Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 11
11 S A G A N Í bók sinni byggir Sigurður meðal annars á frásögn Magnúsar Finnssonar, blaða- manns á Morgunblaðinu til áratuga, sem stóð vaktina og aflaði frétta af atburðum úti á miðunum þegar til átaka kom milli Íslendinga og Breta. Í bókinni segir: Slegið í stjórnborðsbóg „Andromeda, hið gríðarstóra herskip, var á fullri siglingu og stefndi í áttina að okkur á miklum skriðþunga. Örfáum andartökum síðar var bresku freigátunni þverbeygt fyrir varðskipið og slegið í stjórn- borðsbóg þess svo skipin skullu saman með braki og brestum og sjálfur hentist ég til þar sem ég stóð á brúar- vængnum. Strax kom allmikill hliðarhalli á varðskipið sem rétti sig þó strax af þegar það var laust úr klóm brimdrek- ans,“ er haft eftir Magnúsi Finnssyni þar sem hann vísar til átaka á miðunum fyrir austan land snemma árs 1976. Tilgreint er að að þegar útfærsla landhelginnar kom til framkvæmda í október 1975 hafi alls alls fimmtíu breskir togarar verið á Ís- landsmiðum, auk togara frá Vestur-Þýskalandi, Belgíu og Færeyjum. Gagnvart síðast- nefndu þjóðunum náðust samningar fljótlega en raunin varð önnur hvað áhrærði Bretum. Því kom til átaka. Hörð atlaga Austfjarðamið voru helsti vettvangur 200-mílna stríðs- ins. Segja má að það hafi byrjað 15. nóvember 1975 þegar varðskipin Týr og Þór skáru trollvíra aftan úr togur- unum Boston Marauder og Primellu, en slíkt átti eftir að gerast margoft á næstu vik- um. „Hinn 25. nóvember 1975 voru bresk herskip og drátt- arbátar komin á Austfjarða- mið, togurunum til verndar. Og fljótlega sló í brýnu. Fyrst með núningi en svo meiri- háttar átökum. Freigátan HMS Falmouth reyndi ásiglingu á varðskipið Þór 10. desember og næsta dag gerðu þrír dráttarbátar harða atlögu að varðskipinu í mynni Seyðis- fjarðar. Einn bátanna, Llo- ydsman, sigldi tvívegis á varðskipið og olli á því mikl- um skemmdum. Svarað var með fallbyssuskotum. „Fyrri kúluna létum við viljandi fara yfir dráttarbátinn en seinni kúlunni var miðað á strompinn. Ekki sáum við hvar hún lenti á skipinu en við heyrðum greinilega að hún hitti Lloydsman,“ sagði Helgi Hallvarðsson skipherra í viðtali við Morgunblaðið í kjölfar atburðanna við Seyðis- fjörð. Áróður skiptir máli Í bókinni er nokkuð gert úr þætti fjölmiðla í þorskastríð- inu. Þar segir að þegar ís- lensku varðskipin lögðu úr Átökin um Íslandsmið Helgi Hallvarðsson var nafntogaður skipherra og ein af frægustu kempum þorskastríðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.