Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 77
Þróun skáldsögunnar í Frakklandi frá 1880 til 1960 mynd um það stríð, sem báðar nefndust L'Espoir (Vonin). Skáldsögur Malraux eru ólíkar flestum öðrum. Þær eru skrifaðar í snöggum fréttastíl og beinni ræðu svo persónur og aðstæður verða mjög raunverulegar og bundnar samtímanum, en um leið eru þær íhuganir höfundar um eilífðarspurninguna, angist mannsins er hann stendur frammi fyrir þjáningunni og dauðanum. Þeir sem aðhylltust sósíalískar stjórnmálaskoðanir álitu að bókmenntirnar ætti að nýta í þágu sósíalismans og í baráttunni gegn fasismanum. Skáldsögur skyldu, eftir því sem hægt væri, boða uppreisn alþýðu og baráttu fyrir hinu nýja þjóðskipulagi. í þeim flokki voru meðal annars rithöfundarnir Jean-Richard Bloch (1884-1947), Paul Nizan (1905-1940) og Louis Guilloux (1899-1980) og svo eldri menn eins og Henri Barbusse. Bloch var nokkuð hefðbundinn raun- sæishöfundur, Paul Nizan reyndi aftur á móti í skáldsögum sínum (Antoine Bloyé, 1933 o.fl.) að sýna einhæft líf fólks með því að nota langar setningar og hæga, tilbreytingarlausa hrynjandi. Louis Guilloux varð frægur fyrir bókina Le Sang Noir (Svarta blóðið, 1935). Hann er merkilegur barátturithöfundur að því leyti að hann þröngvar ekki ákveðnum skoðunum upp á lesanda, heldur leyfir honum að hlusta á ýmsar raddir og taka svo sjálfur ákvörðun. Súrrealistar sem boðað höfðu súrrealíska byltingu með uppátækjum sínum eftir stríðið og að- hyllst formleysi og frelsi í bókmenntum, orðum og athöfnum taka upp úr 1925 að efast um að baráttuaðferðir þeirra dugi til. Þeir taka upp samstarf við komm- únista og aðra sem höfðu róttækar skoðanir, fyrst Clarté hópinn15’ en ganga svo í Franska kommúnistaflokkinn árið 1927 enda var hann langróttækasta stjórn- málaaflið sem völ var á. Flestir þeirra sögðu sig að vísu úr honum eftir skamma hríð, því þeir felldu sig illa við agann þar. Louis Aragon (1897—1982), einn frumlegasti súrrealistinn, varð þó eftir og hann átti að verða einn helsti boðberi sósíalrealisma í Frakklandi á fjórða og sjötta áratugnum, bæði í ræðu og riti.16' í skáldsögum sínum frá þessum tíma, Les Cloches de Bále (Klukkurnar í Basel, 1935) og Les Beaux Quartiers (Fínu hverfin, 1936) reynir hann ekki aðeins að gefa raunsæja lýsingu á stéttaskiptingu í þjóðfélaginu heldur benda á óréttlætið og misréttið sem þar ríkir. Einnig setur hann á svið persónur sem átta sig á því að þær eigi að ganga til liðs við málstaðinn og berjast fyrir nýjum heimi, allt sem skáldsögu í anda sósíalrealisma mátti prýða. Af framansögðu gæti virst að á fjórða áratugnum hefðu rithöfundar kastað öll- um hugleiðingum um form og fagurfræði fyrir róða og einungis hugsað um gagnsemi bókmenntanna, jafnvel gæti manni dottið í hug að sumar skáldsögur frá þeim tíma væru ítroðsluskruddur. En málið er ekki svo einfalt. Vissulega hefur spurningin um gerð skáldsögunnar ekki hrjáð höfunda 1930-kynslóðar- innar að marki. Þeir máttu ekki vera að því að hugsa um það, þeim lá svo á með það sem þeir höfðu að segja. Samt tókst þeim vel til, því ef betur er að gáð hafa sjaldan komið út jafn margar góðar skáldsögur á tíu ára tímabili og þá. Sérstak- 339
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.