Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 41

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 41
41 Ö R Y G G I S M Á L ekki sé kominn tími til að breyta þessu. Það getur varla verið að við sættum okkur við að þessi slys séu óhjá- kvæmilegur fórnarkostnaður þess að halda úti öflugum sjávarútvegi. Hér eru því klár- lega mikil sóknarfæri til úr- bóta fyrir sjómenn jafnt og útgerðir,“ segir Gísli Níls Ein- arsson, forvarnarfulltrúi fyrir- tækja hjá Vátryggingafélagi Íslands, VÍS. Sjómennskan hættulegt starf Þrátt fyrir að fiskiskip verði bæði stærri og öflugri eftir því sem tækni fleygir fram er sjómennska áfram hættulegt starf. Þar er tölfræðin ólygn- ust. Staðreyndin er að vinnu- slys á sjó eru hlutfallslega mun algengari en í landi. At- hygli vekur hins vegar að að- eins lítinn hluta þeirra má rekja til veðráttu og sjólags. Algengasta orsök slysa lýtur að mannlega þættinum. Sam- kvæmt atvikaskráningu má rekja um 40% slysanna til fljótfærni sjómannanna eða rangrar staðsetningar þeirra. VÍS hefur á undanförnum árum unnið að því í samstarfi við útgerðir að fækka vinnu- slysum sjómanna og innleiða öryggismenningu í fiskiskipa- flotann. Stofnuð er öryggis- nefnd um borð í skipunum, gert áhættumat starfa til að greina hættur í vinnuum- hverfinu og hvort þörf er á að bæta verk- og vinnuferla um borð, ásamt því að tekin er upp virk atvikaskráning. Til þess að fá sem yfirgrips- mestar upplýsingar í áhættu- matinu taka skipverjar ekki aðeins út eigin vinnuaðstæð- ur heldur einnig annarra fé- laga sinna um borð. Gests augað er glöggt og Gísli Níls segir þessa aðferð einkar gagnlega við að finna slysagildrur sem e.t.v. eru ekki áberandi í augum þess sem hefur þær daglega fyrir augum. „Sjómenn eru frábær- ir samstarfsaðilar því þeir eru svo hreinir og beinir, sjálfs- gagnrýnir og segja hlutina umbúðalaust,“ segir Gísli Níls en bætir því við að fleira þurfi að koma til. Slysin gera boð á undan sér „Svona verkefni byggist á samvinnu sjómanna og út- gerðanna sem skuldbinda sig til þess að bregðast við þeim ábendingum sem leiða af at- vikaskráningunni. Þar eru ekki aðeins skráð raunveru- leg slys heldur líka „næstum því slys“. Það er nú einu sinni svo – þvert ofan í það sem oft hefur verið sagt – að slysin gera boð á undan sér,“ segi Gísli og heldur áfram: „Reynsla okkar er sú að út- gerðirnar vinna strax að úr- bótum því þær eiga það sam- eiginlegt með sjómönnum að það er allra hagur að vinnu- staðurinn uppfylli allar örygg- is- og gæðakröfur sem gerðar eru. Það á auðvitað að vera sjálfsögð lágmarkskrafa að allir snúi heilir heim úr veiði- ferðinni.“ VÍS hefur öflugt forvarna- samstarf við Slysavarnaskóla sjómanna. Gísli Níls lýkur lofsorði á starfsemi skólans og segir tilkomu hans gríðar- lega jákvætt skref. „Við hjá VÍS erum virk í forvarnarstarfi og viljum vera leiðandi þátt- takandi í því að skapa nýja arfleifð í öryggismálum sjó- manna. Öryggismál eru hluti af gæðamálum og þau snúast fyrst og fremst um viðhorf og hegðun. Til þess að kalla fram breytta hegðun þarf við- horfsbreytingu. Aðeins þann- ig tekst okkur að koma á þeirri öryggismenningu sem við viljum stuðla að. En við verðum alltaf að hafa hugfast að í öryggismálum, eins og víðar, er alltaf hægt að gera betur,“ segir Gísli Níls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.