Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Síða 26

Ægir - 01.04.2012, Síða 26
26 F R É T T I R Björgvinsbeltið sem Björgvin Sigurjónsson, skipstjóri í Vest- mannaeyjum, fann upp fyrir bráðum 25 árum, er nú að koma á markað í endurnýjaðri mynd og mun um sjómanna- dagshelgina hefjast formlegt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um sölu þess hér á landi og erlendis. Tekjur af sölu beltisins hjá Landsbjörgu munu renna í bátasjóð félags- ins sem stendur að rekstri og kaupum á björgunarbátum Landsbjargar hringinn í kring- um landið. Því má segja að út- gerðir fái margfaldan ávinning af kaupum af beltinu, auki ör- yggi áhafna og efli um leið út- gerð hinna mikilvægu björgun- arskipa Landsbjargar. Reynsl- an hefur svo sannarlega sýnt að Björgvinsbeltið hefur bjarg- að mannslífum og nýtist ekki síður til björgunar í ám og vötnum en á sjó. Fram- kvæmdastjóri Landsbjargar segir að félagið muni einnig vinna að markaðssetningu á Björgvinsbeltinu í gegnum systursamtök félagsins í Skandinavíu og Bretlandi. Til stuðnings björgunarskipunum Á sjómannadaginn í Vest- mannaeyjum mun Björgvin Sigurjónsson afhenda Bjarna Sighvatssyni, fyrrverandi út- gerðarmanni í Vestmannaeyj- um, fyrsta beltið af nýrri gerð og með því hefst formlega markaðsátak Landsbjargar hér á landi. „Við munum kynna þetta fyrir útgerðum, innan okkar raða, hjá lögreglu, aðilum sem hafa með vötn og ár að gera og á öðrum þeim stöð- um þar sem þetta belti kemur að notum. Við hjá Lands- björgu höfum mikla trú á þessu samstarfi um Björgvins- beltið og að útgerðarmenn og sjómenn taki okkur vel þegar menn sjá ávinninginn sem felst í að kaupa af okkur belti. Björgunarbátarnir hring- inn í kringum landið eru mjög mikilvægir fyrir öryggi sjómanna og ekki þarf að fjölyrða um hversu mikið ör- yggistæki beltin sjálf eru um borð í skipum og bátum,“ segir Guðmundur Örn Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Björvinsbeltið í uppfærði mynd á markað: Björgvinsbeltið selt í þágu björgunarbáta Landsbjargar Björgvin Sigurjónsson sýnir nýja beltið. Útfærslan sú sama og fyrirtæpum 25 árum þegar hann fann beltið upp en ný efni gera það sýnilegra í sjó, ljós er komið í beltið og fleira. Sem fyrr er miðað við að beltið beri tvo menn og því er það í senn björgunartæki fyrir þann sem fer í sjó og öryggistæki fyrir björgunarmanninn sjálfan.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.