Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 71

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 71
DV Ættfræði miðvikudagur 25. júní 2008 71 40 ára í dagTil hamingju með afmælið 30 ára afmæli n malgorzata Czachorowska Laugarnesvegi 37, Reykjavík n Petra nicola deutrich Selparti, Selfoss n Yousef ibrahim Hvassaleiti 46, Reykjavík n Friðrik Þorbjarnarson Lyngmóum 2, Garðabær n Sturla Halldórsson Faxaskjóli 16, Reykjavík n Sigurður Hrafn kristjánsson Barðastöðum 23, Reykjavík n Sigurbjörg Felixdóttir Furugrund 76, Kópavogur n arnar már Símonarson Grófarsmára 10, Kópavogur 40 ára afmæli n nhat duy nguyen Tómasarhaga 22, Reykjavík n jan Winclawski Egilsbraut 1, Neskaupstaður n víðir jónsson Vaðlatúni 28, Akureyri n Björn axelsson Rimasíðu 27c, Akureyri n Þórður geir jónasson Hofteigi 8, Reykjavík n Steinn Helgason Laufvangi 1, Hafnarfjörður n kristín Sigurðardóttir Karlagötu 24, Reykjavík n anna guðrún Sigurjónsdóttir Eyjabakka 1, Reykjavík n Sigríður Ágústsdóttir Morthens Hrauntungu 69, Kópavogur n ragnar Árnason Hvassaleiti 75, Reykjavík n Sverrir arnar Baldursson Grundartanga 13, Mosfellsbær n Sigurður g valdimarsson Sogavegi 54, Reykjavík n Brynja reynisdóttir grænuási 4, Raufarhöfn n Sölvi rafn rafnsson Hólagötu 43, Njarðvík n Þóra Björg gylfadóttir Bústaðavegi 53, Reykjavík 50 ára afmæli n Henryk Paciejewski Hraunbæ 40, Reykjavík n Zlatko novak Fjólugötu 2, Akureyri n drago maglic Hvammseyri, Egilsstaðir n Piotr Slizewski Kleppsvegi 56, Reykjavík n viðar Elliðason Löngubrekku 6, Kópavogur n Helgi Halldórsson Snælandi 8, Reykjavík n reynir Sigurðsson Eyrarvegi 7, Akureyri n Ólafur ingi Óskarsson Brekkutanga 17, Mosfellsbær n Pétur Þorleifsson Álfheimum 42, Reykjavík n magnús garðarsson Gvendargeisla 12, Reykjavík n jakob ragnarsson Klapparhlíð 34, Mosfellsbær n Birgir Snorrason klettagerði 1, Akureyri n jóna Brynja Tómasdóttir Eiðistorgi 1, Seltjarnarnes n valdimar guðmundsson Brimhólabraut 30, Vestmanna- eyjar n Hallgerður a jóhannesdóttir Hásölum 3, Kópavogur n jóna Sigurveig Ágústsdóttir Hallfreðarstöðum 2, Egilsstaðir 60 ára afmæli n kristín Ásgeirsdóttir Sævargörðum 1, Seltjarnarnes n gunnar Þór geirsson Skógarseli 7, Reykjavík n arnar Sveinsson Frakkastíg 12a, Reykjavík n guðrún Sigríður Egilsdóttir Lindasmára 11, Kópavogur n Sigurður guðjónsson Borg, Höfn n Páll Sigurðarson Kjarnagötu 12, Akureyri n anna valdimarsdóttir Lambastaðabraut 6, Seltjarnarnes n Helgi Friðþjófsson Asparfelli 4, Reykjavík n reynir adolfsson Kópavogsbraut 4, Kópavogur n Thelma k jóhannesdóttir Vættaborgum 6, Reykjavík 70 ára afmæli n viðar Ottesen Bláhömrum 4, Reykjavík n gunnar Sigmarsson Leirubakka 1, Seyðisfjörður n guðmundur arason Fjarðarási 1, Reykjavík n Ásdís Halldórsdóttir Berserkseyri, Grundarfjörður n Finnur gærdbo Ólafsbraut 56, Ólafsvík 75 ára afmæli n anna gísladóttir Brúnalandi 32, Reykjavík n kári Tyrfingsson Snorrabraut 56, Reykjavík n jón Bergsson Ketilsstöðum, Egilsstaðir n kolfinna Árnadóttir Vallholtsvegi 17, Húsavík n rannveig Haraldsdóttir Fögrubrekku 27, Kópavogur 80 ára afmæli n ingiríður Helga Leifsdóttir Grandavegi 47, Reykjavík n Sigurjón richter Gnoðarvogi 80, Reykjavík n Benedikt jasonarson Kambaseli 29, Reykjavík 85 ára afmæli n Fjóla H Halldórsdóttirn Skaftahlíð 4, Reykjavík gunnlaugur guðmundsson Ársölum 1, Kópavogur anna L Hertervig Hvanneyrarbraut 58, Siglufjörður 90 ára afmæli n Sigríður