Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 32
laga Jónasar af hans síðustu dögum á Frið- riksspítala, þar sem Jónas andaðist af af- leiðingum fótbrotsins tæpri viku síðar, þann 26. maí. Þá frásögn geta menn lesið í Fjölni til upprifjunar. En við skulum hér í staðinn líta inn á fund í Hafnardeild Bókmenntafélagsins þann 16. júní, þrem vikum eftir andlát Jónasar. Það er Finnur Magnússon sem talar og segir meðal annars: Það er félaginu kunnugt að cand. philo- soph. Jónas Hallgrímsson beinbrotnaði vo- veiflega þann 21. næst liðins mánaðar. Mín var þegar vitjað og skrifaði því til Frið- rikshospítals um viðtöku hans „paa bedste pleje“ og hvað skeði, en hann andaðist þeg- ar þann 26. næsteftir. Andlátið var þegar af mér gefið til kynna skiptaréttinum, sem þann 28. sá hans eftirlátnu muni og áleit þá hvergi muni hrökkva til útfararkostnaðar- ins og eftirlét mér eður Bókmenntafélaginu allt hvað hann eftirskildi til þóknanlegrar ráðstöfunar. ... Ég varð að standa fyrir útför Jónasar sáluga, sem alls eftir mínum viðlagða reikningi og þremur fylgiskjölum hljóp til 44 rbd og 36 skildinga. Einungis sem for- maður Félagsins réðist ég í þetta fyrirtæki og áleit það rétt, þar sem hann eftir Félags- ins ályktun var í þess brauði og þjónustu (við samning fyrri hluta íslandslýsingar) til næstu vordaga. Af þessum orsökum leyfi ég mér nú og hérmeð að biðja Félagið endurgjalda mér af þess sjóði þann ný- nefnda útfararkostnað. Líka bón verð ég að framflytja fyrir Félagið, ef ske kynni að Friðrikshospítal heimtar af mér endurgjald þess kostnaðar er Jónasar sáluga síðustu dagar þar m.m. hafa kostað. Loksins verð ég að geta þess að kring- umstæðurnar neyddu mig til, að Jónasi sál- uga lifandi, að útvega honum þann nauð- synlegasta fatnað, hvað ég varð samkvæmt fyrrtéðri félagsins ályktun, af þeim pening- um er það hafði veitt honum til viðurværis. Á engan reikning og á hans síðustu dögum hafði hann þannig einungis fengið þetta sem er óborgað: — Fatnað frá skraddara Petersdorf í Austurgötu fyrir 12 ríkisbanka- dali (hvör fatnaður var skorinn af líkam- anum á hospítalinu vegna beinbrotsins og varð því til einskis nýtur), og til skófata- aðgjörðar frá skómakara í Skinnaragötunni 48 skildinga. — Hverja ég hlýt að biðja Félagið að borga þeim eftir reikningum á sínum tíma. Allar aðrar skuldir hins framliðna ætla ég muni vera Félaginu óviðkomandi. Þannig hljóðar þá bréfið sem Finnur samdi og las sjálfur upp á fundi Bókmenntafé- lagsins í Höfn 99 árum og einum degi betur fyrir stofnun lýðveldis á íslandi. Hann vill að Bókmenntafélagið greiði það sem hann hefur sjálfur lagt út eða gengið í ábyrgð fyrir vegna Jónasar, bæði á hans síðustu dögum og einnig vegna kostnaðar við spít- alavist og útför. Það er skuld við skraddara og skómakara upp á 12 ríkisdali og 48 skildinga, það er útfararkostnaðurinn sam- kvæmt þremur fylgiskjölum upp á 44 ríkis- dali og 32 skildinga og svo er það spít- alareikningurinn sem Finnur átti von á og hljóðaði þegar fram var lagður upp á 6 ríkisdali og 2 og 2/7 silfurskildinga. í heild nam þessi kostnaður nær 63 ríkisdölum eða sem samsvaraði milli þriggja og fjögurra mánaða framfærslueyris af því tagi sem Jónas hafði fengið greiddan hjá Bók- menntafélaginu síðustu árin sem hann lifði. Á fundi HafnardeildarBókmenntafélags- ins var samþykkt að greiða alla þessa reikn- inga, enda hafði Jónas verið „í brauði“ félagsins eins og Finnur komst að orði í þeirri greinargerð sem hér hefur verið 30 TMM 1990:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.