Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 76
Hvað skal segja? Ég las fyrstu bók Raymonds Khoury, Síðasta musterisriddarann, þegar hún kom út á síðasta ári og satt best að segja las ég hana í einum rykk. Sú bók fjallaði um átök góðs og ills í leit að arfleifð musterisriddaranna. Einhverra hluta vegna virðast þeir vera þungamiðjan í annarri hverri spennubók um þessar mundir og fylgdi frásögninni mikill sagnfræði- legur fróðleikur. Uppgangur must- erisriddaranna á tímum krossferð- anna hefur löngum verið sveipaður dulúð og margar kenningar á lofti þar að lútandi. Samkvæmt mörg- um kenningum áttu riddararnir að hafa tak á kirkjunnar mönnum vegna leyndarmáls sem Páfagarði var mikið í mun að ekki yrði upplýst um. Sú er raunin hér. Metropolitansafnið í New York verður fyrir innrás fjögurra manna. Mennirnir eru dulbúnir sem must- erisriddarar og eru ríðandi. Forn- leifafræðingurinn Tess Chaykin verður vitni að ráni riddaranna og henni verður fljótlega ljóst að meira en fégræðgi ræður för ræningjanna. Meðal þeirra muna sem skipta um eigendur í ráninu er ævaforn dul- málsvél úr eigu Páfagarðs. Tess fær ekki við sig ráðið og hefur sína eig- in rannsókn og brátt skarast leiðir hennar og Seans Reilly, starfsmanns alríkislögreglunnar. Spurning- in er hver tók dulmálsvélina og af hverju. Hægt og bítandi rennur upp fyrir þeim ljós og rannsókn- in leiðir þau til Tyrklands, þar sem musterisriddarar fóru um mörgum öldum áður. En einnig verður þeim deginum ljósara að sterk öfl vinna gegn þeim og greinilegt að ekki vilja allir að Tess og Sean hafi árangur sem erfiði. Þrátt fyrir að margt sé með ólík- legum hætti í sögunni er á ferðinni prýðis spennusaga og vel þess virði að lesa þegar sólargangur styttist. En eins og gjarna vill verða með sögur af þessum toga verður allt með miklum ólíkindum þegar dreg- ur nær málalokum. Griðastaður Ekki var laust við að ég hugs- aði mér gott til glóðarinnar þeg- ar ég fékk það verkefni að lesa og rita umsögn um aðra bók Khour- ys, Griðastað. En skömmu eftir að lestur hófst skynjaði ég að eitt- hvað vantaði, og ég gat lagt bókina frá mér í tíma og ótíma án þess að það ylli mér hugarangri. Griðastað- ur fjallar um meinafræðinginn Míu Bishop sem nýkomin er til Beirút þar sem móðir hennar, Evelyn, hef- ur búið til fjölda ára. Móðir hennar er fornleifafræðingur, sem fyrir til- viljun er rænt af forhertum misind- ismönnum og lengi vel er ekki vitað hvað vakir fyrir þeim. Dóttir henn- ar sver þess dýran eið að láta einsk- is ófreistað til að bjarga henni, og henni til halds og trausts er leyni- þjónustumaðurinn Corben. Fornt tákn skýtur upp kollin- um hér og hvar í framvindu sög- unnar og brátt breytist björgunar- leiðangur Míu í leit að merkingu táknsins. Þegar líður á frásögnina kemur í ljós að málið snýst um ævafornan elexír, en áhrif hans eru enn sem komið er á huldu. Fljótlega kemur í ljós að um er að ræða undradrykk sem hægir á öldrun – í alvörunni! og þegar þar er komið sögu geispaði ég hið fyrsta sinnið. En ég hafði verk að vinna og með hálfum huga hélt ég lestrinum áfram, en var orðið nokk sama um sögulok og örlög mæðgnanna og misindismannanna. Inn í frásögnina fléttar Khoury, líkt og í Síðasta musterisriddaran- um, ýmsum sögulegum fróðleik um nokkra af frumkvöðlum læknavís- indanna, óhugnanlegum tilraunum sem læknar nútímans eiga að hafa staðið að og lýsingum af spænska rannsóknarréttinum. Það er allt saman gott og blessað, en mér var ómögulegt að kyngja lífselexírnum. Vissulega er það einkenni flestra spennusagna af svipuðum toga að þær gætu ekki gerst í raunveruleik- anum og lestur þeirra skal vera með þeim formerkjum, en auk þessa ótrúleika mistekst Khoury allhrap- allega í persónusköpun sinni að þessu sinni, nema að persónurn- ar líði eingöngu fyrir það sem mér finnst afspyrnu heimskulegt plott. Í hnotskurn stendur þessi bók Síðasta musterisriddaranum langt að baki. Góð spenna á að halda les- anda vakandi fram í morgunsárið og það gerði Griðastaður ekki. Kolbeinn Þorsteinsson miðvikudagur 25. júní 200876 Fókus DV á m i ð v i k u d e g i Súpergrúppa á Skaganum Bláir