Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Qupperneq 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Qupperneq 70
kvæmt Ölkofra sögu tekur sonur hans, Eyj- ólfur grái, þátt í brennumáli, en í Njálu er það ekki sonur Þórðar, heldur sonar-sonar- sonur, og virðast þá verða helsti margir ættliðir á svo skömmu méli. Ef ættartala Njálu er rétt, þá hefur Eyjólfur ekki ein- ungis verið býsna nærri langafa sínum held- ur einnig bróðir Gellis lögsögumanns Bölverkssonar sem lést einhvemtíma á tímabilinu 1074-80 þegar meira en sextíu ár voru liðin frá málaferlunum á alþingi 1011, dánarári Eyjólfs Bölverkssonar, að tali sögunnar.12 Eins og til hefur verið getið, þá mun lítill vafi leika á því að Eyjólfur Bölverksson hafi aldrei verið til utan Njálu, en höfundur hennar fellir manninn haglega inn í Hvammverjaætt og skeytir þó lítt um tímatal. Vitaskuld er nafnið þegið frá syni Þórðar gellis, Eyjólfi gráa sem var „skírður í elli sinni þá er kristni kom á ísland“ að tali Ara fróða, niðja hans. En Eyjólfur Böl- verksson á að hafa verið miklu yngri maður eins og ráða má af orðalagi Njálu: „hið besta höfðingjaefni." Má það merkilegt heita hve misjafnt ættir ganga fram að tali tveggja rita, Njálu og Olkofra sögu. Málaferli þau sem komu í kjölfar Njálsbrennu og skógarbrunans þar sem síðar hét á Sviðningi munu hafa átt sér stað um svipað leyti ef nokkur fótur er fyrir þeim, þótt örfáum árum kunni að skeika. Enginn skyldi gera sér neitt angur af því misræmi sem verður með þeim feðgum á Hofi í Vopnafirði. Ef skógarbruninn hefur orðið nokkrum árum eftir Njálsbrennu, er engan veginn ósennilegt að Broddi hafi tek- ið við af föður sínum á því méli sem um er að ræða. Um Eyjólfana tvo gegnir allt öðru máli. Maður sem náði elli fyrir kristnitöku (árið 1000?) hlýtur að vera farinn að hröma svo að um munar þegar kemur fram um 1011 og síðar. Sá kappi sem heimsækir Þorgrím goða á Sæbóli árið 963 og tekur fáum misserum síðar fé til höfuðs Gísla Súrssyni (d. 978?) mun hafa slitið býsna mörgum skyrtum um ævina áður en Ölkofri sofnar við kolagerð sína. Höfundur Njálu varast hins vegar eins og heitan eldinn að láta Bjama á Hofi mæla með lögmanni sem var kominn á örvasa aldur til að verja brennumenn; en hinum foma meistara skjátlaðist þó í aðra átt, þar sem hann gerir vestanmann helsti ungan, þótt hann beri hið rétta nafn Eyjólfur. Allt um það má þykja ekki ósennilegt að höfundur Njálu hafi haft landvættasögu Snorra og ýmis höfðingjatöl í huga þegar hann valdi þá fyrirmenn sem komu við málaferli á alþingi eftir Njáls- brennu. Járngrímur Ef gert er ráð fyrir því að Jámgrímur Njálu sé að einhverju leyti skapaður eftir berg- risanum í landvættasögu, þá er skylt að gera grein fyrir þeim mun sem er á þeim tveim. í fyrsta lagi er sviðið allt annað. Æðilangt er frá Skeiði vestan Ölfusár til Lómagnúps í Fljótshverfi, en á hitt ber einnig að líta að umhverfi virðist hafa haft áhrif á mannlýs- ingu. Njósnari Haralds blátannar „vildi ganga upp á Víkarsskeiði. Þar kom í móti honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin.“ En í Njálu verður Flosa litið upp til Lómagnúps. „Og opnaðist hann, og gekk maður út úr gnúp- inum og var í geithéðni og hafði jámstaf í hendi.“ I rauninni er Lómagnúpur miklu hæfara umhverfi fyrir bergrisa en svæðið vestan Ölfusár; jötnar byggðu hamra, eins og ráða má af fjölmörgum kenningum 68 TMM 1990:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.