Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 96
Robert Walser Þrjár sögur Alsnjóa Það snjóar og snjóar, þvílík ósköp af snjó sem koma úr loftinu. Himinninn er horfinn, allt er ein gráhvít, iðandi drífa. Himingeimurinn er líka horfinn, hann er fullur af snjó. Jörðin er horfin, hún er öll undir snjó og aftur snjó. Þök, stræti og tré eru hulin snjó. Það snjóar á allt, sem er ofurskiljanlegt, því þegar snjóar þá snjóar auðvitað á allt, án undantekninga. Snjórinn sest á allt sem fyrir er, á hreyfanlega hluti jafnt og óhreyfanlega, eins og til dæmis vagna og búslóðir, fasteignir, jarðeignir og lausamuni, staura, stólpa og bjálka og gangandi fólk. Fyrir utan það sem er inni í húsum, göngum og hellum er ekki til nokkur hlutur sem snjórinn sest ekki á. Heilu skógarnir, engin, fjöllin, borgirnar, þorpin og jarðirnar eru í kafasnjó. Það snjóar á heilu ríkin og ríkisstofnanirnar. Aðeins vötn og ár eru þannig gerð að snjó festir ekki á þeim því vatnið svelgir bara og gleypir í sig allan snjóinn. Aftur á móti er skran, rusl, leppar, larfar, steinar og möl vel til þess fallið að hyljast snjó. Snjórinn sest á hunda, ketti, dúfur, þresti, kýr og hesta og líka á hatta, frakka, jakka, buxur, skó og nef. Snjórinn tyllir sér feimnislaust á hárið á laglegum konum og sömuleiðis á andlit og hendur og á augnhárin á agnarlitlum börnum sem eru á leið í skólann. Snjórinn þekur hrein- lega allt sem stendur, gengur, skríður, hleypur og stekkur. Limgerðin skrýðast hvítum flygsum og litskrúðug plaköt verða alhvít sem er kannski ekki alltaf svo slæmt. Auglýsingar verða óskaðlegar og ósýnilegar og það er þýðingarlaust fyrir þá sem búa þær til að kvarta undan því. Göturnar eru hvftar, múrveggirnir hvítir, greinarnar hvítar, stangirnar hvítar, girðingarnar hvítar, akrarnir hvítir, hólarnir hvítir og Guð má vita hvað fleira. Hann heldur áfram að snjóa í gríð og erg, það er eins og það ætli aldrei að stytta upp. Allir litirnir, rautt, grænt, brúnt, blátt, eru 94 TMM 1990:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.