Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 25

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 25
25 B Á T A S M Í Ð I Starfsfólk Naust Marine sendir sjómönnum sínar bestu kveðjur í tilefni af sjómannadeginum... ... og óskar áhöfn og útgerð Ásbjörns til hamingju með nýtt spil og rafmagnsvírastýri. Áhugaverður markaður í Danmörku „Við erum þessa dagana að vinna að smíði 10 metra báts fyrir danskan kaupanda og mér vitanlega er þetta fyrsta íslenska nýsmíðin á fiskibát fyrir Danmerkurmarkað. Frá okkur hafa farið Seigs-bátar til Noregs en við bindum miklar vonir við að framhald verði á smíði fyrir Danmörku enda umtalsverð bátaútgerð þar í landi,“ segir Friðrik en báturinn mun fara á færa- og netaveiðar, fiska makríl, kola og fleira. Hann er jafnframt ríkulega búinn innréttingum og þannig nokkurs konar sambland af atvinnu- og skemmtibát. Báturinn er með fellikili en fyrir þann búnað hefur Seigla einmitt fengið viðurkenningar erlendis. „Meðan gengi krónunnar er svo sem raun ber vitni þá er hagstætt fyrir okkur að sækja verkefni erlendis og ég vona að þessi bátur muni hjálpa okkur að afla fleiri verkefna í Danmörku,“ segir Friðrik. Óvissan hefur haldið aftur af endurnýjun Á gólfinu hjá Siglufjarðar Seig ehf. er annar trefjaplastbátur öllu stærri en sá sem fer til Danmerkur. Um er að ræða yfirbyggðan línubát fyrir út- gerð í Stykkishólmi sem lengdur var verulega og mælist 16 metrar og 32 tonn. Þetta er því með allra stærstu plastbátum í flotanum. „Þetta er gott dæmi um það sem við getum gert í bátasmíðinni og við vitum af áhuga fleiri útgerða línubáta á hliðstæðum breytingum,“ segir Friðrik en einmitt á Siglufirði eru nokkrar ölfugar línubátaútgerðir sem flestar eru með báta frá Siglufjarðar Seig ehf. Aðspurður segir Friðrik að óvissan um kvóta- frumvörpin og framtíðarfyrir- komulag veiða hafi haldið aftur af áhuga innlendra báta- eigenda á nýsmíði. „Já, fyrst og fremst er það þessi óvissa sem hefur haft áhrif. Þegar henni léttir þá er ég þess fullviss að margir ákveða að fara í endurnýjun. Við höfum verið að fjölga starfsmönnum og erum vel undir þau verkefni búnir, jafnframt því að taka að okk- ur stærri sem minni viðhalds- verkefni. Hér höfum við yfir öllum verkþáttum að ráða, hvort heldur er þekking á trefjaplastinu, stálsmíði, tré- smíði eða raflögnum,“ segir Friðrik. Friðrik Jónsson, framkvæmdastjóri, við 32 tonna línubát sem fyrirtækið lengdi um þrjá metra og gerði fleiri breytingar á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.