Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 30
þjóðskóla er dagsett eins og hún birtist í endanlegri gerð í Alþingistíðindum. Jónas hafði eins og áður sagði talað fyrir málinu sem framsögumaður nefndar og nú var allt klappað og klárt og frágengið. Bænaskráin um þjóðskóla hafði verið undirrituð og Jón Sigurðsson tekur hana með sér heim yfir hafið. Það er einmitt þá, á lokadegi starfsins við hina ítarlegu bænaskrá um þjóðskóla, sem Jónas sendir Sören Kattrup til Finns með seðilinn þann arna sem áður var getið — þar sem stafagerðin er svona dálítið á skakk og skjön og ilman frá gulnuðu blaði. Og því skyldi sá sem nú er til í allt ekki létta sér upp við þessi verkalok áður en ný lota hefst? Jón Sigurðsson lætur í haf þann 4. maí, verðandi sómi fósturjarðarinnar á hinu nýja Alþingi. Máske hefur Jónas setið hjá hon- um síðasta kvöldið í Höfn og áréttað enn boðskap Leiðarljóðsins. Og við Eyrarsund heldur maímánuður áfram að líða. íslendingar í Höfn efna stöð- ugt til funda í þessum mánuði þótt eldri Jón sé farinn heim og þjóðskólinn með. En það er hvorki búið að ganga frá málatilbúnaði til Alþingis varðandi verslunarmálið né um allt það sem varðar Alþingishald og til- högun þeirra mála í framtíðinni. „Almennir fundir Islendinga" eru haldnir nær annan hvem dag um tíma. Það er fundur 14. maí, 17. maí og enn 19. maí. Við skulum skoða fundargerðina frá 19. maí. Það er síðasti fundurinn sem Jónas Hallgrímsson sótti. Mánudaginn 19. maí var fúndur með ís- lendingum um alþingismálið; voru 11 á fundi. Jónas Hallgrímsson flutti fyrst mál nefndarinnar og mælti fram með atriðum þeim er í bænaskránni vom, einkum al- þingisstaðnum gamla; studdi og herra Repp þetta mál. Forseti leitaði því næst atkvæðis um hvar alþing skyldi vera, vildu 7 að það skyldi vera í Reykjavík, vom það þeir herra M. Eiríksson, mr. G. Þorgrímsson, S. Han- sen, Þ. Jónsson, V. Finsen, Halldór Frið- riksson, S. Melsteð en á Þingvelli vildu hafa það þeir Þorleifur Repp, Konráð Gíslason, Gunnl. Þórðarson, Jónas Hall- grímsson og Gísli Thorarensen. Herra Jón- as las upp uppkast til bænarskrár um verslunarmálið með atriðum sem áður hafa verið færð til í nýju bókunum sem útgefnar hafa verið um það efni í Kaupmannahöfn. Forseti leitaði atkvæðis um skrána og atr- iðin, hvort menn vildu hafa þau eins og Jónas las þau upp, og var það tekið með öllum atkvæðum. Forseti sleit fundi. Og undir fundargerðina rita Magnús Eiríks- son, J. Hallgrímsson og G. Thorarensen. Við fjölyrðum ekki hér um efni fund- argerðanna. Þær tala sjálfar skýru máli. Eitt verður algjörlega ljóst þegar könnuð er þátttaka Jónasar Hallgrímssonar í félags- störfum Hafnaríslendinga þennan síðasta vetur og þetta síðasta vor sem hann lifði og það er þetta: Jónas er að skammdegi loknu nær ótrúlega virkur og áhugasamur, kemur alls staðar mjög við sögu hvort sem er í Fjölnisfélaginu eða Bókmenntafélaginu eða á „Almennum fundum íslendinga" þar sem hann er til dæmis framsögumaður í báðum þeim málum sem til umræðu komu á síðasta fundinum. Hann er greinilega „til í allt“, eins og hann hafði reyndar sjálfur komist að orði í bréf- inu til Jóns Sigurðssonar sem skrifað var á jólaföstunni þennan vetur. Og Jónas nýtur áberandi mikils trausts í hópi landa, samanber kosningu hans í allar þær nefndir sem áttu að undirbúa ólík mál í hendur Alþingis—jafnvel verslunarmálin er Jónas settur í. Sú kenning hefur verið lífseig að yfirþyrmandi óregla hafi þjakað 28 TMM 1990:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.