Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Síða 34
miðvikudagur 25. júní 200834 FERÐIR DV uppskrift úr 8. tbl. gestgjafans 2007, bls. 42 Höf.: úlfar finnbjörnsson mynd: kristinn magnússon n 1 lambalæri Kryddlögur: n 1-2 msk. tímíanlauf n 1-2 msk. rósmarínnálar n 1-2 msk. basilíka, söxuð n 2 hvítlauksgeirar n 2-3 msk. balsamedik n 1 msk. sinnep n ólífuolía n salt og pipar Saxið kryddjurtir og hvítlauk. Blandið saman balsamediki, sinn- epi og ólífuolíu og bætið krydd- jurtunum saman við. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Smyrjið lærið með blöndunni og geymið í rúman sólarhring. Pakk- ið lambalærinu inn í álpappír og grillið í holu í 1 1/2 klst. Snúið lærinu á 20 mín. fresti. Berið fram með grilluðu grænmeti og fersku salati. grillaðar sætar Kartöflur með sýrðum rjóma n 2 sætar kartöflur n ólífuolía n salt og pipar n 1 dós sýrður rjómi með graslauk Skerið kartöflurnar eftir endi- löngu, penslið með olíu og krydd- ið með salti og pipar. Grillið í nokkurn tíma eða þar til þær eru gullnar og mjúkar. Sýrður rjómi er góð sósa með bæði kjötinu og kartöflunum. VEIslumáltíÐ á ferðalaginu grillað lambalæri með Kartöflum og sKyrfrauð í eftirrétt eru alíslensKir réttir sem gleðja hvern mann. að sjálfsögðu er gott rauðvín ómissandi með. Á ferðalaginu langar mann oft að geta eldað góðan mat. Það getur hins vegar verið erfitt þar sem áhöld og aðstöðu vantar. Þá er oft endað í pylsunum. Til eru margar góðar hugmyndir til að gera veislu á auð- veldan hátt. sKyrfrauð með jarðarberjum uppskrift úr 8. tbl. gestgjafans 2007, bls. 48. Höf.: úlfar finnbjörnsson mynd: gunnar Þór nilsen fyrir 4-6 n 3-4 dl jarðarber, maukuð og marin í gegnum fínt sigti n 500 g skyr, hrært n 1 dl rjómi n 1 bakki jarðarber, skorin í báta Setjið helminginn af maukuðu jarðarberjunum í skál ásamt skyri og rjóma og blandið vel saman. Hellið blöndunni í gasrjóma- sprautu og setjið gashylki á sinn stað. Bíðið í 3 mín., takið þá gas- hylkið úr og setjið annað í stað- inn. Hægt er að geyma blönd- una í rjómasprautunni í 5 daga í kæli. Sprautið skyrfrauðinu í glas og skreytið með jarðarberjum og afganginum af jarðarberjamauk- inu. Fundir – Árshátíðir starfsmannaskemmtanir og uppákomur fyrir fyrirtæki og félög Sumarhús og Veitingastaður á Tálknafirði og Súðavík Tilboð í september til desember 2008 H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is Sumarbyggð hf Tálknafirði og Súðavík sumarbyggd@sudavik.is - sími 8614986

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.