Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 50
Að keyra hringinn í kringum landið á smábíl líkt og Toyota Yaris kostar tæpar ellefu þúsund krónur. Fjölskyldubíllinn Volkswagen Passat eyðir rúmum fimmtán þúsund krónum og Range Rov- er tuttugu og átta þúsund. Verðið var miðað við að bensínlítrinn kostaði 170 krónur. Ef borið er saman að Yaris fari hringinn á ell- efu þúsund krónum, kæmist Passat að Hoffelli í Hornafirði og Range Rover að Tjörn í Aðaldal. Í byrjun sumars 2007 kostaði bensínlítrinn í kringum 125 krónur. Þá fór Toyota Yaris hring- inn á átta þúsund krónum, Volkswagen Passat á rétt rúmum ellefu þúsund og Range Rover rúmar tuttugu þúsund krónum. Því hefur bensínverðið hækkað um 27 prósent frá síðasta ári. „Bensínverðið getur haft áhrif á ferðaval. Fólk er farið að huga meira að því að fara í styttri ferðir nær sínum heimahögum. Þetta mun hafa margföld áhrif úti í samfélaginu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda. Nú er komið sumar og er það sá tími sem fólk nýtir til að ferðast bæði innanlands og erlendis. Bensínlítrinn hefur hækkað töluvert á síðasta ári og fyrir vikið verður ferðalagið dýrara. „Við höfum biðlað til stjórnvalda að koma til móts við almenning með því að lækka skatta af eldsneyti, þó það væri ekki nema tímabundið,“ segir hann, „því hefur ekki verið svarað með já- kvæðum hætti.“ miðvikudagur 25. júní 200850 FERÐIR DV xxxxxxxxxxx xxxxxxxxxx Mikill munur er á bensínkostnaði með því að fara hringinn í kringum landið á Yaris eða Range Rover. Margir huga að ferðalögum á sumrin og eru til ýmis ráð til að lækka eldsneytiskostnaðinn: Sneri heyi á Austurlandi „Ég er dálítið erfiður því ég vil helst ekki gista í tjaldi, að vakna blautur af svita er ekki það sem ég sækist eftir,“ segir Björgvin Franz Gíslason leikari. Síðasta sumar lét hann þó tilleiðast og fór í tjaldferðalag um Austurland með fjölskyldu og vinafólki. Vinur hans þekkti til á bóndabæ í nágrenninu og þeir félagarnir kíktu þangað: „Eftir nokkrar mínútur var ég kominn upp í traktor að snúa heyi á fullu, það var magnað. Það færðist meira að segja yfir mig ró og það gerist nú ekki oft. Þegar okkur fannst við búnir að vera voða duglegir kom kona frá bónda- bænum og gaf okkur smurt brauð og kakó, þetta var alveg ekta,“ segir hann. Í sumar ætlar Björgvin að fara á djass- hátíð á Seyðisfirði með fjölskyldunni, en það er einn af hans uppáhalds- stöðum. Ferðalagið í fyrra verður samt seint toppað: „Ég og vinur minn erum mjög æstir í að fá að snúa heyi aftur, ég býð hér með fram aðstoð okkar ef einhver vill aumka sig yfir okkur, við erum duglegir og vinur minn er meira að segja með meirapróf,“ segir leikar- inn hress að lokum. liljag@birtingur.is „Ég er dálítið erfiður því Ég vil helst ekki gista í tjaldi, að vakna blautur af svita er ekki það sem Ég sækist eftir.“ DýRaRa aÐ FERÐast innanlands Nokkrar leiðir er til að spara eldsNeytið n Hafðu gott bil í næsta bíl á undan til að losna við skrykkjóttan akstur í röð. n Hægðu á þér í tíma þegar þú nálgast gatnamót þar sem standa bílar, þú gætir losnað við að þurfa að stoppa. n Stilltu hraðann við aðra umferð þegar þú nálgast hringtorg, þá gætir þú losnað við að stoppa. n notaðu allar akreinar til að halda sem jöfnustum hraða, en stundaðu þó ekki svigakstur. n Stilltu hraðann fyrir umferðarljós svo þú losnir við að stoppa. n notaðu mótorinn við að hægja á þér fyrir gatnamót. n keyrðu einungis eina til tvær bíllengdir í 1. gír áður en þú skiptir í 2. gír. Skiptu frá 2. gír í 4. gír og úr 3.gír í 5. gír. n aktu í eins háum gír og hægt er. Því hærri sem gírinn er því minna eldsneyti notar bíllinn n Látið bílinn rúlla án gjafar niður brekkur, reynið að ná upp hraða áður en ekið er upp brekku svo hægt sé að vera í hærri gír. aukið ekki gjöfina á leiðinni upp. n Smyrjið bílinn reglulega. gömul og stífluð loftsía getur haft í för með sér aukna eldsneytiseyðslu. n Pumpið gjarnan 10-15% meira í dekkin en handbókin segir til um, það minnkar viðnám án þess að auka hættu í umferðinni. réttur loftþrýst- ingur getur minnkað eldsneytisnotk- un um 5%, að auki endast dekkin betur og aksturseiginleikar bílsins batna. n Fjarlægið farangursbox og toppgrindur þegar þeirra er ekki þörf. Toyota Yaris að keyra hringinn á Toyota Yaris kostar tæpar ellefu þúsund krónur. Range Rover að keyra hringinn á range rover kostar tuttugu og átta þúsund krónur. Volkswagen Passat að keyra hringinn á volkswagen Passat kostar rúmar fimmtán þúsund krónur. „HVER KEMST LENGST FYRIR 10, 878 KR?“1 3 2 Verðið er yfirgengilegt Bensínlítrinn er kominn yfir 170 krónur og er ferðalagið innanlands orðið mun dýrara en í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.