Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 91
Breton hélt strax árið 1936 erindi sem nefndist því skýra nafni, Sannleikurinn um Moskvuréttarhöldin. Hann hafði samband við Trotskí árið 1938 og saman rituðu þeir Fram til óháðrar byltingarlistar (Pour un art révolutionnaire indépendant). Þetta varð ein síðasta tilraunin til þess að sameina með formlegum hætti súrrealisma og þjóðfé- lagslegar byltingarhreyfingar. í upphafi stríðsins tókst Breton að komast úr landi og flúði til New York og stofnaði þar tímaritið VW og var þar í miklu sam- bandi við menn eins og Marcel Duchamp og kynnti súrrealismann með ýmsum hætti. Þar skrifaði hann drög að þriðju stefnuskrá súrrealismans (1942). Hann flutti aftur til Frakklands eftir stríð og stóð þar eins og víða annars staðar fyrir súrrealískum sýn- ingum og gaf út fjöldann allan af tímaritum og var gjaman nefndur súrrealistapáfmn enda persónugervingur hreyfíngarinnar. Enn var hann duglegur að uppgötva og hvetja ungt fólk til dáða. Hann tók oftlega afstöðu í þjóðmálum og var til dæmis einn helsti hvatamaður að Ávarpi 121 árið 1960, en það var áskorun hundrað tuttugu og eins menntamanns til hermanna að neita að taka þátt í Alsírstríðinu. Breton lést árið 1966. Tveimurárum síð- ar var maíuppreisnin í Frakklandi, sem hefði ugglaust verið gamla manninum mjög að skapi, en gerð hefur verið rannsókn á því í hvem var mest vitnað í veggjakroti í París í maí ’68 og reyndist André Breton hafa vinninginn. Súrrealistar lögðu mikla áherslu á starfsemi dulvitundarinnar (sbr. áhuga Bretons á Freud, sem snemma kom fram) og reyndu að kanna hana með ýmsum ráðum, ósjálf- ráðri skrift, dáleiðslu, með því að virkja tilviljanir (ýmiss konar leikir nýttir í því sambandi), með ósjálfráðu reiki um borgir í leit að hugljómandi tilviljunum og svo framvegis. Allt er þetta gert í því skyni að komast nær kjama hlutanna og reynt er að vinna gegn öllum hömlum og bælingu sam- félagsins. Súrrealistar töldu sig hafa fundið í dulvitundinni óþrjótandi nægtabmnn skáldskapar og sköpunar, sannkallaða ljóð- námu. Ekkert var súrrealistum jafn ógeðfellt og vanahugsun og vanabinding. Öll starfsemi þeirra, bæði á listasviðinu og öðmm, beind- ist að því að „breyta lífinu“ eins og Rimb- aud sagði og ljósta hversdagstilveruna töfrasprota skáldskaparins í víðtækustu merkingu, hvort sem það var með gull- gerðarlist tungumálsins eða öðmm ráðum. Óvenjuleg hugrenningatengsl af draum- kenndum toga em mjög algeng í ritverkum súrrealista og em ljóð André Breton dæmi um slíkt. Myndmálið er mjög mikilvægt og skiptir gjaman hratt um myndir og leikið er með orð og hugsanatengsl. Verk hans eru því erfíð í þýðingu. Ef reynt væri að draga saman í eina setn- ingu rauða þráðinn í öllu lífsstarfi Bretons væri kannski hægt að segja sem svo að verk hans séu óður til skáldskaparins og frels- andi möguleika hans; einn samfelldur óður til ástarinnar og frelsisins. Ljóðin sem hér em þýdd em úr vel þekktum ljóðabókum Bretons, Jarðarskini (Clair de terre) og Hvíthœrðu skammbyssunni (Le Revolver a cheveux blancs). Meðal annarra þekktra verka hans eru Nadja (1928), Frjálst samband (L’Union libre, 1931), Loft vatnsins (L’Air de l’eau, 1934), rry//rdsí(L’Amourfou, 1937), Sýn- isbók af svörtum húmor (Anthologie de TMM 1990:4 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.