Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 36

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 36
36 Óskum sjómönnum til hamingju með daginn Kæli- & frystiklefar, hurðir & öryggisbúnaður Rennihurðir fyrir kæli- & frystiklefa Kælivélaolíur Plaststrimlar í kæli- og frystiklefa Munters þurrkbúnaður til að þurrka geymslur & önnur rými Nergeco hraðopnandi iðnaðar- hurðir fyrir kæli & frystiklefa. Kæliviftur Kælitækni Rauðagerði 25 • 108 Reykjavík • Sími 440 1800 • Fax 440 1801 • cooltech@cooltech.is www.kælitækni.is og/eða www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér ... Hraðopnandi iðnaðarhurðir þorskaflamarki yfir í ýsu og skiptum á heimildum. „Um tíma var svo mikið af ýsu á miðunum að við urðum að slá af þar sem erfitt var að verða sér úti um ýsukvóta. Þetta segir svolitla sögu um að við erum ekki alltaf að upplifa það sama á miðunum og stofnmatið segir til um. Og það er óhætt að segja að þetta hafi verið mjög góð ýsa sem við fengum,“ segir Brynj- ar en almennt er fiskurinn mjög vænn þessa mánuðina. Fram að páskastoppi segir Brynjar að þorskurinn hafi verið rígvænn og ólíkur hin- um hefðbundna vertíðarfiski. „Á þessum tíma var eins og þessi 3-6 kílóa vertíðar- fiskur væri ekki finnanlegur. Uppistaðan í þorskaflanum var fiskur frá 6 og upp í 12 kíló en þegar við byrjuðum aftur að róa síðla aprílmánað- ar var aflinn orðinn mun blandaðri í stærðum. En þessi stóri fiskur sem við vorum að fá bæði hér á heimamiðunum og raunar líka fyrir vestan í haust er ekki óskastærð hvað verðmætin varðar. Þegar salt- fiskmarkaðir eru jafn slakir og raun ber vitni þá er ekki eins eftirsóknarvert að fá þennan stóra fisk. Það er svo- lítið kúnstugt að loksins þeg- ar svona rígvænn fiskur fæst þá vill maður hann síður. Svona er þetta nú allt saman breytingum háð,“ segir Brynj- ar. Dragnótin skaðar ekki Eins og áður segir er Stein- unn SH alfarið á dragnót og Brynjar, sem hefur verið á sjó frá 13 ára aldri, segist aldrei muna eftir öðru en skiptar skoðanir hafi verið um drag- nótaveiðarnar. Sumum séu þær þyrnir í augum. „Hér erum við að fiska á sandbotni og að hluta á leir þannig að dragnótin er ekki að valda neinum skaða. Við sjáum líka oft hvernig sand- botninn breytist þegar gerir slæm vestanveður. Þá koma miklar sandöldur í botninn þannig að áhrifin af dragnót- inni sem slíkri eru hreinir smámunir á við það sem ger- ist í þungum sjó,“ segir Brynj- ar en hann hefur verið við skipstjórn frá árinu 1974 og þar á undan háseti og stýri- maður. „Sjómennskan var það sem ég vildi leggja fyrir mig og sé ekki eftir því. Þetta er ágætt lífsstarf en vissulega getur sjómennskan líka verið þreytandi og tekið á. En mér hefur líkað þetta útgerðar- form vel, við förum að morgni og komum heim að kvöldi, nema þegar við erum fyrir vestan. Þá förum við að heiman héðan í Ólafsvík á mánudagsmorgnum og kom- um aftur á föstudagskvöldum. Gistum þess á milli í bátnum. Þetta er orðin nokkuð föst rútína hjá okkur.“ Grundvöllur sem okkur var skapaður Brynjar er fámáll um hina margfrægu umræðu um sjáv- arútveginn sem varla hefur farið framhjá nokkrum manni í samfélaginu síðustu mánuði. „Þetta er ósköp leiðinleg og neikvæð umræða um okkur sem stundum þessa atvinnu. En staðreyndin er sú að við erum ekki að gera neitt ann- að en vinna eftir þeim grund- velli sem okkur var skapaður. Og eins og ég sagði áðan þá höfum við þurft að taka á okkur kvótaskerðingar af full- um þunga. Við höfum því ekki fengið neitt afhent upp í hendurnar eins og reynt er að telja fólki trú um að al- mennt sé gert í útgerð. En það hlýtur að vera umhugs- unarvert ef sú leið verður svo farin nú að þeir sem tekið hafi á sig skerðingar í kvóta eigi síðan að sitja hjá og verða af aukningu í kvóta ef hún kemur til framkvæmda.“ Æ G I S V I Ð T A L I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.