrjú hundruð ferðir í heildina frá því við byrjuðum og flutt 240 þúsund farþega. Það er engin ein einasta ferð sem hefur verið alveg eins og sú síðasta og hef ég þó farið nokkr- ar,“ segir Heimir Harðarson hjá hvala- skoðunarfyrirtækinu Norður-Siglingu á Húsavík. Norður-Sigling hefur verið í fararbroddi íslenskra hvalaskoðun- arfyrirtækja frá stofnun þess 1995. Það var fyrst fyrirtækja til að bjóða upp á skipulagða hvalaskoðun hér á Íslandi og sjást hvalir í yfir 95% tilfella. Plast, ál og stál í stað eikar Saga Norður-Siglingar nær aft- ur til 1994 þegar bræðurnir Árni og Hörður Sigurbjarnarsynir keyptu 20 tonna eikarbát, Knörrinn, og komu með til Húsavíkur. Upprunalegi til- gangurinn var að bjarga skipinu frá eyðileggingu. Fram að þeim tíma hafði hvílt sú kvöð á skipum sem tekin voru út úr hefðbundinni útgerð að þeim skyldi fargað. Smíði slíkra báta hafði lagst af og ódýrari efni höfðu tekið við af eik- inni, svo sem plast, ál og stál. „Það þurfti því að finna bátnum eitthvert hlutverk og það lá beinast við að sigla með fólk á hvala- og fuglaslóð- ir. Þetta byrjaði sem náttúruskoðun. Hvalaskoðun var ein af tvenns konar afþreyingu sem við byrjuðum með og síðan sprakk það út. Miklu meira en nokkuð annað,“ segir Heimir. Strax sprenging í farþegafjölda Strax frá upphafi varð ljóst að hvalaskoðun myndi slá í gegn. Fyrsta árið flutti fyrirtækið rúmlega 1.700 manns en í dag hefur sá fjöldi marg- faldast. Heimir segir að það hafi fáir átt von á slíkri sprengingu. „Fyrstu árin þrefölduðum við fjöldann. Fór- um úr 1.700 manns í 5.600 manns. Það var því sprenging og við keypt- um annan bát 1996 sem heitir Hauk- ur. Hann er núna orðinn tveggja mastra skonnorta. Veturinn 2001- 2002 var honum breytt. 1998 keypt- um við stærsta skipið okkar sem er Náttfari og 2002 keyptum við Bjössa Sör. Svo eigum við einn bát í viðbót sem er í breytingum hjá okkur núna. Kallaður Garðar.“ 11 tegundir á Skjálfanda Á Skjálfandaflóa sjást 11 hvala- tegundir. Stórhveli sjást mest í ferð- um dagsins í dag. Áður fyrr sást mest af hrefnu. „Hrefnan var aðalsýning- ardýrið. Hún sást fyrstu árin í 95% ferðanna en í fyrra fór hún í fyrsta sinn niður fyrir 50%. Í dag sjáum við mest af stórhvelum, hnúfubökum og steypireyðum,“ segir Heimir. Samantekt 1995 Hrefnur í 56 af 60 ferðum = 93,3% Hnúfubakar í 38 af 60 ferðum = 63,3% Höfrungar í 28 af 60 ferðum = 46,7% Hnísur í 7 af 60 ferðum = 11,7% Háhyrningar í 1 af 60 ferðum = 1,7% Alls: 59 af 60 = 98,3% Samantekt 1997 Hrefnur í 363 af 384 ferðum = 94,5% Höfrungar í 144 af 384 ferðum = 37,5% Hnísur í 35 af 384 ferðum = 9,1% Hnúfubakar í 26 af 384 ferðum = 6,8% Leifturhnýðar í 7 af 384 ferðum = 1,8% Háhyrningar í 5 af 384 ferðum = 1,3% Sandreyðar í 4 af 384 ferðum = 1,1% Steypireyðar í 15 af 384 ferðum = 15% Alls: 382 af 384 = 99,5% Samantekt 2000 Hrefnur í 460 af 485 ferðum = 94,8% Höfrungar í 278 af 485 ferðum = 57,3% Hnísur í 69 af 485 ferðum = 14,2% Hnúfubakar í 13 af 485 ferðum = 2,7% Háhyrningar í 10 af 485 ferðum = 2,1% Sandreyðar í 1 af 485 ferðum = 0,2% Steypireyðar í 1 af 485 ferðum = 0,2% Alls: 484 af 485 ferðum = 99,8% Samantekt 2004 Hrefnur í 454 af 611 ferðum = 74% Höfrungar í 344 af 611ferðum = 56% Steypireyðar í 101 af 611 ferðum = 17% Hnúfubakar í 95 af 611ferðum = 16% Langreyðar í 15 af 611 ferðum = 3% Háhyrningar í 13 af 611ferðum = 13% Sandreyðar í 2 af 611ferðum = 0,2% Hnísur í 112 af 611ferðum = 18% Alls: 583 af 611ferðum = 95,5% Samantekt 2007 Hnúfubakar í 513 af 689 ferðum= 74,5% Hrefnur í 330 af 689 ferðum= 47,9% Steypireyðar í 81 af 689 ferðum= 11,8% Höfrungar í 243 af 689 ferðum= 35,3% Hnísur í 98 af 689 ferðum= 14,2% Langreyðar í 9 af 689 ferðum= 1,3% Háhyrningar í 8 af 689 ferðum= 1,2% grindhvalur í 7 af 689 ferðum= 1% Alls: 637 af 689 ferðum= 97,7% Norður-Sigling á Húsavík var fyrsta fyrirtækið sem bauð upp á skipulagða hvalaskoðun hér á landi. Fyrsta árið fór fyrirtækið með 1.700 farþega en hefur margfaldað þann fjölda nú í dag. Það hefur flutt rúmlega 240 þúsund farþega samtals frá stofnun 1995. Stórhveli sjást aðallega í Skjálfandaflóa í dag en hrefnum sem eitt sinn voru aðalsýningardýrið hefur fækkað. HvalREkI á FjöRuR ferðamannsins „Afþreyingin Sem við Seljum er tiltölulegA ódýr. við erum því með frekAr breiðAn mArk- hóP. þAð heldur okkur líkA gAngAndi Að við fáum inn fleirA fólk heldur en þAð Sem kem- ur AðeinS til Að fArA í hvAlASkoðun.“ heimir harðarson Heimir hefur farið mörg þúsund ferðir út á Skjálfanda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.