Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 36
Tímarit Máls og menningar velsmíðaða leikriti. Og það er Grasmaðkur reyndar líka þó formið sé ekki jafn- tært og í nýrra verkinu. Þau tímamót sem Grasmaðkur markar á ferli Birgis Sig- urðssonar eru að þar er hann farinn að efast um ágæti beinnar boðunar hugsjónar í orðræðu. Þar stillir hann upp tveimur hugsjónamönnum, annars vegar Haraldi með hugsjónir sem eru orðnar hlægilegar og barnalegar og hins vegar Braga með sínar orðvana hugmyndir um fagurt mannlíf. Það er einmitt tímanna tákn að Bragi á í mesta basli með að skilgrcina draumsýn sína öndvert við til dæmis Skáld-Rósu eða Rúnu í Pétri og Rúnu. Það var hægt að orða glaðbeittar hugsjónir 1972 með Rúnu og með Manna í sama leikriti, en andspænis innantómu blaðr- inu í Haraldi skreppur tungan í Braga saman. Ég gat þess hér að framan að Birgir minnti á Synge í málnotkun, en með Grasmaðki og Degi vonar kemur í ljós að þessi leikskáld eiga fleira sameiginlegt, og það er slungin beiting tákna sem ofin eru úr einföldum og hvunndagslegum athöfnum. Ymsar athafnir persónanna í þessum nýjustu leikritum fá víðtæka merkingu í samhengi leikjanna og miðla oft flóknum upplýsingum um per- sónueinkenni eða hlutskipti. Þetta er einmitt aðferð ljóðskáldsins, en Synge var afar efnilegt en afkastalítið ljóðskáld þegar W. B. Yeats „fann“ hann og kom honum til að semja lcikrit fyrir Abbey-leikhúsið. Tökum dæmi um slíka táknnotkun. Grasmaðkur hefst á því að Unnur hús- freyja situr í stólnum þar sem henni „hefur liðið verst." Síminn hringir en hún ætlar ekki að svara. Þegar hún loksins svarar er það landsíminn. Synir hennar tveir eru í sveit og eru að hringja heim. Sambandið er vitaskuld slæmt og það og fjarlægðin undirstrika hina sérstæðu firringu Unnar. Forsendur hjónabands hennar eru brostnar og hin eiginlega fjölskylda fjarlæg henni. Þannig fáum við fyrstu vísbendingu um hlutskipti Unnar. Siðaboðskapur hennar til sonanna, „bræður eiga að vera vinir", kemst naumast til skila gegn um landsímann, en hugsunin verður afar mikilvæg síðar í verkinu. Andartaki síðar fáum við dæmi um sparlegaog markvissapersónukynningu, sem með einföldu hvunndagstákni verður skýr og áreynslulaus. Haraldur, eiginmaður Unnar, kemur inn, lítur á úrið og síðan á gömlu klukku föðurættarinnar sem hangir á stofuveggnum. „Hún er hálfri mínútu of sein,“ segir hann og flýtirgömlu klukkunni. Þettagef- ur okkur ekki aðeins hugmynd um nákvæmni Haraldar og eljusemi, heldur miðlar það þeirri staðreynd að hann er maður sem dregur fortíðina á eftir sér. Haraldur reynir jafnan að láta alla hluti slá í takt við sinn vilja og sinn tíma, en fortíðin og faðir hans hafa beygt hann og gert smáan. Þessi mynd vex í verkinu og með atburðarásinni verður okkur ljóst að Haraldur verður að losna undan klafa fortíðar sinnar og skapa sig upp á nýtt ef hann á að verða að sönnum manni. Samskonar táknnotkun er á ferðinni í titli verksins og grænu jakkafötunum sem Unnur er að sníða á Braga. í Degi vonar verða skæri að mikilvægu tákni þegar til stendur að sníða nýtt 298
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.