Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Síða 6

Ægir - 01.04.2012, Síða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Þegar stórt er spurt, líkt og í yfirskrift þessa pistils, kann að verða fátt um svör. Sem ættu þó ekki að vefjast fyrir nokkrum Íslendingi, jafn oft og við höldum því á lofti að við séum ekki aðeins sjávarútvegsþjóð heldur ein sú fremsta í heimi. Hvernig skilgreinum við þessa stöðu og stöndum við undir fullyrðingun- um? Erum við á leið í þessa átt - eða jafnvel einhverja allt aðra. Ágætt er í byrjun að velta því fyrir sér hvað er þjóð. Visku- brunnurinn Wikipedia á netinu býr yfir ýmsum fróðleiksmola og segir þetta um hugtakið þjóð: „Þjóð er hópur fólks með sam- eiginleg menningarleg einkenni, t.d. sömu sögu eða tungumál og oft á tíðum sameiginlegt ætterni. Þjóð hefur oftast ein- hverja ljósa eða óljósa þjóðarvitund og einstaklingarnir gera sér almennt grein fyrir að þeir tilheyra ákveðnum hóp og kenna sig jafnan við þjóðina.“ Hér kemur að ágætu hugtaki - þjóðarvitund. Væntanlega teljum við áðurnefnt meðfætt sjálfs- álit okkar Íslendinga að við séum sjávarútvegsþjóð vera stóran hluta af þjóðarvitundinni. Og ekki að ástæðulausu. Því má halda fram að þær deilur og sú togstreita sem uppi er um sjávarútvegsmál ruggi þessum bát, þeirri þjóðarvitund Íslendinga að við séum sjávarútvegsþjóð og eigum að vera stolt af því. Það sem þjóð gerir er væntanlega eitthvað sem hún þjappar sér á bak við og er stolt af. Árangur - framfarir. Þær sjáum við svo sannarlega í sjávarútvegi og nú þegar sjó- mannadagur rennur upp er vert að halda því enn einu sinni til haga hvaða lóð á vogarskálarnar íslenskir sjómenn leggja og hafa lagt í gegnum tíðina. Þeir búa að sönnu oft við mikið skilningsleysi á störfum sínum. En sé aftur vikið af vangavelt- um um þjóðarvitundina og sjávarútveginn þá virðist markvisst hafa verið unnið að því að stórskaða mynd sjávarútvegsins í þjóðfélaginu. Við stöndum skyndilega uppi með einhvers konar málvenju sem hver étur upp eftir öðrum að eitthvað sé til sem heitir þjóð og svo eitthvað annað sem heitir útgerð og útgerð- armenn. Nýorðið „umframhagnaður“ er aldrei notað í samhengi við aðrar greinar þjóðfélagsins en sjávarútveginn. Eða heyrum við þetta nefnt í samhengi við ferðaþjónustu, fjármálastarf- semi? Hvers vegna ekki? Niðurstaðan er þessi: sameiginlegt verkefni allra er að snúa af þessari braut áður en fer enn verr. Átakamiðuð umræða um sjávarútveg er mjög líkleg til að leiða til vanhugsaðra ákvarð- ana. Eitthvað mikið er að þegar við fáum nánast algjört stopp í smíði fiskiskipa líkt og undanfarin ár. Það ætti því að vera mikið gleðiefni að taka á móti jafn glæsilegu skipi og gert var í Vestmanneyjum á dögunum og fjallað er um í Ægi að þessu sinni. Ný Heimaey VE er kærkomin í flotann. Meiri fjárfesting verður að eiga sér stað í sjávarútveginum ef við ætlum ekki að dragast aftur úr. Slíkt gerir ekki þjóð sem telur sig vera sjávar- útvegsþjóð. Okkar eilífa verkefni er að standa undir nafni sem slík. Ægir sendir sjómannastéttinni og fjölskyldum sjómanna góðar kveðjur í tilefni af sjómannadegi. Ofurskattur veikir hvatana Það fylgir því mikil ábyrgð, sérstaklega gagnvart sjávarbyggð- um, að fara með nýtingarrétt á sjávarauðlind þjóðarinnar. Eins og fram hefur komið þá er sjávarútvegur stærsti hluti hagkerfis Vestfjarða og líklega fá atvinnusvæði á landinu sem hafa svo einhæft atvinnulíf. Afkoma og umgengni sjávarútvegsfyrirtækja um auðlindina er því grundvallar hagsmunamál íbúanna. Það er mikilvægt að greinin sé arðsöm og skili rentu, en ekki síður að sú renta skili sér til þjóðarinnar, og þá sérstaklega íbúa sjávarbyggða sem nýta verðmætin. Fyrirtæki sem hafa farið óvarlega og ekki kunnað fótum sín- um forráð verða ekki drifkraftur framfara og standa ekki undir efnahag íbúa eða sveitarfélaga. Ofur skuldsett fyrirtæki verða þannig vaxtaþrælar sem ekki verður byggt á þar sem allur fisk- veiðiarðurinn rennur til lánadrottna. Það er því gríðarlegt hagsmunamál íbúa á Vestfjörðum að greint verði hvers vegna staða sjávarútvegs er lakari en annars- staðar á landinu. Viðsnúningur í afkomu fyrirtækjanna er for- senda byggðar, en ofurskattlagning ríkisins með óhóflegum auð- lindaskatti veikir efnahagslegu hvatana til að stunda sjávarútveg og hefur því óhjákvæmilega áhrif á vestfirskt atvinnulíf. Neil Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, í grein á fréttavefnum bb.is Ástæða til aukinna strandveiða - fremur en hitt Digurbarkalegar yfirlýsingar um léleg aflagæði strandveiðibáta fá heldur ekki staðist nánari skoðun. Úttekt sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið lét gera á aflagæðum strand veiði báta í fyrrasumar leiðir í ljós að afli þeirra er sambærilegur við afla annara smábáta. Enn fremur að aflameðferð strandveiðibáta hafi batnað að mun. Þetta hvort tveggja rímar við úttekt sem Háskólasetur Vest- fjarða gerði um reynsluna af strandveiðunum eftir sumarið 2009. Þar kom fram að afli strandveiðibáta væri síst lakari og í mörg- um tilvikum betri en afli stærri báta, reynslan af veiðunum væri góð og þær hefðu reynst lyftistöng fyrir atvinnu- og mannlíf í sjávarbyggðum. Strandveiðar eru hrein viðbót við atvinnuflóruna innan sjávar- útvegsins. Þær eru sá angi atvinnugreinarinnar sem býður einna helst upp á jafnræði og atvinnufrelsi, auk þess sem veiðarnar eru líklega þær vistvænustu sem völ er á. Fremur er ástæða til að auka þær en minnka við núverandi aðstæður, enda viðbúið að aukið frjálsræði þessara veiða gæti skapað milljarða í gjald- eyristekjur og mörg hundruð störf sem jafnvel gætu hlaupið á þúsundum. Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður, í grein á fréttavefnum feyki.is U M M Æ L I Hvað gerir þjóð að sjávarútvegsþjóð?

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.