Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 6
miðvikudagur 25. júní 20086 Fréttir DV Hestakonan Sigurveig Sara Björnsdóttir er komin með nóg af háu bensínverði: Ríður til að mótmæla „Ég vil að menningin verði aftur eins og hún var fyrr á öldinni sem leið, að menn fari bara á hrossum út í búð,“ segir Sigurveig Sara Björns- dóttir, starfsmaður Íshesta, en hún hefur fengið sig fullsadda af háu bensínverði. Sara tók málin í sínar hendur og ferðast nú ríðandi til og frá vinnu. Sara hefur útbúið hina bestu aðstöðu fyrir hrossin úti í garði hjá leigusala sínum, en sá fer að sögn með henni í útreiðartúra. „Við ætl- um bara að hafa þessar sláttuvélar í garðinum,“ segir Sara og bendir á að kostir hestsins sem fararskjóta séu fleiri en bara bensínsparnaður. „Þetta bæði dregur úr mengun og fækkar banaslysum í umferðinni,“ bætir Sara við, auk þess sem hrossin spara vinnuna í garðinum. Yfirmaður Söru hjá Íshestum, framkvæmdastjórinn Einar Bolla- son, er einnig mikill fylgismaður útreiða við dagleg störf. Hann lýsti lausninni á bensínvandanum fyrir hlustendum Bylgjunnar í viðtali um daginn. „Ég sagði bara mína skoðun á því að ég vildi láta breyta þessum stóru bílastæðahúsum niðri í bæ að hluta til í hesthús og þjálfa bílastæðaverð- ina upp í að sjá um hesta,“ segir Ein- ar og bætir við að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. Yfir hann hafi rignt bæði símtölum og tölvupóst- um þar sem fólk lýsti hrifningu sinni á þessum hugmyndum. „Menn hafa gaman af þessu.“ Guðbrandi Sigurðssyni, aðal- varðstjóra umferðardeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, líst afar illa á aukna hestaumferð inn- anbæjar. „Það gefur augaleið að það færi ekki saman við borgarumferð- ina,“ segir Guðbrandur og vísar í ný- útgefna reglugerð um lögreglusam- þykkt því til stuðnings. Sigurveig Sara og fararskjótinn Segir hesta bæði ódýrari og öruggari farkost en bíla. Bensínið mun hækka áfram Bensínverð dælustöðvanna hækkaði um allt að fimm krónur á lítrann í gær. Bensínlítrinn kostar tæplega helmingi meira en í júní á síðasta ári. Hagfræðilektor við Háskóla Íslands telur ekkert lát á hækkununum og telur líklegt að bensínið rjúfi tvö hundruð króna múrinn. „Það varð smávægileg breyting á heimsmarkaðsverðinu til hækk- unar. Það sem reið baggamuninn var gengi krónunnar,“ segir Magn- ús Ásgeirsson, innkaupastjóri elds- neytis hjá N1, um hækkun elds- neytisverðs. Forsvarsmenn annarra olíufélaga tóku í sama streng. Bens- ínstöðvar landsins hækkuðu elds- neytisverð umtalsvert í gær. Hækkun um allt að fimm krónur í gær Flestar bensínstöðvar á land- inu hækkuðu verð á bensín- og dísilolíulítranum um þrjár krónur í gær. Þess eru dæmi að verð ein- stakra stöðva hafi hækkað um allt að fimm krónur milli daga. Til sam- anburðar lækkaði bensínverð um tvær krónur á árs tímabili frá júní 2006 til sama mánaðar 2007. Um er að ræða síðasta verð- stökkið í þeirri röð hækkana sem dunið hefur yfir undanfarið. Ekki sér enn fyrir endann á hækkunun- um. Þegar blaðamaður ræddi við Magnús upp úr hádegi í gær sagði hann heimsmarkaðsverð hráolíu- tunnunnar hafa hækkað um rúm- an dollar frá því hann mætti til vinnu fyrr um morguninn. Magnús vildi þó ekki segja til um hvort fleiri hækkanir væru í vændum. Herkvaðning neytendafrömuða Síðasta útspil sjálfskipaðra neyt- endafrömuða er eins konar her- kvaðning sem gengur eins og sinu- eldur manna á milli í tölvupósti. Þar eru kaupendur eldsneytis hvattir til að sniðganga tvö stærstu olíufélög landsins til að koma af stað verð- stríði. Þó er ljóst að ekki er við olíu- félögin ein að sakast. 