Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 22
við viljum heldur alast upp við en þá ein- stefnu að vestan sem ríkt hefur. Utanríkis- viðskipti geta ekki lengur spilað á ógnaijafnvægi milli fiskhamborgarastaða í vestri og fimmáraáætlana í austri heldur beinast þau þangað sem við viljum 'helst vera: í samfélagi annarra Evrópuþjóða. Og sameinuð Evrópa gæti lagt fram friðar- gæslusveit á íslandi, sem fylgdist með hemaðarumsvifum á Atlantshafi og sæi um vamir landsins. Með slíkri smáþjóðasam- vinnu gætum við með öðmm orðum snúið okkur úr klóm tröllsins og aukið sjálfstæði okkar. Hvort er menningu okkar þá betur borgið innan eða utan við Evrópubandalagið? Fyr- irfram vitum við að almenn lögmál um sögu og þróun þjóða eiga ekki við um jafn fá- mennan hóp og við íslendingar emm. Við getum týnst á mjög skömmum tíma ef svo ólíklega skyldi vilja til að hingað norður- eftir tækju að flytjast menn af alls kyns þjóðemum í leit að fersku lofti og lífsrými. Sú tilraun að opna hér allar gáttir gæti því orðið dýrkeypt — ef hún mistækist. En það er jafnvel enn hættulegra að loka sig úti og neita að vera með öðrum; hamra á sérstöð- unni og búast við því að hingað komi alltaf vellauðugir ferðamenn að skoða skrýtna Islendinga éta svið og prjóna lopapeysur. Það er ömurlegt hlutskipti að lokast inni sem sýningargripur á þjóðmenningarsafni í ferðamannalandi. Og úr því að hvorug þessara leiða er fýsileg verðum við að finna þriðju leiðina; láta ekki stilla okkur upp við vegg spumingarinnar: Viltu eða viltu ekki ganga í Evrópubandalagið? Þessi þriðja leið gæti legið um þá samn- inga sem nú er unnið að en hún ætti miklu fremur að stefna að samvinnu þeirra þjóða og hópa sem óttast miðstýringu og skrif- ræði í Evrópu. Slík samvinna gæti jafnvel haldist innan tollamúra álfunnar því að eins og jafnaðarmenn í Danmörku og Svíþjóð hafa bent á gætu sameinuð Norðurlönd haft mikil áhrif á ákvarðanir innan Evrópu- bandalagsins. Hvemig svo sem við högum okkar alþjóðamálum megum við ekki sitja hjá og láta „hina“ um að móta stefnuna þangað til allt er komið í óefni — og segja þá með yfirlætissvip: „Ég vissi alltaf að svona færi“ um leið og stórveldin kyrkja okkur í greip sinni. Grein þessi er að mestu byggð á erindi sem höf- undur flutti á þingi norrænna móðurmálskennara í Þórshöfn í júní 1990 (sbr. Norsklœreren 4:90, bls. 48-54). Þar var fjallað um jaðarmenningarsvæði Norðurlanda undir yfirskriftinni „Myter og identi- tet“. 20 TMM 1990:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.