Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Síða 15

Neytendablaðið - 01.11.2009, Síða 15
Notendum Garnier Nutritioniste Ultra Lifter er lofað árangri á fjórum vikum og að augnlokin muni lyftast sé kremið notað í átta vikur. Árangur eftir sex vikna notkun var þó einungis í meðallagi. L´Oréal Paris Advanced Revitalift Eye Anti-Wrinkle & Firming Eye Cream. Kremið þótti þægilegt í notkun en loforðið um að hrukkur minnkuðu og baugar hyrfu átti ekki við rök að styðjast. Clarins Paris Advanced Extra Firming augnkrem hafði einhver áhrif á hrukkur en lítil árhif á þreytu. Á umbúðum stendur að kremið innihaldi ekki ilmefni en þó eru í því tvö efni sem eru á lista Evrópusambandsins yfir ofnæmisvaldandi ilmefni: Citronellol og geraniol. Undir meðallagi: Þau krem sem höfðu minnst áhrif að mati notenda og sérfræðinga voru frá Roc, Garnier og Lancome. Kremið frá Lancome hafði lítil áhrif á notendur í þessari könnun. Kremið mun þó eiga rætur sínar í leysigeislameðferð og inniheldur nýja byltingarkennda samsetningu sem er sögð hafa áhrif á fimm kollagengerðir í húðinni. Þau áhrif eiga að koma fram eftir þrjár vikur. Eftir sex vikur fundu notendur þó lítinn mun. 1 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.