Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 78
Úlfar Bragason Um hvað fjallaði Huldar saga? Huldar saga, sem Sturla sagnritari Þórðarson á að hafa sagt Magnúsi Hákonarsyni Noregskonungi og Ingilborgu drottningu þegar fundum þeirra bar fyrst saman árið 1263, hefur ekki varðveist. í grein þessari eru leidd rök að því að sagan hafi fjallað um Huld seiðkonu, sem segir frá í Ynglinga sögu Snorra Sturlusonar, og upphaf þeirrar sundrungar sem löngum var í norsku konungsættinni. En Hákon konungur gamli, faðir Magnúsar lagabætis, lagði allt kapp á að efla konungsstjórnina í Noregi og koma í veg fyrir frekari innanlandsófrið vegna deilna um ríkiserfðir. í Sturlu þætti er sagt frá því að Sturla Þórð- arson náði hylli Magnúsar Hákonarsonar Noregskonungs með því að skemmta hon- um og drottningu hans með Huldar sögu um borð í konungsskipi. Frásögnin er svohljóð- andi: En er menn lögðust til svefns þá spurði stafnbúi konungs hver skemmta skyldi. Flestir létu hljótt yfir því. Þá mælti hann: „Sturla hinn íslenski, viltu skemmta?“ „Ráð þú,“ segir Sturla. Sagði hann þá Huldar sögu beturog fróð- legar en nokkur þeirra hafði fyrr heyrt er þar voru. Þrengdust þá margir fram á þilj- umar og vildu heyra sem gerst. Varð þar þröng mikil. Drottning spurði: „Hvað þröng er þar fram á þiljunum?" Maður segir: „Þar vilja menn heyra til sögu er hann íslendingurinn segir.“ Hún mælti: „Hvað sögu er það?“ Hann svaraði: „Það er ffá tröllkonu mik- illi og er góð sagan enda er vel frá sagt.“ Konungur bað hana gefa að þessu öngv- an gaum og sofa. Hún mælti: „Það ætla eg að íslendingur þessi muni vera góður drengur og sakaður minnur en flutt hefir verið." Konungur þagði. Sváfú menn þá af nóttina. En um morguninn eftir var engi byr og lá konungur í sama lægi. En er menn sátu að drykk um daginn sendi konungur Sturlu sendingar af borði. (...) En er menn vom mettir sendi drottning eftir Sturlu, bað hann koma til sín og hafa með sér tröllkonusöguna. 76 TMM 1990:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.