16. júní síðastliðinn náði heims- markaðsverð á olíu methámarki þegar tunnan kostaði tæpa 140 dollara. Síðan þá hefur verðið lækkað um fimm dali, þótt enn sé það æði sveiflukennt. Ofan á það leggst lágt gengi krónunnar. Hún tók hressilega dýfu í gær og lækkaði um tæp þrjú prósent. Líkt og Magn- ús bendir á er þar fólgin aðalástæða hækkunar bensínverðsins í gær. Tæp helmingshækkun á aðeins ári Með ólíkindum er hversu hratt bensínverð hefur hækkað síðast- liðið ár. Í júní á síðasta ári seldi Skeljungur bensínlítrann á 124,6 krónur. Síðan þá hefur lítrinn hækk- að um tæpan helming og kostar nú hjá sama félagi 176,4 krónur. Bens- ínverðið hafði ekki tekið nándar viðlíka stakkaskiptum árin áður. Fyrir ári kostaði 6.230 krónur að fylla fimmtíu lítra bensíntank. Nú fást aðeins um 35 lítrar fyrir sama fé. Lítrinn fer yfir tvö hundruð krónur „Það er stöðugt vaxandi eftir- spurn eftir orku, sérstaklega olíu og bensíni,“ segir Guðmundur Ólafs- son, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Sú eftirspurn mun ekki minnka í bráð.“ Guðmundur telur öruggt að bensínverð sé ekki á leið niður, heldur komi þvert á móti til með að hækka áfram. Sá ótti sem verst hrjáir marga er að bensínlítrinn læð- ist yfir hið geigvæn- lega tvö hundruð króna mark. Aðspurður hvort honum finnist líklegt að verðið fari svo hátt fyrir áramót segist Guð- mundur telja það geta gerst. HafSTeinn gunnar HaukSSon blaðamaður skrifar hafsteinn@dv.is Guðleg ábending um að gæta sín „Auður heimsins safnast til þess landsvæðis sem aldin- garðurinn var í upphafi. Þetta held ég að sé guðleg ábend- ing til allra um að gæta sín og gera sig klára,“ segir Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, um þær miklu bens- ínhækkanir sem landsmenn og fólk um allan heim hafa orðið áþreifanlega vör við. „Við eigum að hafa það í huga að það er einn sem öllu stýrir og stjórnar. Atburðarásin er fyrir- sögð og þetta er hluti af henni. Hækkandi bensínverð kemur mér ekki á óvart. Auður er vald og valdið er flutt á þennan stað og það verður notað gegn hinum vestræna manni. Menn skyldu gæta sín. Það er tími til kominn að skoða stöðu sína. Maður spyr sjálfan sig þegar þessar fjár- málahremming- ar eru um allan heim og eng- inn ræður við neitt hvort þetta sé þetta lokahrun sem við eigum von á eða hvort við fáum einhvern frest. Kannski Geir H. Haarde komi því til leiðar.“ „Guðmundur telur öruggt að bensínverð sé ekki á leið niður, heldur komi þvert á móti til með að hækka áfram.“ Verð bensín- lítrans 20 04 1 05 ,9 0 k r ó n u r 20 05 1 09 ,6 0 k r ó n u r 20 06 1 26 ,9 0 k r ó n u r 20 07 1 24 ,6 0 k r ó n u r 20 08 1 76 ,4 0 k r ó n u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.