skuggar, kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar, byrjar tólf daga hringferð sína um landið í sal TónlisTarskólans á akranesi í kvöld klukkan 20. kvartettinn er nokkurs konar „súpergrúppa“ í íslenskum djassi, en auk Sigurðar skipa hann þjóðsagna- persónur í íslenskri tónlist, þeir Þórir Baldursson, jón Páll Bjarnason og Pétur Östlund. Spenna fléttuð SagnfræðiLatínbít Tómasar r. á glaumbar Latínkvartett Tómasar R. spil- ar ásamt Samúel J. Samúelssyni básúnuleikara á bítboxkvöldi á Glaumbar annað kvöld. Kvartettinn skipa auk bassaleikarans Tómasar gítarleikarinn Ómar Guðjónsson, saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og trommu- og slagverksleikarinn Matthías M.D. Hemstock. Latín- sveit Tómasar hefur leikið heima og erlendis á undanförnum árum, þar á meðal bæði í Moskvu og Havana, og í byrjun september fer sveitin í tónleikaför til Rúmeníu. Tónleikarn- ir hefjast klukkan 22 og aðgangur er ókeypis. á vegum úti endurútgefin Íslensk þýðing hinnar víðfrægu sögu On the Road eftir Jack Kerouac kem- ur innan tíðar út í kilju í ritröðinni Erlend klassík hjá Forlaginu. Bókin fjallar um þá tíma þegar bít-kynslóð- in bandaríska var í fæðingu. Einn gagnrýnenda lét svo um mælt að útkoma bókarinnar væri sögulegur viðburður. Reyndist hann þar sann- spár því síðar átti heil kynslóð ungra Bandaríkjamanna eftir að halda út á þjóðvegina með bakpokana sína. Ólafur Gunnarsson þýddi On the Road en þýðingin kom út innbund- in, undir nafninu Á vegum úti, fyrir þó nokkrum árum. Bláa bílvélin úr djúpinu Lokahluti gjörningsins á verki Roger Hiorns fer fram í Hafnar- húsi Listasafns Reykjavíkur ann- að kvöld. Í einfölduðu máli snýst gjörningurinn um bílvél sem leg- ið hefur í koparsúlfatupplausn að undanförnu. Mikil óvissa hefur verið með hve langan tíma taki fyrir upplausnina að ná stofuhita í einangraða plastkarinu í A-sal Hafnarhúss. Þessi lokahluti átti að fara fram á sunnudaginn en hitastigið reyndist of hátt. Tækni- menn safnsins hyggjast hífa vélina upp klukkan 20 í kvöld. Á meðfylgjandi mynd má sjá blá- an segulkubb sem hlaut álíka meðferð hjá Hiorns á tilrauna- maraþoni hans í Serpentine Gall- ery í London Þegar hljómsveit eins og Sigur Rós gefur út nýja plötu, og aðdáandi eins og ég fæ það verkefni að dæma hana hefur það ekkert upp á sig að fara að tína út eitt lag fremur öðrum. Heldur ekki að fjalla um strauma og stefnur eða minnast á æðislega ins- trúmental kaflann í þessu lagi eða hinu. Nei, fræðileg nálgun á við- fangsefnið gerir ekki neitt þegar Sigur Rós á í hlut. Frekar er rétt að beina athyglinni að tilfinningunni sem Sigur Rós vekur hjá þeim sem hér skrifar. Hljómsveitin er jú eftir allt frábær í að vekja sterkar tilfinn- ingar hjá hlustandanum. Það hlýtur að vera ótvíræður gæðastimpill á tónlist að hlustand- inn fyllist bjartsýni og þrá til þess að láta eitthvað gott af sér leiða. Á köfl- um er bjartsýnin svo ríkjandi að ég er þess sannfærður að gengi krón- unar myndi taka kipp upp á við ef þeir í Kauphöllinni myndu nú bara hlusta. Plötuumslagið sjálft með allsbera fólkinu passar svo alveg fullkomlega við tóninn á plötunni, því það er örugglega mannbætandi að hlaupa um svona eins og það gerir. Bjartsýni er þó ekki alveg ekki einráð á plötunni, Jónsi dettur í einu lagi í vonlenskubullið sitt, sem sendir hugann eitthvað lengst á þægilegan stað. Ég satt best að segja get ekki beðið eftir öllum kvöldstundunum á næstu vikum sem ég ætla að sitja á stól úti á svöl- um og láta miðnætursólina og Sigur Rós sjá um að mér finnist ég vera að springa úr lífi og jákvæðni. Áhyggj- ur af kreppu og erfiðum fasteigna- markaði fjúka út í veður og vind þegar Sigur Rós fer á fóninn. Húrra, strákar! Þið gerið lífið aðeins betra. Valgeir Örn Ragnarsson Gera lífið betra plötudómur Sigur róS HHHHH með suð í eyrum við spilum endalaust útgeFandi: Smekkleysa raymond Khoury er af líbönskum ættum og arkitekt að mennt. Ekki alslæmar spennusögur, en renna út í sandinn. Gætu glætt áhuga lesenda á sögu fyrri alda. Bókadómar SíðaSti muSteriSriddarinn HHHHH griðaStaður HHHHH HÖFundur: raymond khoury útgeFandi: jPv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.