Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Síða 35

Ægir - 01.04.2012, Síða 35
35 Æ G I S V I Ð T A L I Ð heldur miklu fremur hægar breytingar. „Á árinum 1996-1997 var mjög góð veiði hér en síðan fór þetta versnandi en hefur svo verið að snúa til baka aft- ur síðustu árin. Ég held þess vegna að það sé nær að tala um þetta sem vísbendingu þess að þorskstofninn sé al- mennt á uppleið við landið og að fiskgengdin hér á hrygningarstöðvunum í Breiðafirði sé til marks um það. Og sóknin í þennan fisk er líka mun minni en var áð- ur þannig að maður skyldi ætla að stofninn ætti þá að skila sér verulega upp á við,“ segir Brynjar og er ekki í vafa um að réttasta ákvörðunin hjá sjávarúrtvegsráðherra á komandi mánuðum væri sú að auka þorskvótann á næsta fiskveiðiári. „Í ljósi þess sem við upp- lifum hér á miðunum þá get ég ekki ímyndað mér annað en óhætt væri að auka kvót- ann og fara með hann upp í 200 þúsund tonn. Ég held að stofninn þoli það. Svo er það önnur saga hvort þetta verður gert - maður er eiginlega al- veg hættur að gera sér vonir, sama á hverju gengur á mið- unum. Þetta er í höndum þeirra sem ráða og einhvern veginn hefur reynslan verið sú að okkur er alltaf gert erf- iðara fyrir frekar en hitt.“ Rígvænn fiskur í vetur Brynjar vísar til skerðingar aflaheimilda undanfarinna ára en útgerð Steinunnar SH er skólabókardæmi um útgerð sem fjárfesti í kvóta til að styrkja grundvöll bátsins en mátti síðan sjá á eftir kvótan- um í skerðinguna. Eftir sátu hins vegar lánin og þau þurfti að greiða þó kvótinn væri farinn. Nýleg skerðing á ýsu- kvótanum hefur heldur ekki gert lífið auðveldara en stað- reyndin er sú að þrátt fyrir dökkt stofnmat á ýsunni hafa þeir á Steinunni SH fengið góðan meðafla á ýsu í vetur og orðið að bregðast við því með bæði breytingum á Sjómenn til hamingju með daginn hedinn.is Tengdasonur skipstjórans, Vilhjálmur Birgisson, ásamt sonum sínum tveimur, Brynjari og Birgi, í einum af síðustu túrunum í vor.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.