Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 8

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 8
8 F R É T T I R Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem öfl- ugasta sjómannadagshátíð landsins. Á sama tíma og hefðbundin hátíðarhöld sjó- mannadagsins hafa víða verið lögð niður undanfarin ár hafa Grindvíkingar tekið þá stefnu af efla Sjóarann síkáta enn frekar enda Grindavík einn öflugasti sjávarútvegsbær landsins. Mikið er lagt upp úr því að Sjóarinn síkáti er fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi. Tónlistin skipar jafnframt stóran sess á hátíðinni. Margir af fremstu listamönnum þjóð- arinnar koma fram á Sjóaran- um síkáta að þessu sinni. Auk Ragga Bjarna og Valdi- mar má nefna Hjálma, Pál Óskar, Helga Björns, Hljóm- sveit Geirmundar Valtýssonar, Andreu Gylfadóttur, Ingó Veðurguð, Hreim, Skítamóral o.fl. Reynt er að bæta umgjörð hátíðarinnar á hverju ári í samvinnu við þá fjölmörgu aðila sem koma að undirbún- ingi hennar á hverju ári. Að þessu sinni verður stórt og mikið svið á hátíðarsvæðinu við Kvikuna alla helgina í stað vörubílspalls til að bæta aðstöðuna fyrir listafólkið og atriðin komast mun betur til skila fyrir áhorfendur. Sjó- manna- og vélstjórafélag Grindavíkur kemur myndar- lega að hátíðinni, sérstaklega á Sjómannadeginum sjálfum þar sem Guðni Ágústsson verður ræðumaður dagsins og heiðursviðurkenningar og kappróður verður á sínum stað. Fjórða árið í röð er svo bænum skipt upp í fjögur litahverfi og síðan verður lita- skrúðganga á föstudagskvöld- inu úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Kvikuna. Grindvíkingar hafa skreytt bæinn sinn hátt og lágt og tekið virkan þátt í hátíðar- höldunum en öllum lands- mönnum er boðið að koma og taka þátt í herlegheitun- um. Fyrir yngri kynslóðina verða ýmis skemmtileg dag- skráratriði eins og dorgveiði- keppni sem nýtur mikilla vin- sælda, Brúðubíllinn, dans frá Danssmiðjunni í Reykjanesbæ og einnig hópur frá Grinda- vík, Skoppa og Skrítla, skemmtisigling fyrir alla fjöl- skylduna, sjópulsan vinsæla verður í höfninni, hægt að fá reiðtúr með mótorhjóli, fara á hestbak, Gókart, sprellleik- tæki, hoppikastalar og trúðar verða á svæðinu og margt fleira. Dagskrána í heild er hægt að nálgast í heild sinni á www.sjoarinnsikati.is. Landslið skemmtikrafta á Sjóaranum síkáta Það var heldur en ekki stuð á mannskapnum á Sjóaranum síkáta í fyrra. Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Við minnum á öfl uga þjónustu Ísfells og gott vöruúrval. Hér fyrir ofan má sjá nokkrar tegundir bindi- og brettavafningsvéla, bæði stórar og smáar ásamt plast- og stálböndum. Í vörulistanum á heimasíðunni www.isfell.is er að fi nna ítarlegar upplýsingar um allar vörur. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! Bindi- og brettavafningsvélar Strekkifi lmur, plast- og stálbönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.