Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Síða 18

Ægir - 01.04.2012, Síða 18
18 S J Á V A R Ú T V E G S N Á M Fisktækniskóli Íslands í Grindavík er nýjung í skóla- kerfinu. Skólinn býður upp á nám á sviði veiða (háset- anám), fiskvinnslu og fiskeld- is á framhaldsskólastigi. Skólinn er í eigu aðila vinnu- markaðarins, fræðsluaðila og sveitarfélaga á Suðurnesjum. Hann starfar samkvæmt sér- stökum samningi við mennta- málaráðuneytið. Námið er hagnýtt tveggja ára nám þar sem önnur hver önn er í skóla og hin fer fram í formi vinnu- staðanáms í fyrirmyndar fyrir- tækjum í greininni. Þessi blanda verklegs og bóklegs náms hentar mjög mörgum vel. Jafnframt fá nemendur góð tækifæri til að mynda sterkar tengingar út í atvinnu- lífið á meðan á náminu stend- ur. Brautir skólans eru þrjár þ.e. fiskvinnslubraut, sjó- mennskubraut og fiskeldis- braut. Nemendur ná sér í ýmis réttindi á meðan á náminu stendur eins og smáskipapróf (-12 m.), vélavörður (–750 kw.), lyftarapróf og fleira ásamt því að læra fisktækni, aflameðferð, um gæðakerfi í fiskvinnslu, vinnuvistfræði, upplýsingatækni, umgengi um fiskvinnsluvélar (Baader og Marel) og margt fleira. Í undirbúningi er sérhæft nám fyrir gæðastörf (3ja árið) og einnig braut fyrir véla- menn (Baader – Marel) á hærra stigi. Fisktækniskólinn býður einnig upp á nám í netagerð sem er löggild iðn- grein. Eftir tveggja ára nám getur nemandi útskrifast með fram- haldsskólapróf á því sviði sem hann valdi sér. Það er einnig undirbúningur fyrir frekara nám s.s. í skipstjórn og vélstjórn eða á bóklegum brautum. Það má einnig nefna möguleika á áfram- haldandi námi við sjávarút- vegsdeild Háskólans á Akur- eyri eða hjá samstarfsskóla í Noregi í fiskeldi. Í haust er áformað að kenna faggreinar í dreifnámi/ www.isfell.is Sjófatnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Fisktækniskólinn – skóli til framtíðar Fisktækniskólinn er í Grindavík. Nemendur hlýða á fyrirlestur í kennslustund.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.