Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 34

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 34
34 bátinn árið 1990 þegar þeir stofnuðu útgerðarfélagið Steinunni ehf. um útgerðina. Ýmsar breytingar hafa ver- ið gerðar á bátnum frá því hann var smíðaður á sínum tíma, m.a. var hann lengdur, byggt yfir hann, aðalvél stækkuð, skipt um brú, nýr skutur byggður, perustefni og fleira. Og fyrir þremur árum voru gerðar veigamiklar end- urbætur á spilkerfi bátsins. 65 tonn í þremur köstum! Tölurnar um afla Steinunnar SH í róðrum maímánaðar segja allt um hversu mikil veiðin hefur verið. Aflinn var 230 tonn í fimm sjóferðum, þ.e. 46 tonn í róðri! Róður númer fjögur var sínu stærst- ur, eða 65 tonn í þremur köstum. Brynjar skipstjóri segir vart hægt að tala um sveiflur á þessum miðum Æ G I S V I Ð T A L I Ð Útgerð Steinunnar SH er fjölskyldufyrirtæki í eigu Brynjars og fjögurra bræðra hans. Allir eru þeir í áhöfn skipsins en ekki nóg með það heldur er sjötti bróðirinn einnig í áhöfninni. Sjö- undi áhafnarmeðlimurinn er síðan sonur Brynjars skipstjóra og sá áttundi tengdasonur skipstjórans. Með öðrum orðum er áhöfnin öll úr sömu fjölskyldunni og greinilega samhent eftir því, ef marka má af aflabrögðunum. Enda svarar Brynjar skip- stjóri því til að ekki þurfi oft að setja á fjölskyldufundi í landi. „Fjölskyldumálin eru bara leyst á sjónum. Þetta gengur fínt hjá okkur,“ svarar hann hlæjandi. Öll áhöfnin úr sömu fjölskyldunni Mettúrinn í vor var um 65 tonn. Hér er stærsta halið – yfir 30 tonn af þorski og þurfti 44 poka til að taka þennan afla um borð. Áhöfnin á Steinunn SH afhendir björgunarsveitinni Lífsbjörg í Snæfellsbæ styrk í maí 2011. Þrír félagar úr sveitinni veita styrknum viðtöku en á myndina vantar Odd Brynjarsson, matsvein. Mynd: Stefán Ingvar Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.