Skúladóttir Austurbrún 6, Reykjavík n Hrefna Hermannsdóttir Hlíðarvegi 45, Siglufjörður n Ása guðmundsdóttir Dalbraut 20, Reykjavík SigurSteinn D. gíSlaSon aðSTOðarÞjÁLFari kr í mEiSTaraFLOkki karLa í knaTTSPYrnu ÁstrÁður Magnússon FramkvæmdaSTjÓri BLikkSmiðjunnar auðÁSS EHF. Ástráður fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla verknáms 1965, prófi frá Loftskeytaskóla Reykjavíkur 1967, lauk sveins- prófi í blikksmíði við Blikksmiðjuna Vog 1973 og öðlaðist meistararéttindi 1977. Ástráður starfaði í Blikksmiðju Austurbæj- ar og í Blikkveri. Hann stofnaði blikksmiðjuna AuðÁs ehf. í Kópavogi 1988 og hefur starfrækt hana síðan. Ástráður sat í stjórn Félags blikksmiða 1975-76, var varaformaður félagsins, sat í stjórn Lagnafélags Íslands og var ritari og síð- an formaður Lionsklúbbsins Munins í Kópa- vogi. Fjölskylda Ástráður kvæntist 24.6. 1973 Jónínu Þor- björgu Hallgrímsdóttur, f. 1.1. 1952, húsmóð- ur. Hún er dóttir Hallgríms Péturssonar og Fannýjar Sigríðar Þorbergsdóttur sem bæði eru látin. Börn Ástráðs og Jónínu Þorbjargar eru Fanný Björk Ástráðsdóttir, f. 3.5. 1973, sjúkra- liði, búsett í Hveragerði en maður hennar er Þór Hreinsson þjóðfræðingur og eru börn þeirra Aþena Íris og Ástráður Hreinn; Íris Ósk Ástráðsdóttir, f. 31.12. 1977, sjúkraliði í Reykja- vík, en maður hennar er Björgvin Arnarsson húsasmíððameistari og eru börn þeirra Hörð- ur Breki og Jökull Logi; Hallgrímur Pétur Ást- ráðsson, f. 1.8. 1982, nemi. Hálfsystir Ástráðs, sammæðra: Guðrún Ingvarsdóttir, f. 23.6. 1931, d. 2.11. 1992. Alsystkini Ástráðs eru Kristinn V. Magn- ússon, f. 20.3. 1940, fyrrv. framkvæmdastjóri á Húsavík; Guðmar Magnússon, f. 14.5. 1941, fyrrv. verslunarmaður, búsettur í Garðabæ; Sigurbjörg Magnúsdóttir, f. 22.4. 1943, bú- sett í Kópavogi; Ragnar Snorri Magnússon, f. 27.6. 1944, skrifstofumaður í Kópavogi; Loft- ur Magnússon, f. 10.10. 1945, fyrrv. skólastjóri, búsettur í Hafnarfirði. Foreldrar Ástráðs: Magnús Loftsson, f. 15.7. 1908, d. 31.10. 1988, bifreiðarstjóri í Kópavogi, og Jónína S. Ásbjörnsdóttir, f. 24.8. 1910, d. 7.10. 1983, húsmóðir. sigurbjörg Felixdóttir er þrítug í dag: Betlaði peninga í afmælisgjöf „Ég ætla bara að hafa gaman á afmælisdag- inn. Það verður bara léttur dagur í vinnunni og svo borða ég eitthvað gott með fjölskyldunni,“ segir Sigurbjörg Felixdóttir, afmælisbarn dags- ins, sem er þrítug í dag. Hún segir ekki ákveðið hvað verði borðað eða hvar. Þó sé ekki ólíklegt að hún fari með manni sínum og syni á Red Chili þar sem mágkona hennar vinnur. Veisla til að fagna tímamótunum var hald- in síðasta laugardagskvöld. „Þetta var bara haldið heima hjá mömmu. Ég bauð nánustu vinum og fjölskyldu, svona tuttugu og fimm manns, og það var djammað fram á rauða- nótt,“ segir Sigurbjörg hlæjandi. Og afmæl- isveislum fylgja ósjaldan gjafir. „Ég fékk smá pening því við fjölskyldan erum að fara til Spánar í júlí. Evran er svo há að maður var farinn að betla peninga í afmælisgjöf,“ seg- ir Sigurbjörg. Og hlær aftur. „Svo fékk ég líka föt, skartgripi og snyrtivörur. Hrukkubana og svoleiðis vesen.“ Á Spáni hyggst litla fjölskyld- an dveljast í sumarhúsi í Torrivieja í tvær vik- ur. Sigurbjörg er bjartsýn á að fertugsaldurinn eigi eftir að reynast henni vel. „Já, já, er ekki sagt að fertugsaldurinn sé nýi tvítugsaldur- inn?