Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 89
Ariatie ar bílanna eru þarna, þeir eru eins og bílarnir í stóra bílakirkjugarðinum, þarnafyrir handan, svolítið upp með fljótinu. Þettaer þeirra dagur, dag- ur yfirgefinna bílskrokka, vélarlausra, hurðarlausra, án hjóla, með sprungin dekk, brotna spegla, gapandi vélarhús sem sýna svart tómið þar sem strokkarnir hafa verið rifnir úr. Á auðum götunum hlaupa nokkur börn á eftir svörtum og hvítum bolta, nokkrar konur hafa staðnæmst á gangstéttarbrún og tala saman. Stundum heyrist tónlist. Hún kemur út um galopinn glugga þrátt fyrir kaidan vindinn: þunglamaleg tónlist sem dregur seiminn, og skrýtin skræk rödd sem titrar endalaust, og menn sem klappa í takt. Fyrir hvern syngur þessi rödd? Þögnin handan hennar er svo mikil, svo löng! Þögnin kemur frá nöktum fjöllum með tinda sem týnast í skýjum, þögnin kem- ur frá akbrautunum, frá þurra árfarveginum, og hinum megin frá, úr fjarska, frá breiðu hraðbrautinni á risastóru stöplunum. Þetta er nöpur og köld þögn, full af marrandi sementsryki, þykk eins og dökkur reyk- urinn sem stígur upp úr reykháfum líkbrennslunnar. Þetta er þögn sem nær út yfir drunur mótorhjólanna. Hún býr uppá hæðunum, kirkju- garðsmegin, blönduð römmum þefnum frá brennslunni, og hún leggst þyngslalega yfir dalbotninn, yfir bílastæði leigublokkanna, fer innst inn í dimmar kjallarageymslur. Hérna gengur Christine, meðfram háhýsunum stóru, án þess að horfa í kringum sig, án þess að nema staðar. Hún er há og spengileg, sérstak- lega í svörtu flauelisbuxunum sínum og stuttu stígvélunum með háu hælunum. Hún er líka í jakka úr hvítu plasti utan yfir rauð- og hvítrönd- óttri peysu. Ljóst hárið er tekið saman í tagl, og hún er með eyrnalokka úr gylltum málmi sem klípa hana í eyrnasneplana. Kaldur vindurinn sópar götuna endalaust, kominn frá sjónum, þarna niður frá, hinum megin við hæðirnar, hann hefur farið upp árdalinn og þyrlað á undan sér ryki. Þetta er ennþá vetrarvindur, og Christine hneppir að sér plastjakk- anum sínum, hún heldur kraganum saman með hægri hendi, en þeirri vinstri stingur hún djúpt í rassvasann á buxunum. Þögnin er svo mikil að hún heyrir hvernig skellirnir frá háu hælunum hennar hljóma í völundarhúsi bílastæðanna, bergmála á öllum veggjum háhýsanna og jafnvel djúpt niður í kjallarana. En kannski er það kuldan- um að kenna að hún heyrir ekkert annað. Hælarnir skella á gangstéttar- steypunni og gefa frá sér málmhljóð, hart, hamrandi, sem glymur hátt inni í líkama hennar, inni í höfðinu. 351
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.