Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 59
Hann var ekki einn af þessum kennurum sem maður gengur til og ávarpar eða spyr einhvers. Á vissan hátt stafaði nemendum ótti af honum. Hann var strangur. Hann gat rekið nemendur á gat með einföldum spurningum um lífið og um- hverfið. Hæddist að dæmalausri fáfræði þeirra. Svo mjög að sjálfum fannst þeim oft og tíðum fáviskan jafnast á við botnlausan svartan pytt. Sumir fóru meira að segja að lesa. Já, hann var í sannleika frábær. Innst inni vissi ég að hann var ánægður með frammistöðu mína. Það kom fyrir að ég bjargaði bekknum ifá algjörri skömm með þekkingu sem ég hafði uppskorið með lestraráfergju minni. Ekki fyrr en seinna áttaði ég mig á að inni í mér var farið að vaxa lítið, rautt blóm. Það var ástin. Einn grænan vordag sat ég í lestinni og las. Ég var í hvítum skóm og mér var svo létt um gang. Ég hafði bókstaflega svifið um borð í lestina, auk þess sem bókin var vel skrifuð. Þá varð ég þess áskynja að tvær skólasystur mínar vom að tala um hann. Önnur hafði orð á því að hann ætti tvö böm með konunni, hin sagði að þau væm þrjú. Skómir urðu skyndilega þungir sem blý og ljótir. Bókin varð eins og múrsteinn í höndum mínum. Var hann þá virkilega kvæntur? Einhvern veginn hafði ég haldið að hann væri ógiftur. Hringlaus. Hann hafði talað um ástina og kynlíf á frjálslegan máta og tilgerðarlausan. Lýst vantrú sinni á hjónabandi nútímamannsins. í fyrstu hafði þetta tal hans orkað illa á mig. Mér fannst hann vera að tala um atriði sem eingöngu væm einkamál fólks. En þau snertu kennsluefnið á vissan hátt og nemendumir hlustuðu svo heyra mátti saumnál detta. Fæst okkar höfðu vanist því að talað væri um samskipti kynjanna á slílcan máta. Smátt og smátt vöndumst við því þegar hann minntist á kynfæri karla og kvenna eða annað þess háttar. Og þótt hann gengi stundum fram af okkur í orðavali, létum við það gott heita. Einhveijar í hópnum höfðu á orði að svona hefði kennari ekki leyfí til þess að tala en við þögguðum niður í þeim. Þetta var of spennandi og við hugsuðum mikið um kynlíf. Giftur. Mér varð ljóst að ég var í raun yfir mig ástfangin. Kona og böm breyttu engu þar um. Ég var sextán ára og það var vor. Hann var ímynd alls þess sem ég þráði. Ég TMM 1990:4 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.