“ spyr hún. Og hlær. Sigursteinn fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann var í Barnaskóla Akraness og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Sigursteinn var deildarstjóri fyrir UPS – Hraðsendingar frá 2000 en hóf síðan störf við Vöruhótelið hjá Eimskip og hefur verið verk- stjóri þar frá 2005. Sigursteinn byrjarði ungur að æfa knatt- spyrnu. Hann æfði og keppti með yngri flokk- um ÍA upp í 2. flokk og lék fyrsta ár sitt í 2. flokki með ÍA. Hann flutti síðan til Reykjavíkur haustið 1985, lék með 2. flokki KR 1986 og 1987 og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með KR í lok tímabilsins 1987. Hann flutti þá aftur upp á Skaga og lék með meistaraflokki ÍA 1988- 1998. Hann lék síðan aftur með meistaraflokki KR frá 1999-2003. Þá spilaði hann með Stoke í hálft ár, 1999-2000. Hann lék síðan eitt tímabil með meistaraflokki Víkings 2004 og var jafn- framt aðstoðarþjálfari liðsins. Sigursteinn var ráðinn þjálfari 2. flokks karla hjá KR 2005, tók við þjálfun meistara- flokksliðsins á seinni hluta tímbilsins 2005, varð síðan aðstoðarþjálfari meistaraflokks KR og hefur verið það síðustu þrjú keppnistíma- bil. Sigursteinn er sigursælasti knattspyrnu- maður í meistaraflokki karla hér á landi í meira en sjötíu ár. Hann varð Íslandsmeistari með ÍA 1992, 1993, 1994, 1995 og 1996, og varð bikarmeistari með ÍA 1993 og 1996. Hann varð Íslandsmeistari með KR 1999, 2000, 2002 og 2003 og bikarmeistari 1999. Sigursteinn var valinn besti leikmaður úr- valdsdeildarinnar 1994. Hann hefur leikið 22 A-landsleiki. Fjölskylda Sigursteinn kvæntist 1994 Önnu Elínu Dan- íelsdóttur, f. 9.1. 1972, bókhaldara hjá Tóna- stöðinni. Hún er dóttir Daniel Oven O‘Neil og Elínbjargar Magnúsdóttur frá Bergsholti í Melasveit. Börn Sigursteins og Önnu Elínar eru Magn- ús Sveinn, f. 30.7. 1999; Unnur Elín, f. 7.11. 2004; Teitur Leó, f. 24.4. 2006. Systkini Sigursteins eru Halldóra Lilja Gunnarsdóttir, f. 1956, d. 2006, húsmóðir á Seltjarnarnesi; Örn Arnar Gunnarsson, f. 1959, sjómaður í Vestmannaeyjum; Rúnar Gunn- arsson, f. 1960, starfsmaður við Sementsverk- smiðjuna á Akranesi; Teitur Gunnarsson, f. 1964, verkstjóri í Vöruhóteli Eimskips. Foreldrar Sigurteins eru Gísli Víglundsson, f. 1935, fyrrv. starfsmaður Steypustöðvarinnar í Reykjavík, og Margrét Teitsdóttir, f. 31.8. 1937, fyrrv. sjúkraliði á Akranesi og síðar í Reykjavík. Eiginmaður Margrétar er Guðlaugur Eiríks- son, f. 1927, fyrrv. leigubílstjóri í Reykjavík. Ætt Margrét er systir Sveins Teitssonar, gullald- arliðsmanns ÍA, föður Árna, meistaraflokks- manns og landsliðsmanns. Systir Margrétar er Ester, kona Þórðar Þórðarsonar, gullaldarliðs- manns ÍA og landsliðsmanns, og móðir Teits og Ólafs Þórðarsona, meistaraflokksmanna ÍA, landsliðsmanna og þjálfara, sem og Þórð- ar, föður meistaraflokksmannanna Þórðar Þórðarsonar og Stefáns Þórðarsonar. Þá er Est- er móðir Lilju, móður meistaraflokksmanns- ins Unnars Arnar Valgeirssonar. Margrét er dóttir Teits, sjómanns á Akra- nesi, Benediktssonar, sjómanns á Bjargi á Akranesi, Teitssonar í Skarðsbúð, Benedikts- sonar. Móðir Benedikts var Þorbjörg Kristj- ánsdóttir. Móðir Teits sjómanns var Guðný Guðlaugsdóttir. Móðir Margrétar er Unnur Sveinsdóttir í Nýlendu, Ingjaldssonar og Ólaf- ínu Ásmundsdóttur. Sigursteinn heldur upp á afmælið með fjöl- skyldunni. sigurbjörg Felixdóttir Hélt upp á afmælið um síðustu helgi. Tveggja vikna sumarhúsadvöl á Spáni er svo handan við hornið. 60 ára í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.